Þeir úkraínsku „bálreiðir“ yfir sölu UEFA til Rússlands Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 09:01 Fáir standa eftir úr leikmannahópi Shakhtar síðan í fyrra vegna ástandsins í Úkraínu. Milos Bicanski/Getty Images Forráðamenn úkraínska fótboltaliðsins Shakhtar Donetsk eru æfir út í stjórnarfólk hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir að selja sjónvarpsrétt á leik liðsins til rússneskrar sjónvarpsstöðvar. Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira
Shakhtar er staðsett í Donetsk í austurhluta Úkraínu og hefur ekki spilað leiki á heimavelli sínum frá því árið 2014, þegar innrás Rússa á Krímskaga hófst. Töluverðar skemmdir urðu á heimavelli þeirra, Donbass-vellinum, í sprengjuárásum Rússa þá. Shakhtar hefur síðan leikið alla heimaleiki sína í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu. Eftir að Rússar réðust aftur inn í landið af fullu afli í febrúar síðastliðnum hafa Evrópuleikir félagsins ekki getað farið fram í Úkraínu. Shakhtar mun því leika fyrsta heimaleik sinn í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöld, sem og aðra heimaleiki sína í keppninni, í Varsjá í Póllandi. Shakhtar vann frækinn 4-1 útisigur á RB Leipzig í fyrsta leik, en leikmannahópur félagsins er nánast óþekkjanlegur vegna ástandsins. Fjölmargir leikmenn yfirgáfu félagið vegna innrásar Rússa. Fimm Brasilíumenn voru seldir í sumar og fimm landar þeirra í viðbót yfirgáfu félagið á láni, auk Ísraelans Manor Solomon sem fór á láni til Fulham á Englandi. Fáir sem engir byrjunarliðsmenn félagsins standa eftir frá því í fyrra og er liðið nánast einvörðungu skipað heimamönnum - enda fengu erlendir leikmenn sérstaka undanþágu frá knattspyrnuyfirvöldum til að yfirgefa úkraínsk félagslið vegna innrásarinnar. Það gerir sigur Shakhtar á Leipzig þeim mun merkilegri en næsta verkefni þeirra er að mæta Celtic frá Skotlandi í Varsjá annað kvöld. Forráðamenn félagsins komust hins vegar að því í vikunni að UEFA hefði selt sýningarrétt á leiknum til rússneskrar sjónvarpsstöðvar, Match TV, sem er í eigu orkurisans Gazprom. Gazprom var einn af aðalstyrktaraðilum Meistaradeildarinnar áður en innrás Rússa hófst en UEFA rifti þeim samningi einhliða eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. Vegna þessa er Shakhtar-mönnum fyrirmunað að skilja hvers vegna UEFA ákveður að semja við aðila á þess vegum nú. „Við erum bálreiðir yfir þessari ákvörðun. Árásarþjóðina þarf að einangra eins mikið og mögulegt er,“ segir háttsettur stjórnandi hjá Shakhtar. „Við erum andsnúnir ekki aðeins þátttöku rússneskra félagsliða í evrópskum keppnum, en við köllum einnig eftir því að Rússar verði útilokaðir frá öllum alþjóðlegum keppnum, þar á meðal þeim á snærum UEFA og FIFA.“ Leikur Shakhtar og Celtic er klukkan 16:45 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. Alla Meistaradeildarleiki á dagskrá hjá Stöð 2 Sport má sjá að neðan. Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Dagskráin í Meistaradeildinni í vikunni Þriðjudagur 13. september 16:45 Sporting - Tottenham (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Bayern München - Barcelona (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Leverkusen - At. Madrid (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Porto - Club Brugge (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Miðvikudagur 14. september 16:45 Shakhtar - Celtic (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Manchester City - Dortmund (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Real Madrid - RB Leipzig (Stöð 2 Sport 3) 19:00 Maccabi Haifa - PSG (Stöð 2 Sport 4) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu UEFA Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Fleiri fréttir „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Sjá meira