Formaður danska Íhaldsflokksins uppvís að ítrekuðum ósannindum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 10. september 2022 14:31 Søren Pape Poulsen ásamt eiginmanni sínum Josue Medina Vasquez Poulsen. Ole Jensen/GettyImages Formaður og forsætisráðherraefni danska Íhaldsflokksins hefur verið staðinn að ítrekuðum ósannindum um eiginmann sinn. Hann viðurkennir ósannindin og lofar því að segja satt í framtíðinni. Forsætisráðherra efni íhaldsmanna Søren Pape Poulsen hefur verið formaður danska Íhaldsflokksins í 8 ár, síðan 2014. Hann var dómsmálaráðherra frá 2016 til 2019 og hann er forsætisráðherraefni flokksins í þingkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Það sem meira er, Íhaldsmenn eru bjartsýnir á að koma höndum sínum yfir forsætisráðherrastólinn að nýju á næsta ári, en íhaldsmaður hefur ekki gegnt því embætti í Danmörku síðan Poul Schlüter lét af embætti fyrir hartnær 30 árum, árið 1993. Sagði eiginmann sinn vera frænda forsetans En nú er komið babb í bátinn. Søren Pape hefur nefnilega verið staðinn að ítrekuðum lygum á opinberum vettvangi. Eiginmaður Sørens er frá Dóminíska lýðveldinu og þegar þeir kynntust og komu fyrst fram opinberlega, árið 2014, þá hélt Søren því fram staffírugur og rogginn að verðandi maki hans væri frændi þáverandi forseta Dóminíska lýðveldisins, Danilo Medina. Fyrir tveimur árum stýrði Søren fundi með leiðtogum gyðingasamfélagsins í Danmörku þar sem umræðuefnið var vaxandi gyðingahatur og hvernig bæri að bregðast við því. Søren hóf fundinn á því að segja að málið stæði honum afar nærri, því eiginmaður hans væri gyðingur. Og það sem meira væri, hann hefði sótt guðsþjónustur gyðinga vikulega frá blautu barnsbeini með fjölskyldu sinni í heimalandi sínu. Flett ofan af Søren Danska dagblaðið Ekstra Bladet hefur nú upplýst að þetta er allt saman haugalygi. Eiginmaðurinn, Josue Medina Vasquez Poulsen, er uppalinn í söfnuði Sjöunda dags aðventista, sem foreldrar hans stofnuðu, og fjarri því að vera gyðingur. Þá er hann með öllu óskyldur fyrrverandi forseta landsins. Fyrir fjórum árum fór Søren Pape í frí með eiginmanni sínum til Dóminíska lýðveldisins. Hann gegndi þá embætti dómsmálaráðherra. Í fríinu fundaði hann með forseta landsins, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og það voru birtar myndir af honum í þarlendum dagblöðum með ráðherrunum, ásamt manni sem var titlaður aðstoðaríþróttamálaráðherra Danmerkur. Embætti sem er ekki til, enda er maðurinn bara vinur Sørens. Søren var með öllu óheimilt að funda með þessum mönnum, þar sem hann ferðaðist í einkaerindum og fóru fundirnir fram án vitneskju danskra stjórnvalda. Biðst afsökunar en kennir eiginmanninum um Søren baðst afsökunar á þessu öllu í gær í yfirlýsingu sem hann setti á Facebook. Hann kennir eiginmanni sínum um að hafa sagt sér ósatt og biðst afsökunar á fundunum með ráðamönnum Dóminíska lýðveldisins. Og hann lofar því að segja ekki ósatt í framtíðinni. Viðbrögðin hafa verið hörð, mjög margir segja honum til syndanna á Facebook og danskir fréttaskýrendur telja að möguleikar hans á að verða forsætisráðherra landsins hafi dvínað verulega. Óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann var borgarstjóri Dönsk dagblöð hafa í tengslum við þessar uppljóstranir rifjað upp eitt og annað frá þeim tíma þegar Søren var borgarstjóri í Viborg á Jótlandi. Þá bauð hann m.a. verðandi eiginmanni sínum út að borða og lét sveitarfélagið borga reikninginn. Þegar upp komst, þá greiddi hann reikninginn úr eigin vasa, orðalaust. Þá gerði Ríkisendurskoðun Danmerkur alvarlega athugasemd við samning sem sveitarfélagið gerði við fótboltafélagið Viborg. Klúbburinn keypti réttinn til að kalla fótboltaleikvang bæjarins „Viborg leikvangurinn“ og greiddi fyrir það 50.000 danskar krónur á ári í fimm ár. Ári síðar keypti sveitarfélagið svo nafnaréttinn af Viborg fótboltafélaginu fyrir 3 milljónir króna. Ríkisendurskoðun telur þetta vera lóðrétta peningagjöf til félagsins sem sé ólöglegt með öllu. Málið hafði engar pólitískar afleiðingar fyrir Søren Pape Poulsen. Danmörk Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Forsætisráðherra efni íhaldsmanna Søren Pape Poulsen hefur verið formaður danska Íhaldsflokksins í 8 ár, síðan 2014. Hann var dómsmálaráðherra frá 2016 til 2019 og hann er forsætisráðherraefni flokksins í þingkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Það sem meira er, Íhaldsmenn eru bjartsýnir á að koma höndum sínum yfir forsætisráðherrastólinn að nýju á næsta ári, en íhaldsmaður hefur ekki gegnt því embætti í Danmörku síðan Poul Schlüter lét af embætti fyrir hartnær 30 árum, árið 1993. Sagði eiginmann sinn vera frænda forsetans En nú er komið babb í bátinn. Søren Pape hefur nefnilega verið staðinn að ítrekuðum lygum á opinberum vettvangi. Eiginmaður Sørens er frá Dóminíska lýðveldinu og þegar þeir kynntust og komu fyrst fram opinberlega, árið 2014, þá hélt Søren því fram staffírugur og rogginn að verðandi maki hans væri frændi þáverandi forseta Dóminíska lýðveldisins, Danilo Medina. Fyrir tveimur árum stýrði Søren fundi með leiðtogum gyðingasamfélagsins í Danmörku þar sem umræðuefnið var vaxandi gyðingahatur og hvernig bæri að bregðast við því. Søren hóf fundinn á því að segja að málið stæði honum afar nærri, því eiginmaður hans væri gyðingur. Og það sem meira væri, hann hefði sótt guðsþjónustur gyðinga vikulega frá blautu barnsbeini með fjölskyldu sinni í heimalandi sínu. Flett ofan af Søren Danska dagblaðið Ekstra Bladet hefur nú upplýst að þetta er allt saman haugalygi. Eiginmaðurinn, Josue Medina Vasquez Poulsen, er uppalinn í söfnuði Sjöunda dags aðventista, sem foreldrar hans stofnuðu, og fjarri því að vera gyðingur. Þá er hann með öllu óskyldur fyrrverandi forseta landsins. Fyrir fjórum árum fór Søren Pape í frí með eiginmanni sínum til Dóminíska lýðveldisins. Hann gegndi þá embætti dómsmálaráðherra. Í fríinu fundaði hann með forseta landsins, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra og það voru birtar myndir af honum í þarlendum dagblöðum með ráðherrunum, ásamt manni sem var titlaður aðstoðaríþróttamálaráðherra Danmerkur. Embætti sem er ekki til, enda er maðurinn bara vinur Sørens. Søren var með öllu óheimilt að funda með þessum mönnum, þar sem hann ferðaðist í einkaerindum og fóru fundirnir fram án vitneskju danskra stjórnvalda. Biðst afsökunar en kennir eiginmanninum um Søren baðst afsökunar á þessu öllu í gær í yfirlýsingu sem hann setti á Facebook. Hann kennir eiginmanni sínum um að hafa sagt sér ósatt og biðst afsökunar á fundunum með ráðamönnum Dóminíska lýðveldisins. Og hann lofar því að segja ekki ósatt í framtíðinni. Viðbrögðin hafa verið hörð, mjög margir segja honum til syndanna á Facebook og danskir fréttaskýrendur telja að möguleikar hans á að verða forsætisráðherra landsins hafi dvínað verulega. Óhreint mjöl í pokahorninu þegar hann var borgarstjóri Dönsk dagblöð hafa í tengslum við þessar uppljóstranir rifjað upp eitt og annað frá þeim tíma þegar Søren var borgarstjóri í Viborg á Jótlandi. Þá bauð hann m.a. verðandi eiginmanni sínum út að borða og lét sveitarfélagið borga reikninginn. Þegar upp komst, þá greiddi hann reikninginn úr eigin vasa, orðalaust. Þá gerði Ríkisendurskoðun Danmerkur alvarlega athugasemd við samning sem sveitarfélagið gerði við fótboltafélagið Viborg. Klúbburinn keypti réttinn til að kalla fótboltaleikvang bæjarins „Viborg leikvangurinn“ og greiddi fyrir það 50.000 danskar krónur á ári í fimm ár. Ári síðar keypti sveitarfélagið svo nafnaréttinn af Viborg fótboltafélaginu fyrir 3 milljónir króna. Ríkisendurskoðun telur þetta vera lóðrétta peningagjöf til félagsins sem sé ólöglegt með öllu. Málið hafði engar pólitískar afleiðingar fyrir Søren Pape Poulsen.
Danmörk Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira