Arnar hugsaði út í metið: Aðalatriðið að taka ekki fótinn af pedalanum Smári Jökull Jónsson skrifar 7. september 2022 21:38 Arnar Gunnlaugsson viðurkenndi að hafa hugsað út í metið þegar mörkunum fjölgaði. Vísir/Diego „Frammistaðan var nánast fullkomin. Ég bað um svör eftir síðasta leik og fékk þau svo sannarlega, ég átti nú ekki von á þessu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkinga eftir 9-0 sigur liðsins á Leikni í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld. „Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu. Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
„Leiknismenn byrjuðu leikinn mjög vel og spiluðu nákvæmlega sömu pressu og ÍBV var að gera en við vorum reynslunni ríkari og náðum að leysa hana. Eftir fyrsta markið þá var þetta bara erfitt fyrir Leiknismenn, við vorum bara „on our game“ og með allt á hreinu. Frábær frammistaða,“ sagði Arnar í samtali við Vísi eftir leik. Eins og Arnar sagði þá byrjuðu Leiknismenn leikinn vel og voru í raun búnir að vera betri þegar fyrsta mark Víkings kom á 14.mínútu. Eftir það var hins vegar aldrei spurning hvar sigurinn myndi lenda. Leiknismenn áttu engin svör við pressu Víkinga í dag sem unnu boltann hvað eftir annað framarlega á vellinum. „Þetta er sama og á móti Breiðablik í bikarnum. Ef pressan er góð og þú nærð henni þarna þá færðu tækifæri og liðin verða svolítið skelkuð. Við vorum virkilega kröftugir í dag og skulduðum okkur frammistöðu, bæði einstaklingsframmistöðu og liðsheildin. Ég er virkilega ánægður með hvernig við svöruðum þessum leik gegn ÍBV,“ en Víkingur og ÍBV gerðu 2-2 jafntefli í síðustu umferð þar sem Víkingar voru heppnir að sleppa með eitt stig. Með þessum 9-0 sigri jafna Víkingar metið yfir stærstu sigra í efstu deild með tvöfaldri umferð. ÍA vann Breiðablik 10-1 árið 1973 og Skagamenn unnu Víkinga einnig 10-1 árið 1993. Arnar viðurkenndi að hafa hugsað út í metið á meðan á leiknum stóð. „Ég fór að spyrja, ég man að ég fór á leik uppi á Skaga ´93 og það er væntanlega metið sem þú ert að tala um. Auðvitað fórum við að pæla í þessu en aðalatriðið var að taka ekki fótinn af pedalanum, halda áfram og vera vægðarlausir.“ „Ég veit að þetta er illa gert gegn Leikni en við erum bara í okkar leik og gangi þeim vel í sínu. Við þurftum bara á þessari frammistöðu að halda og auðvitað langar mig að eiga met,“ sagði Arnar að endingu.
Besta deild karla Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Sjá meira
Leik lokið: Víkingur 9-0 Leiknir | Víkingar jöfnuðu met þegar þeir niðurlögðu Leikni Víkingar rótburstuðu Leikni í Bestu deild karla í kvöld. Lokatölur 9-0 þar sem Leiknismenn sáu ekki til sólar eftir fyrsta mark Víkinga.Fyrsta mark Víkinga kom á 14.mínútu og svo komu mörkin á færibandi. Staðan í hálfleik var 5-0 og eftir 42 sekúndur í síðari hálfleik var staðan orðin 6-0.Víkingar stigu aldrei af bensíngjöfinni en með sigrinum jafna þeir metið yfir stærsta sigur í sögu efstu deildar. 7. september 2022 21:00