Svona er hópurinn: Aron og Alfreð snúa aftur Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:05 Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson, sem fóru með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, eru í landsliðshópnum. VÍSIR/VILHELM Aron Einar Gunnarsson, sem í áratug var fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, var í dag valinn að nýju í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru. Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira