Eiður og Sigurvin velja gallana í kostulegri auglýsingu Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 12:30 Sigurvin Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen eiga fyrir höndum afskaplega mikilvægan leik sem þjálfarar FH þar sem möguleiki er á titli og evrum. skjáskot/@fhingar Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurvin Ólafsson, sem tóku við þjálfun FH í sumar, virðast ætla að velja þægindi fram yfir annað þegar kemur að fatavalinu á úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta eftir rúma viku. Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni. Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira
Eiður og Sigurvin hafa vakið athygli fyrir að klæðast gráum íþróttagöllum, eða hreinlega kósýgöllum, á hliðarlínunni á leikjum FH í sumar. Nú þegar einn stærsti leikur sumarsins er framundan, þar sem ræðst hvort FH kemst í Evrópukeppni næsta sumar með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi, stendur ekki til að þjálfararnir breyti út af vananum og fari í jakkafötin. Í skemmtilegri auglýsingu FH-inga vegna leiksins, sem sjá má hér að neðan, ýta þeir Eiður og Sigurvin að minnsta kosti skyrtunum til hliðar í skápnum og draga fram gallana, sýnilega ánægðir með sitt val. Auglýsinguna má sjá hér að neðan. Þessir gallar eru einum leik frá Evrópu!Miðasala í fullum gangi. https://t.co/OmRXgjUNt6 pic.twitter.com/wgoYZGKhDw— FHingar (@fhingar) September 23, 2022 FH og Víkingur mætast í bikarúrslitaleiknum laugardaginn 1. október og er miðasala á tix.is. Svo gæti farið að FH verði bikarmeistari og hljóti Evrópusæti en falli samt niður í 1. deild. Liðið er í fallsæti fyrir fimm leikja törnina í október þar sem úrslitin ráðast. Víkingar eiga aftur á móti enn möguleika á að vinna tvöfalt eins og í fyrra en þá þarf mikið að breytast í Bestu deildinni. Bikarúrslitaleikurinn skiptir ekki aðeins miklu máli fyri FH og Víking heldur gæti hann einnig haft mikið að segja fyrir önnur lið í Bestu deildinni, sérstaklega KA. Ef FH vinnur bikarúrslitaleikinn er ljóst að aðeins tvö efstu lið Bestu deildarinnar munu fá sæti í Evrópukeppni, en vinni Víkingar og endi í öðru af tveimur efstu sætum deildarinnar mun liðið í 3. sæti einnig komast í Evrópukeppni.
Fótbolti FH Mjólkurbikar karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Fleiri fréttir Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Sjá meira