„Selfoss græðir á því og hún græðir á því“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 15:30 Ásdís Þóra Ágústsdóttir spilar með Selfyssingum í vetur. mynd/Selfoss Ásdís Þóra Ágústsdóttir kom að láni til Selfoss frá Val fyrir tímabilið í Olís-deildinni í handbolta og sérfræðingarnir í Seinni bylgjunni hafa mikla trú á að hún reynist nýliðunum dýrmæt. Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Ásdís Þóra átti sinn þátt í góðum sigri nýliðanna frá Selfossi gegn HK í fyrstu umferð. Hún sleit krossband í hné fyrir einu og hálfu ári síðan, þá nýbúin að skrifa undir sinn fyrsta atvinnumannssamning við sænska félagið Lugi. Hún sneri aftur til Vals í sumar, þar sem hún hefur leikið undir stjórn pabba síns, Ágústs Jóhannssonar, en fór að láni til Selfoss eins og fyrr segir. „Það að Selfyssingar fái leikstjórnanda, og leikmann sem verið hefur í efstu deild, í lykilhlutverki því hún var í stóru hlutverki hjá Val áður en hún fór út, það gefur liðinu helling,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir í Seinni bylgjunni í gærkvöld. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Ásdís Þóra í Selfossi „Mér fannst hún smellpassa inn í spilastíl Selfoss,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir og bætti við: „Hún hefur gríðarlegan skilning á handknattleik, eins og við sáum á þessum sendingum. Mér fannst hún pínu róleg í þessum leik en maður sá hvað hún passar vel inn í þennan hóp. Bæði fyrir liðið og hana, eftir svona erfið meiðsli, að fá traustið og spila er mjög gott næsta skref hjá henni.“ Þurfi að nýta tímann vel Aðspurður hvort ekki væri mikilvægt fyrir Selfoss að nýta tímann vel á meðan að Ásdís Þóra væri til staðar, þar sem ekki væri vitað hvenær hún færi aftur á Hlíðarenda, sagði Árni Stefán Guðjónsson: „Engin spurning. Ásdís er algjör gæðaleikmaður og á eftir að spila sig í betra stand eftir þessi erfiðu meiðsli sem hún glímdi við. En það væri frábært fyrir Selfossliðið að ná að vinna eins mikið af leikjum og hægt er meðan hún er enn með þeim.“ „Maður veit svo sem ekki hvenær hún fer til baka. Bensínverðið fer hækkandi og Gústi verður kannski orðinn brjálaður um áramótin,“ sagði Árni léttur og bætti við: „Valsliðið er vel mannað eins og er, og á meðan svo er þá er þetta „win-win“ staða. Selfoss græðir á því og hún græðir á því.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Valur Seinni bylgjan Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Fleiri fréttir ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn