Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Kristján Már Unnarsson skrifar 19. september 2022 22:42 Ámundi Rúnar Sveinsson er verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Sigurjón Ólason Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru framkvæmdir skoðaðar. Þetta verður aðalleiðin milli Blönduóss og Skagastrandar en einnig hluti Þverárfjallsvegar til Sauðárkróks. Skagfirskir verktakar fengu verkið sem lægstbjóðendur fyrir 1.496 milljónir króna. „Það hefur gengið bara mjög vel. Þetta er efnisflutningur upp á tæpa 400 þúsund rúmmetra. Og við erum bara vel á áætlun með vegagerðina,“ segir Ámundi Rúnar Sveinsson, verkstjóri hjá Skagfirskum verktökum ehf. Frá vegagerðinni í Refasveit.Sigurjón Ólason Þeir eru með 25 manna hóp í vinnu, hafa sex búkollur, fimm gröfur og þrjár jarðýtur. Nýr vegarkafli frá Blönduósi að núverandi Þverárfjallsvegi verður átta kílómetra langur, nýr kafli Skagastrandarvegar þriggja kílómetra langur en einnig verða lagðar heimreiðar að sveitabæjum upp á fjóra kílómetra. „Já, þetta er stærsta verk sem við höfum tekið að okkur. Við erum verktakar úr Skagafirði, nokkrir saman, sem tókum okkur saman til þess að geta tekið þessi stóru verk.“ Gatnamótin við hringveginn færast nær Blönduósi og verða rétt utan bæjarins.Sigurjón Ólason -Nú eruð þið að vinna í Húnaþingi. Það hefur oft verið rígur á milli Húnvetninga og Skagfirðinga. Eru Húnvetningar ekkert ósáttir við að Skagfirðingar skuli vera að gera þetta? „Nei, nei, nei. Alls ekki. Við reynum að hafa nokkra Húnvetninga með okkur til að halda friðinn, bæði frá Blönduósi og Skagaströnd, og það gengur bara vel.“ -En þið þurfið að gera það til að halda friðinn, eða hvað? „Ja.. við getum orðað það þannig,“ svarar Ámundi Rúnar og hlær. Frá brúarsmíðinni yfir Laxá í Refasveit. Nýja brúin leysir af einbreiða brú á þjóðveginum.Sigurjón Ólason Helmingur mannskaparsins smíðar nýja brú yfir Laxá í Refasveit, sem telst um þriðjungur heildarverksins. VA-verktakar á Akureyri annast brúarsmíðina sem undirverktakar. Brúin verður stærðar mannvirki, 106 metra löng og hæð brúargólfsins yfir ánni á við fimm hæða hús. Heima í héraði fagna menn því að losna við gamla veginn, þótt hann sé lagður bundnu slitlagi. „Gamli vegurinn þolir engan veginn þá flutninga og umferð sem um hann er í dag. Þannig að þetta er bara brýn samgöngubót,“ segir Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn.Sigurjón Ólason Ámundi Rúnar segir nýja vegstæðið mikið betra og snjóléttara. „Styttir og gerir okkar leiðir innan þessa svæðis hér öruggari,“ segir Guðmundur Haukur. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2023. Verktakarnir vonast þó til að hægt verði að hleypa umferð á að minnsta kosti hluta vegarins fyrir verslunarmannahelgi á næsta ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Skagaströnd Skagafjörður Skagabyggð Umferðaröryggi Tengdar fréttir Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27. mars 2019 21:30