„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 11:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði í rúmt ár í gegnum meiðsli aftan í læri en varð á endanum að taka hlé frá fótboltanum til að losna við meiðslin. Getty/Alex Pantling Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti Fleiri fréttir Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Villarreal - FCK | Hvað gerir Viktor á Spáni? Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Sjá meira
Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30
Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00
Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01
Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30