Yngsta skólastigið þarf á raunhæfum lausnum að halda Jónína Hauksdóttir skrifar 8. september 2022 10:00 Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun „Gakktu þá skrefi framar“ Jón Baldvin Hannibalsson Minningar Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Flugið og uppbygging í Vatnsmýri Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar Skoðun Góð rök fyrir að velja Guðrúnu Guðfinnur Sigurvinsson skrifar Sjá meira
Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun