Dvaldi í Leifsstöð í tvær vikur Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 19:46 Flestir Íslendingar hafa komið í Leifsstöð en ósennilegt er að margir hafi dvalið þar í heilar tvær vikur. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti nýverið úrskurð héraðsdóms þess efnis að karlmaður skyldi nauðungarvistaður á geðdeild í allt að 21 sólarhring. Hann hefur verið á geðdeild frá því að lögregla fylgdi honum þangað úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Þar hafði hann haldið til í tvær vikur eftir að hafa misst af flugi. Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur segir að maðurinn, sem samkvæmt heimildum fréttstofu er Íri, hafi að sögn lögreglu dvalið í Leifsstöð frá 16. ágúst síðastliðnum til 30. ágúst þegar lögregla færði hann á geðdeild að tilmælum bráðalæknis í Keflavík. Sýslumaður ákvað svo fyrsta dag septembermánaðar að maðurinn skyldi sæta nauðungarvistun á geðdeild í þrjár vikur. Maðurinn hafi að eigin sögn misst af flugi til Bandaríkjanna og síðan ekki komist þangað vegna skorts á vegabréfsáritun eða ESTA-heimild. Þá hafi hann að sögn lögreglu verið ósamvinnuþýður og ekki gefið upp neinar upplýsingar um sig utan þess að hafa sagst vera giftur heimsþekktum, nafngreindum áhrifavaldi sem hygðist útvega honum fé fyrir flugi til Bandaríkjanna. Nauðungarvistun óhjákvæmileg Í vottorði geðlæknis kom fram að maðurinn væri rólegur og ekki ógnandi en hann standi í dyrum herbergis síns, gefi ekki aðrar upplýsingar um fjölskylduhagi en að hann búi einn og gefi engar skýringar eða upplýsingar um ástand sitt, ýmist svari ekki spurningum eða svari þeim neitandi. Fram kemur að hegðun hans sé óvenjuleg og það séu vísbendingar um geðrof. Þá séu taldar verulegar líkur séu á að maðurinn sé haldinn geðklofa og því sé nánara mat og nauðungarvistun óhjákvæmileg. Á þetta mat féllst núverandi meðferðarlæknir mannsins. Í niðurstöðum héraðsdóms segir að það þyki nægilega sannað að verulegar líkur séu á því að maðurinn sé haldinn alvarlegum geðsjúkdómi. Þá eigi hann ekki í nein hús að venda hér á landi og hafi ekki burði til að koma sér til síns heimalands. Því verði ekki séð að vægari úrræði en nauðungarvistun séu tæk til að tryggja að ástand hans verði rannsakað, þannig að hann fái eftir atvikum viðeigandi lyfjagjöf, aðstoð, meðferð og eftirfylgni svo færa megi líðan hans til betri vegar og hjálpa honum að komast aftur til síns heima. Því féllst héraðsdómur ekki á kröfu mannsins um að nauðungarvistun hans, sem komið var á með ákvörðun sýslumanns, yrði aflétt.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Dómsmál Geðheilbrigði Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira