Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2022 16:39 Stephen Bannon í New York í dag. AP/Eduardo Munoz Alvarez Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann hét því að allir peningar sem söfnuðust færu í að reisa múrinn en hann er sakaður um að hafa gefið tveimur ónefndum aðilum hundruð þúsund dala sem söfnuðust. Bannon hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti vegna þessa. Alríkissaksóknarar höfðu áður ákært Bannon vegna sama máls og sökuðu hann um að hafa stolið rúmri milljón dala frá fjáröfluninni. Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var hins vegar að náða hann. Sú náðun nær þó eingöngu til alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum og það að Trump hafi náðað Bannon áður en hann var annað hvort sýknaður eða sakfelldur þýðir að ríkissaksóknarar í New York geta ákært hann aftur og réttað yfir honum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknararnir byggja ákærur sínar á því að einhverjir af þeim sem Bannon á að hafa svikið búa í New York-ríki. Bannon, sem er 68 ára gamall, gaf sig fram í New York í dag og þá var hann vígreifur og staðhæfði að hann hefði verið ákærður vegna komandi þingkosninga. Saksóknararnir vildu koma á hann höggi vegna þess að útvarpsþáttur hans væri mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Trumps. AP segir að hinir ónefndu aðilar í ákærunum gegn Bannon séu líklegast Brian Kolfage og Andrew Badolato, sem komu einnig að fjáröfluninni og hafa játað fyrir alríkisdómstól að hafa svikið fé úr fólki og stungið hundruð þúsundum dala í eigin vasa. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Þingmenn vilja ákæra Bannon Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 21. október 2021 23:48 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Hann hét því að allir peningar sem söfnuðust færu í að reisa múrinn en hann er sakaður um að hafa gefið tveimur ónefndum aðilum hundruð þúsund dala sem söfnuðust. Bannon hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti vegna þessa. Alríkissaksóknarar höfðu áður ákært Bannon vegna sama máls og sökuðu hann um að hafa stolið rúmri milljón dala frá fjáröfluninni. Eitt af síðustu embættisverkum Donalds Trumps sem forseti Bandaríkjanna var hins vegar að náða hann. Sú náðun nær þó eingöngu til alríkisyfirvalda í Bandaríkjunum og það að Trump hafi náðað Bannon áður en hann var annað hvort sýknaður eða sakfelldur þýðir að ríkissaksóknarar í New York geta ákært hann aftur og réttað yfir honum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Saksóknararnir byggja ákærur sínar á því að einhverjir af þeim sem Bannon á að hafa svikið búa í New York-ríki. Bannon, sem er 68 ára gamall, gaf sig fram í New York í dag og þá var hann vígreifur og staðhæfði að hann hefði verið ákærður vegna komandi þingkosninga. Saksóknararnir vildu koma á hann höggi vegna þess að útvarpsþáttur hans væri mjög vinsæll meðal stuðningsmanna Trumps. AP segir að hinir ónefndu aðilar í ákærunum gegn Bannon séu líklegast Brian Kolfage og Andrew Badolato, sem komu einnig að fjáröfluninni og hafa játað fyrir alríkisdómstól að hafa svikið fé úr fólki og stungið hundruð þúsundum dala í eigin vasa.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09 Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18 Þingmenn vilja ákæra Bannon Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 21. október 2021 23:48 Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59 Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Fleiri fréttir Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Sjá meira
Bannon sekur um vanvirðingu gegn þinginu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður Donald Trump, hefur verið dæmdur sekur um vanvirðingu gegn bandaríska þinginu. Hann gæti þurft að sitja í fangelsi í allt að tvö ár. 22. júlí 2022 19:09
Bannon gefur sig fram við lögreglu Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmaður og einn helsti stuðningsmaður Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú gefið sig fram til alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum. 15. nóvember 2021 18:18
Þingmenn vilja ákæra Bannon Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings greiddi í kvöld atkvæði með því að ákæra Steve Bannon, fyrrverandi aðstoðarmann Donalds Trump, fyrrverandi forseta, fyrir að sýna þinginu vanvirðingu. Bannon hefur neitað að mæta á fund þingnefndar sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar og svara spurningum þingmanna. 21. október 2021 23:48
Twitter bannar Bannon sem kallar eftir afhöfðun Fauci Samfélagsmiðillinn Twitter hefur lokað á Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Donald Trump og ritstjóra Breitbart, eftir að Bannon kallaði eftir afhöfðun Anthony Fauci og Christopher Wray. Ummælin lét Bannon falla í hlaðvarpinu War Room, sem var dreift á samfélagsmiðlum. 6. nóvember 2020 12:59