Stöð 2 Sport
Kvennaboltinn á sviðið á Stöð 2 Sport í dag og við hefjum leik á viðureign Keflavíkur og Þórs/KA í Bestu-deild kvenna klukkan 13:50.
Klukkan 19:05 er svo komið að fyrsta leik körfuboltatímabilsins þegar Njarðvík og Haukar eigast við í Meistarakeppni KKÍ.
Stöð 2 Sport 2
Við færum okkur út fyrir landsteinana á Stöð 2 Sport 2 í dag og sýnum frá tveimur leikjum í ítalska boltanum og tveimur leikjum í NFL-deildinni.
Klukkan 10:20 hefst bein útsending frá viðureign Udinese og Inter áður en Monza tekur á móti Juventus klukkan 12:50.
Klukkan 17:00 hefst svo NFL-veislan þegar New Orleans Saints og Tampa Bay Buccaneers mætast áður en Los Angeles Raiders mætir Arizona Cardinals klukkan 20:20.
Stöð 2 Sport 3
Stöð 2 Sport 3 tekur að sér ítalska boltann og verða þrír leikir í beinni útsendingu á þeirri rás í dag. Klukkan 12:50 tekur Fiorentina á móti Hellas Verona og klukkan 15:50 sækir Atalanta Roma heim.
Klukkan 18:30 er svo komið að stórleik uferðarinnar þegar Ítalíumeistarar AC Milan taka á móti Napoli í sannkölluðum toppslag.
Stöð 2 Sport 5
Golfið á heima á Stöð 2 Sport 5 og verður sýnt frá þremur mótum í dag. Italian Open á DP World Tour fer af stað klukkan 11:30, klukkan 19:00 er komið að Portland Classic á LPGA-mótaröðinni og klukkan 22:00 er það Fortinet Championship á PGA-mótaröðinni sem loka golfdeginum.
Stöð 2 eSport
Rafíþróttirnar láta sig ekki vanta og klukkan 21:00 eru strákarnir í Sandkassanum með sinn vikulega þátt.
Stöð 2 Besta Deildin
Að lokum verða tveir leikir á dagskrá á hliðarrásum Bestu-deildarinnar, en klukkan 13:55 tekur KR á móti Selfyssingum í Bestu-deild kvenna og klukkan 19:10 er komið að viðureign Breiðabliks og Aftureldingar í sömu deild.