Erlent

Stór jarðskjálfti í Taívan

Bjarki Sigurðsson skrifar
Myndir af skemmdum innviðum hafa verið birtar á samfélagsmiðlum.
Myndir af skemmdum innviðum hafa verið birtar á samfélagsmiðlum.

Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 reið yfir Taívan fyrr í morgun en í kjölfar hans hefur jarðfræðistofnun Japan gefið út flóðbylgjuviðvörun.

Einhverjar skemmdir eru á innviðum í Taívan eftir skjálftann en á myndum á samfélagsmiðlum má sjá hús sem hafa hrunið vegna skjálftans. Í frétt CNN segir þrír séu fastir undir húsinu og vinna viðbragðsaðilar nú að því að bjarga fólkinu.

Tuttugu lestarfarþegar þurftu á aðstoð að halda eftir að lest sem þeir voru í fór af brautinni. Sem stendur hafa yfirvöld ekki greint frá neinum andlátum vegna skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×