Stelpurnar okkar þurfa að fara til Portúgals eða Belgíu Sindri Sverrisson skrifar 9. september 2022 11:40 Stelpurnar okkar hafa vonandi ástæðu til að gleðjast 11. október þegar umspilsleik þeirra lýkur. Getty/Harriet Lander Nú er orðið ljóst hver andstæðingur Íslands verður í seinni hluta umspilsins í Evrópu um sæti á HM kvenna í fótbolta, sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira
Ísland mætir sigurvegaranum úr einvígi Portúgals og Belgíu og fer leikurinn fram 11. október. Ísland þarf að spila á útivelli, hvort sem það verður í Portúgal eða Belgíu. Fyrri hluti umspilsins fer fram 6. október og það verður því aðeins ljóst þann dag hvoru liðanna Ísland mætir. Í umspilinu er aðeins um stakan leik að ræða í hverju einvígi, en ekki heima- og útileiki, og var dregið um það hvaða lið fengju heimaleik. Svona lítur Evrópuumspilið út, þar sem leikið er um tvö örugg sæti á HM og eitt sæti í aukaumspili í Eyjaálfu í febrúar: Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik. Ísland leikur í umspilinu eftir að hafa tapað gegn Hollandi í lokaumferð riðlakeppninnar á þriðjudaginn, 1-0, með marki í uppbótartíma. Aðeins tveir af þremur sigurvegurum í seinni hluta umspilsins fara beint á HM. Þriðji sigurvegarinn, sá með sísta árangurinn úr undankeppninni og seinni hluta umspilsins, fer í sérstakt aukaumspil í febrúar með liðum úr öðrum heimsálfum. Ef að Ísland vinnur umspilsleikinn í venjulegum leiktíma eða framlengingu fer liðið beint á HM. Ef að liðið vinnur í vítaspyrnukeppni er enn hætta á að liðið þurfi að fara í aukaumspilið í Eyjaálfu. Ef að Ísland tapar umspilsleiknum er liðið einfaldlega úr leik og HM-draumurinn úr sögunni. Níu Evrópuþjóðir komnar á HM Nú þegar hafa 27 þjóðir tryggt sér sæti á HM, sem í fyrsta sinn verður með 32 þátttökuþjóðum. Eftir Evrópuumspilið í október verða aðeins þrjú sæti laus, sem spilað verður um í aukaumspilinu í febrúar þar sem tíu lið spila í þremur umspilsmótum. Þessi lið eru komin inn á HM: Svíþjóð, Spánn, Holland, England, Danmörk, Noregur, Ítalía, Þýskaland og Frakkland, sem öll unnu sinn riðil í undankeppninni í Evrópu. Ástralía og Nýja-Sjáland, sem gestgjafar. Kína, Suður-Kórea, Japan, Filippseyjar og Víetnam frá Asíu Suður-Afríka, Marokkó, Sambía og Nígería frá Afríku. Bandaríkin, Kanada, Jamaíka og Kosta Ríka frá Mið- og Norður-Ameríku. Brasilía, Kólumbía og Argentína frá Suður-Ameríku.
Fyrri hluti umspils: Skotland - Austurríki Wales - Bosnía Portúgal - Belgía Seinni hluti umspils: Portúgal/Belgía - Ísland Skotland/Austurríki - Írland Sviss - Wales/Bosnía Lið sem talin eru upp á undan eiga heimaleik.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Sjá meira