„Ég ætla bara ekkert að fara“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2022 14:38 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur haldið því á lofti að hann ætli að gefa sig aftur fram fyrir forsetakosningarnar 2024. AP/Mary Altaffer Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sagði starfsmönnum sínum og bandamönnum að hann ætlaði ekki að yfirgefa Hvíta húsið, þrátt fyrir að hafa skömmu áður tapað kosningum gegn Joe Biden. „Við förum aldrei. Hvernig getur þú farið þegar þú hefur unnið kosningar.“ Þetta kemur fram í nýrri bók sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, er að gefa út í haust. Fréttamenn CNN hafa séð kafla úr bókinni þar sem farið er yfir síðustu daga Trumps í hvíta húsinu og lygar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum. Trump hefur aldrei viðurkennt ósigur og viðleitni hans og bandamanna hans til að fá niðurstöðum kosninganna snúið er til rannsóknar hjá nokkrum löggæsluembættum og saksóknurum í Bandaríkjunum. Viðleitni þessi leiddi meðal annars til árásarinnar á þinghúsið í janúar í fyrra, þar sem stuðningsmenn hans reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Meðal annars hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kosningasjóð Trumps til rannsóknar. Forsetinn fyrrverandi hefur safnað fúlgum fjár á grundvelli lyga hans um kosningarnar 2020. Samkvæmt Haberman virtist Trump í fyrstu sætta sig við tapið. Hann spurði ráðgjafa sína út í hvað hefði farið úrskeiðis og viðurkenndi fyrir starfsfólki sínu að hann hefði tapað. Það var skömmu eftir kosningarnar 3. nóvember 2020 en tónninn í Trump mun hafa breyst hratt. Í janúar sagðist Trump ekki ætla að yfirgefa Hvíta húsið fyrir Joe Biden. Þá heyrðist Trump segja við Ronna McDaniel, formann Landsnefndar Repúblikanaflokksins, að hann ætlaði ekki að flytja. „Af hverju ætti ég að fara ef þau stálu þessu frá mér,“ mun Trump hafa sagt við hana. Haberman segir Trump hafa leitað ráða hjá öllum sem urðu á vegi hans um það hvernig hann gæti haldið völdum eftir embættistöku Bidens og búið áfram í Hvíta húsinu. Þeirra á meðal var þjónninn sem færði honum Diet Coke-dósir þegar forsetinn þáverandi ýtti á hnapp á skrifborði sínu í Hvíta húsinu. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri bók sem Maggie Haberman, blaðamaður New York Times, er að gefa út í haust. Fréttamenn CNN hafa séð kafla úr bókinni þar sem farið er yfir síðustu daga Trumps í hvíta húsinu og lygar hans um að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur í kosningunum. Trump hefur aldrei viðurkennt ósigur og viðleitni hans og bandamanna hans til að fá niðurstöðum kosninganna snúið er til rannsóknar hjá nokkrum löggæsluembættum og saksóknurum í Bandaríkjunum. Viðleitni þessi leiddi meðal annars til árásarinnar á þinghúsið í janúar í fyrra, þar sem stuðningsmenn hans reyndu að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita kosninganna. Meðal annars hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna kosningasjóð Trumps til rannsóknar. Forsetinn fyrrverandi hefur safnað fúlgum fjár á grundvelli lyga hans um kosningarnar 2020. Samkvæmt Haberman virtist Trump í fyrstu sætta sig við tapið. Hann spurði ráðgjafa sína út í hvað hefði farið úrskeiðis og viðurkenndi fyrir starfsfólki sínu að hann hefði tapað. Það var skömmu eftir kosningarnar 3. nóvember 2020 en tónninn í Trump mun hafa breyst hratt. Í janúar sagðist Trump ekki ætla að yfirgefa Hvíta húsið fyrir Joe Biden. Þá heyrðist Trump segja við Ronna McDaniel, formann Landsnefndar Repúblikanaflokksins, að hann ætlaði ekki að flytja. „Af hverju ætti ég að fara ef þau stálu þessu frá mér,“ mun Trump hafa sagt við hana. Haberman segir Trump hafa leitað ráða hjá öllum sem urðu á vegi hans um það hvernig hann gæti haldið völdum eftir embættistöku Bidens og búið áfram í Hvíta húsinu. Þeirra á meðal var þjónninn sem færði honum Diet Coke-dósir þegar forsetinn þáverandi ýtti á hnapp á skrifborði sínu í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Tengdar fréttir Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39 Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31 Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14 Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Sjá meira
Bannon aftur ákærður fyrir svik vegna múrsins Stephen Bannon, langtímabandamaður Donalds Trumps og fyrrverandi ráðgjafi hans í Hvíta húsinu, hefur verið ákærður fyrir svik og fjárþvætti. Saksóknarar í New York saka hann um að svindla á fólki í tengslum við fjáröflunina „We Build the Wall“ sem safna átti peningum til byggingar múrs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 8. september 2022 16:39
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Krafa Trumps samþykkt af dómara sem hann tilnefndi Dómari opinberaði í gær þá niðurstöðu sína að utanaðkomandi aðili myndi fara yfir gögnin sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á í Mar-a-Lago, sveitarklúbbi og heimili Donalds Trumps í Flórída. Dómarinn hefur líka meinað dómsmálaráðuneytinu tímabundið að nota gögnin sem haldlögð voru við mögulega rannsókn sem beinist að Trump. 6. september 2022 14:31
Fundu fjölmargar tómar möppur utan af leynigögnum Meðal þess sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) lögðu hald á við húsleit í Mar-a-Lago, sveitaklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í síðasta mánuði, voru tugir tómra mappa sem voru utan af leynilegum gögnum. 2. september 2022 16:14
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. 24. ágúst 2022 22:31
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent