Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 95-72 Njarðvík | Keflvíkingar vinna slaginn um Reykjanesbæ Atli Arason skrifar 21. september 2022 22:05 Anna Ingunn gerði 17 stig fyrir Keflavík í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslandsmeistarar Njarðvíkur hófu titilvörn sína á ósigri gegn erkifjendunum í Keflavík, 95-72. Sigur Keflvíkinga var sanngjarn og er liðið til alls líklegt á komandi tímabili. Njarðvíkingar voru skrefi á undan í byrjun leiks, Aliyah Collier gerði fyrstu stig leiksins af vítalínunni en gestirnir leiddu nánast allan fyrsta leikhluta, eða alveg þangað til að Keflavík náði forskotinu eftir átta mínútna leik þegar Karina Konstantinova gerði tvö stig af vítalínunni. Karina var stigahæst hjá Keflavík í fyrsta leikhluta með sjö stig, allt af vítalínunni. Collier sá hins vegar til þess að Njarðvík skoraði jafn mikið og Keflavík gerði í fyrsta leikhluta með sniðskoti sem fór ofan í undir lok fyrsta fjórðungs, sem endaði með jafntefli, 16-16. Annar leikhluti var jafn frá upphafi til enda. Liðin skiptust á því að skora og leiða leikinn en hvorugt lið náði meira en fimm stiga forskoti áður en að Anna Ingunn Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur skorar úr stökkskoti undir lok leikhlutans og fær víti að auki. Anna setur vítaskotið niður og Keflavík leiddi með sjö stigum í hálfleik, 41-34. Keflvíkingar virtust ætla að ganga frá leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Heimakonur skoruðu fyrstu fimm stig leikhlutans og náðu 13 stiga forskoti, sem var mesti munur á milli liðanna til þessa. Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, tekur þá leikhlé sem virðist kveikja í sínum leikmönnum en Njarðvíkingar skoruðu næstu 13 stig í röð til að jafna leikinn aftur, 47-47. Þá varð leikurinn aftur í jafnvægi þar sem bæði lið skiptust á því að ná forystunni áður en Agnes María Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur, klárar leikhlutan á þriggja stiga körfu og Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokaleikhlutann, 62-58. Síðasti leikhlutinn var eign Keflvíkinga frá upphafi til enda. Heimakonur bættu hægt og rólega í forskot sitt á meðan ekkert virtist ganga upp hjá Njarðvík. Ekki hjálpaði það til að einn besti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, neyddist til að fara af leikvelli með sína fimmtu villu þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Fór svo að lokum að Keflavík vann sanngjarnan 23 stiga sigur, 95-72. Afhverju vann Keflavík? Varnarleikur Keflavíkur verður að fá risastór hrós. Heimakonum tókst að þvinga leikmenn Njarðvíkur í erfið skot, tapaða bolta og villuvandræði. Liðin tóku svipaðan fjölda af fráköstum í leiknum en Njarðvík tapaði boltanum átta sinnum oftar en Keflavík sem varð til þess að Keflvíkingar fengu m.a. fleiri skottilraunir. Hverjar stóðu upp úr? Keflvíkingurinn Daniela Wallen var frábær með 22 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Anna Ingunn steig einnig upp í liði Keflavíkur þegar á þurfti en Anna gerði 17 stig í leiknum. Hjá Njarðvík var Aliyah Collier stigahæst með 19 stig. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara næst í heimsókn til Breiðabliks næsta miðvikudag en sama dag taka Njarðvíkingar á móti Grindvíkingum í Ljónagryfjunni. „Ekki nógu sterkar á svellinu í dag“ Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur.Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur við þá frammistöðu sem liðið sitt sýndi í kvöld. „Við ætluðum að koma hingað í fyrsta leik í deildinni og vinna góðan sigur. Það var að sjálfsögðu markmiðið en við vorum bara ekki nógu sterkar á svellinu í dag. Við vorum ekki tilbúnar í hörkuna sem Keflavík bauð upp á. Mér fannst við ekki hreyfa boltann nógu vel og opnuðum okkur ekki nógu snemma. Við gerðum þetta erfitt fyrir okkur á löngum köflum. Við svöruðum mjög vel í seinni hálfleik þegar við skorum einhver 14 stig í röð og jöfnum leikinn. Svo eru það villu vandræði sem gera okkur erfitt fyrir, bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvíkingar lentu snemma í villu vandræðum og þurftu því að rótera aðeins of mikið í liðinu að mati Rúnars. „Leikstjórnandinn okkar, Raquel Laniero, fær þrjár villur snemma í fyrsta leikhluta og þarf að sitja út þangað til snemma í þriðja leikhluta. Það breytir öllu hvernig við erum að hlaupa, Collier þarf þá, á móti þessari hörku pressuvörn hjá Keflvíkingum, að stíga upp og eyða mikilli orku í að koma upp með boltann en það er eitthvað sem við erum að reyna að forðast. Collier lendir svo í villu vandræðum í seinni hálfleik en þetta eru þeir tveir leikmenn sem við megum illa við að lendi í einhverjum villu vandræðum í vetur. Við [þjálfarateymið] þurfum einfaldlega að vera klókari í vali á andstæðingum sem þessar tvær dekka og annað slíkt. Keflavíkur liðið fær hrós, þær mættu þvílíkt tilbúnar til leiks í dag með úrslitakeppnis hörku. Við vorum ekki nógu sterkar að svara.“ Njarðvíkingar ætla að setja þetta tap í reynslubankann. Framundan er mikilvægur leikur við Grindavík, sem vann deildarmeistara Fjölnis fyrr í kvöld. „Allir þjálfarar eru á þessum árstíma að skoða liðin sín. Við skorðum yfir 90 stig gegn Haukum fyrir þrem dögum síðan. Við erum alveg jafn góðar í dag og við vorum í gær. Þetta snýst bara um hugarfar, hvernig þú tekst á við pressu, hvernig þú tekst á við mótlæti og hvernig þú tekst á við það þegar dómarinn er ekki að gefa þér þær villur sem þú vilt fá. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel fyrir Grindavík, þær eru mjög góðar og allt öðruvísi lið en Keflavík. Við þurfum að ná í allt það góða í okkar leik og mæta andlega meira tilbúnar og þá eigum við góðan séns á móti Grindavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Allar sem komu inn á í dag voru í plús“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. vísir/sigurjón Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að vera glaður eftir sigur á erkifjendunum í Njarðvík. „Ég er mjög sáttur með liðsframmistöðuna í dag. Allar sem komu inn á í dag voru í plús í plús/mínus tölfræðiþættinum sem er góðs viti fyrir okkur,“ sagði Hörður í viðtali við Vísi eftir leik en hann telur sig geta lært mikið af viðureign þessara liða. „Það er margt jákvætt og margt neikvætt. Við náum upp góðri forystu í þessum leik en náum líka að glutra henni niður en það er eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir. Heilt yfir var þetta jákvæður leikur og ég er ánægður með frammistöðuna.“ Hörður telur þó 23 stiga sigur Keflavíkur á Njarðvík ekki gefa rétta mynd á þeim mun sem er á milli liðanna í dag. „Við erum búnar að sjá einn leik hjá þeim og þær hafa ekki séð neinn leik hjá okkur. Þær vissu ekkert hvað við myndum gera. Ofan á það var Njarðvík að spila á sunnudaginn þannig þetta gefur kannski ekki alveg rétta mynd á muninum á milli liðanna.“ Keflavík stillti upp tveimur nýjum leikmönnum í byrjunarliði sínu í kvöld en Birna Valgerður Benónýsdóttir og Karina Konstantinova byrjuðu báðar. Hörður er sáttur með þeirra frammistöðu, sem og alls liðsins. „Bara mjög vel eins og allar aðrar. Birna var mjög góð og Karina var það líka. Karina stjórnaði spilinu vel framan af og kom svo aftur inn á og var mjög góð og mikilvæg fyrir okkur á mikilvægum köflum í leiknum.“ Með Birnu Valgerði og Eylgó Kristínu eru Keflvíkingar með tvo leikmenn í kringum 190 cm á hæð sem geta spilað saman undir körfunni. Þær deildur mínútunum á milli sín í kvöld en Hörður kveðst spenntur yfir þeim möguleikum sem honum býðst í leikmannahóp sínum. „Ég mun gera allskonar. Í dag spilaði ég Önnu Láru [Vignisdóttur] og Dani [Wallen] saman sem fjarka og fimmu en ég mun líka spila með Eygló og Birnu. Ég mun blanda þessu á allavegu en það er geggjað að vera með svona djúpan og góðan hóp, þá getur maður leikið sér með allskonar hluti,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur. Subway-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Njarðvík Körfubolti
Íslandsmeistarar Njarðvíkur hófu titilvörn sína á ósigri gegn erkifjendunum í Keflavík, 95-72. Sigur Keflvíkinga var sanngjarn og er liðið til alls líklegt á komandi tímabili. Njarðvíkingar voru skrefi á undan í byrjun leiks, Aliyah Collier gerði fyrstu stig leiksins af vítalínunni en gestirnir leiddu nánast allan fyrsta leikhluta, eða alveg þangað til að Keflavík náði forskotinu eftir átta mínútna leik þegar Karina Konstantinova gerði tvö stig af vítalínunni. Karina var stigahæst hjá Keflavík í fyrsta leikhluta með sjö stig, allt af vítalínunni. Collier sá hins vegar til þess að Njarðvík skoraði jafn mikið og Keflavík gerði í fyrsta leikhluta með sniðskoti sem fór ofan í undir lok fyrsta fjórðungs, sem endaði með jafntefli, 16-16. Annar leikhluti var jafn frá upphafi til enda. Liðin skiptust á því að skora og leiða leikinn en hvorugt lið náði meira en fimm stiga forskoti áður en að Anna Ingunn Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur skorar úr stökkskoti undir lok leikhlutans og fær víti að auki. Anna setur vítaskotið niður og Keflavík leiddi með sjö stigum í hálfleik, 41-34. Keflvíkingar virtust ætla að ganga frá leiknum í upphafi síðari hálfleiks. Heimakonur skoruðu fyrstu fimm stig leikhlutans og náðu 13 stiga forskoti, sem var mesti munur á milli liðanna til þessa. Rúnar Ingi, þjálfari Njarðvíkur, tekur þá leikhlé sem virðist kveikja í sínum leikmönnum en Njarðvíkingar skoruðu næstu 13 stig í röð til að jafna leikinn aftur, 47-47. Þá varð leikurinn aftur í jafnvægi þar sem bæði lið skiptust á því að ná forystunni áður en Agnes María Svansdóttir, leikmaður Keflavíkur, klárar leikhlutan á þriggja stiga körfu og Keflavík leiddi með fjórum stigum fyrir lokaleikhlutann, 62-58. Síðasti leikhlutinn var eign Keflvíkinga frá upphafi til enda. Heimakonur bættu hægt og rólega í forskot sitt á meðan ekkert virtist ganga upp hjá Njarðvík. Ekki hjálpaði það til að einn besti leikmaður deildarinnar, Aliyah Collier, neyddist til að fara af leikvelli með sína fimmtu villu þegar leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Fór svo að lokum að Keflavík vann sanngjarnan 23 stiga sigur, 95-72. Afhverju vann Keflavík? Varnarleikur Keflavíkur verður að fá risastór hrós. Heimakonum tókst að þvinga leikmenn Njarðvíkur í erfið skot, tapaða bolta og villuvandræði. Liðin tóku svipaðan fjölda af fráköstum í leiknum en Njarðvík tapaði boltanum átta sinnum oftar en Keflavík sem varð til þess að Keflvíkingar fengu m.a. fleiri skottilraunir. Hverjar stóðu upp úr? Keflvíkingurinn Daniela Wallen var frábær með 22 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar. Anna Ingunn steig einnig upp í liði Keflavíkur þegar á þurfti en Anna gerði 17 stig í leiknum. Hjá Njarðvík var Aliyah Collier stigahæst með 19 stig. Hvað gerist næst? Keflvíkingar fara næst í heimsókn til Breiðabliks næsta miðvikudag en sama dag taka Njarðvíkingar á móti Grindvíkingum í Ljónagryfjunni. „Ekki nógu sterkar á svellinu í dag“ Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkur.Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur við þá frammistöðu sem liðið sitt sýndi í kvöld. „Við ætluðum að koma hingað í fyrsta leik í deildinni og vinna góðan sigur. Það var að sjálfsögðu markmiðið en við vorum bara ekki nógu sterkar á svellinu í dag. Við vorum ekki tilbúnar í hörkuna sem Keflavík bauð upp á. Mér fannst við ekki hreyfa boltann nógu vel og opnuðum okkur ekki nógu snemma. Við gerðum þetta erfitt fyrir okkur á löngum köflum. Við svöruðum mjög vel í seinni hálfleik þegar við skorum einhver 14 stig í röð og jöfnum leikinn. Svo eru það villu vandræði sem gera okkur erfitt fyrir, bæði í fyrri hálfleik og seinni hálfleik,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. Njarðvíkingar lentu snemma í villu vandræðum og þurftu því að rótera aðeins of mikið í liðinu að mati Rúnars. „Leikstjórnandinn okkar, Raquel Laniero, fær þrjár villur snemma í fyrsta leikhluta og þarf að sitja út þangað til snemma í þriðja leikhluta. Það breytir öllu hvernig við erum að hlaupa, Collier þarf þá, á móti þessari hörku pressuvörn hjá Keflvíkingum, að stíga upp og eyða mikilli orku í að koma upp með boltann en það er eitthvað sem við erum að reyna að forðast. Collier lendir svo í villu vandræðum í seinni hálfleik en þetta eru þeir tveir leikmenn sem við megum illa við að lendi í einhverjum villu vandræðum í vetur. Við [þjálfarateymið] þurfum einfaldlega að vera klókari í vali á andstæðingum sem þessar tvær dekka og annað slíkt. Keflavíkur liðið fær hrós, þær mættu þvílíkt tilbúnar til leiks í dag með úrslitakeppnis hörku. Við vorum ekki nógu sterkar að svara.“ Njarðvíkingar ætla að setja þetta tap í reynslubankann. Framundan er mikilvægur leikur við Grindavík, sem vann deildarmeistara Fjölnis fyrr í kvöld. „Allir þjálfarar eru á þessum árstíma að skoða liðin sín. Við skorðum yfir 90 stig gegn Haukum fyrir þrem dögum síðan. Við erum alveg jafn góðar í dag og við vorum í gær. Þetta snýst bara um hugarfar, hvernig þú tekst á við pressu, hvernig þú tekst á við mótlæti og hvernig þú tekst á við það þegar dómarinn er ekki að gefa þér þær villur sem þú vilt fá. Við þurfum bara að undirbúa okkur vel fyrir Grindavík, þær eru mjög góðar og allt öðruvísi lið en Keflavík. Við þurfum að ná í allt það góða í okkar leik og mæta andlega meira tilbúnar og þá eigum við góðan séns á móti Grindavík,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur. „Allar sem komu inn á í dag voru í plús“ Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, ásamt Hannesi S. Jónssyni, formanni KKÍ. vísir/sigurjón Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að vera glaður eftir sigur á erkifjendunum í Njarðvík. „Ég er mjög sáttur með liðsframmistöðuna í dag. Allar sem komu inn á í dag voru í plús í plús/mínus tölfræðiþættinum sem er góðs viti fyrir okkur,“ sagði Hörður í viðtali við Vísi eftir leik en hann telur sig geta lært mikið af viðureign þessara liða. „Það er margt jákvætt og margt neikvætt. Við náum upp góðri forystu í þessum leik en náum líka að glutra henni niður en það er eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir. Heilt yfir var þetta jákvæður leikur og ég er ánægður með frammistöðuna.“ Hörður telur þó 23 stiga sigur Keflavíkur á Njarðvík ekki gefa rétta mynd á þeim mun sem er á milli liðanna í dag. „Við erum búnar að sjá einn leik hjá þeim og þær hafa ekki séð neinn leik hjá okkur. Þær vissu ekkert hvað við myndum gera. Ofan á það var Njarðvík að spila á sunnudaginn þannig þetta gefur kannski ekki alveg rétta mynd á muninum á milli liðanna.“ Keflavík stillti upp tveimur nýjum leikmönnum í byrjunarliði sínu í kvöld en Birna Valgerður Benónýsdóttir og Karina Konstantinova byrjuðu báðar. Hörður er sáttur með þeirra frammistöðu, sem og alls liðsins. „Bara mjög vel eins og allar aðrar. Birna var mjög góð og Karina var það líka. Karina stjórnaði spilinu vel framan af og kom svo aftur inn á og var mjög góð og mikilvæg fyrir okkur á mikilvægum köflum í leiknum.“ Með Birnu Valgerði og Eylgó Kristínu eru Keflvíkingar með tvo leikmenn í kringum 190 cm á hæð sem geta spilað saman undir körfunni. Þær deildur mínútunum á milli sín í kvöld en Hörður kveðst spenntur yfir þeim möguleikum sem honum býðst í leikmannahóp sínum. „Ég mun gera allskonar. Í dag spilaði ég Önnu Láru [Vignisdóttur] og Dani [Wallen] saman sem fjarka og fimmu en ég mun líka spila með Eygló og Birnu. Ég mun blanda þessu á allavegu en það er geggjað að vera með svona djúpan og góðan hóp, þá getur maður leikið sér með allskonar hluti,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum