Ísland best í heimi? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 23. september 2022 11:30 Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd. Í samanburði sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum má sjá að launamunur kynjanna er meiri á Ísland en sem nemur meðaltali OECD ríkjanna allra. Þannig er Ísland í 26. sæti á lista yfir 38 lönd. Þó að vissulega verði að árétta að atvinnuþátttaka kvenna er mjög ólík milli landanna verður seint sagt að árangur okkar í jafnlaunabaráttunni sé beysinn. Íslenskar og norrænar rannsóknir sýna að kynskiptur vinnumarkaður er ein helsta skýringin á launamuni kynjanna. Í því felst meðal annars að konur og karlar gegna ólíkum störfum á vinnumarkaði og kynjaskipting milli starfsgreina er áberandi. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á opinberum vinnumarkaði líkt og í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntakerfinu. Laun karla eru þó alltaf hærri en kvenna óháð því hvort þeir starfa á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Launamunur kynjanna er staðreynd Þegar fjallað er um launamun kynjanna er gjarnan litið til mismunandi mælikvarða og sitt sýnist hverjum hvað ber að líta til hverju sinni. Sú staðreynd að ekki er til einn algildur mælikvarði á launamun kynjanna hefur gert umræðunni erfitt fyrir þar sem hártoganir um tölfræðilegar skilgreiningar vandans hafa tafið fyrir áherslu á lausnir. Launamunur kynjanna endurspeglar flókin samfélagsleg viðfangsefni sem erfitt getur reynst að túlka með einni tölu. Því er þörf á mismunandi mæliaðferðum sem endurspegla mismunandi sjónarhorn. Í rannsókn Hagstofu Íslands um launamun karla og kvenna frá 2021 kemur fram að launamunurinn er til staðar óháð því hvort litið er til atvinnutekna, óleiðrétts eða leiðrétts launamunar. Bent er á að ein leið sé ekki réttari en önnur heldur þurfi að velja leið eftir því hvað á að skoða hverju sinni en æskilegt sé að skoða mismunandi mælikvarða og athuga vel hvaða þættir útskýra þann launamun sem er enn til staðar og nauðsynlegt sé að horfa á heildarmyndina. Mikilvægt sé að velta upp spurningum á borð við af hverju laun í svokölluðum kvennastéttum séu lægri en laun í hefðbundnum karlastéttum. Þá er vert að árétta að leiðréttur launamunur metur atvinnugrein sem málefnalega skýribreytu. Það þýðir að þegar horft er til leiðrétts launamunar er í raun búið að útskýra launamuninn með starfsvali kvenna sem skipa að meirihluta til ákveðnar starfstéttir sem oft eru nefndar kvennastéttir. Niðurstaðan er samt ótvíræð, launamunur kynjanna er staðreynd óháð því við hvaða mælikvarða er notast. Af hverju gengur svona hægt að útrýma launamuninum? Ástæðuna fyrir því hve hægt gengur að draga úr launamun kynjanna má meðal annars rekja til þess að fram til þessa hefur verið lögð rík áhersla á jafnrétti innan vinnustaðarins líkt og með jafnlaunavottun en ekki þvert á vinnustaði. Fram til þessa hefur því lítil sem engin áhersla verið lögð á að vinna gegn launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði s.s. að meta þá þætti í störfum kvennastétta sem gjarnan eru vanmetnir líkt og sköpun óáþreifanlegra verðmæta, tilfinningalegs álags, ábyrgðar á velferð fólks og krefjandi vinnuumhverfis. Þetta er kerfisbundið misrétti og „kerfið“, þ.e. stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins verða að grípa til framsækinna aðgerða sem vinna markvisst að því að útrýma launamisrétti. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna að ein skilvirkasta aðgerðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í virðismati starfa. Konur og karlar vinna ólík störf á ólíkum vinnustöðum og því er næsta skref að útvíkka samanburðinn til að meta megi heildstætt virði ólíkra starfa sem heyra undir sama atvinnurekanda en unnin eru á mismunandi vinnustöðum. Í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020 skipaði forsætisráðherra starfshóp sem skilaði tillögum að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Í kjölfar tillagnanna skipaði forsætisráðherra aðgerðahóp um launajafnrétti sem hefur það hlutverk að byggja upp þekkingu, prufa sig áfram í nýjum leiðum að virðismati og búa til verkfæri til að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa á grundvelli tillagnanna. Gárum vatnið Í þeirri viðleitni að finna fyrirmyndir í baráttunni fyrir launajafnrétti hefur verið rannsakað hvaða aðgerða önnur lönd hafa gripið til. Flest eru þau enn að vinna að því markmiði að tryggja jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf innan vinnustaða en eftir því sem næst verður komist eru bara tvö önnur lönd sem hafa lagt áherslu á að bregðast við launamisrétti sem skapast af kynskiptum vinnumarkaði. Í Nýja-Sjálandi og Kanada hefur jafnréttislöggjöf verið breytt að því markmiði að setja á oddinn vinnu við að leiðrétta sögulegt vanmat á virði starfa svokallaðra kvennastétta en aðferðir landanna tveggja eru mjög ólíkar. Lítil reynsla er enn sem komið er í Kanada þar sem löggjöfin er nýbúin að taka gildi og þriggja ára aðlögunartímabil vinnustaða að löggjöfinni er hafið. Reynsla Nýja-Sjálands sýnir að með því að leggja áherslu á að leiðrétta kerfisbundið vanmat á virði starfa kvennastétta megi taka stærsta mögulega stökkið í áttina að því að útrýma launamun kynjanna. Á árstímabili, þ.e. frá júní 2020 þegar byrjað var að vinna við að breyta virðismatskerfi hjá ríkinu og þar til í maí 2021 minnkaði launamunur kynjanna um 4,3 prósent eða úr 13,4 prósent í 9,09 prósent. Virðismatskerfið þeirra heitir „Te Orowaru“ sem þýðir að gára vatnið. Markmið verkfærisins er að gera öllum vinnustöðum kleift að draga fram ósýnilegar, óviðurkenndar og vanmetnar kröfur í störfum kvennastétta, meta störf með heildstæðum hætti og gera samanburð á störfum þvert á vinnustaði. Með nafngiftinni er undirstrikað markmið þeirra um að gára vatnið til að stuðla að breytingum í gegnum kerfið í heild sinni, fyrir vinnustaðina og samfélagið allt. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á mikilvægi starfa stórra kvennastétta en flestar þeirra starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Verkefnið framundan er að vinna bug á því sögulega og kerfisbundna misrétti sem þessar mikilvægu stéttir hafa búið við frá því störfin komu fyrst til og leiðrétta skakkt verðmætamat á virði kvennastarfa með aðgerðum. Þannig má vinna gegn viðvarandi og fyrirsjáanlegum mönnunarskorti og stuðla að því að Ísland verði í forystu á alþjóðavettvangi þegar kemur að jafnlaunamálum. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Jafnréttismál Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Mörg telja að fullu jafnrétti sé náð hér á landi vegna þess að Ísland trónir gjarnan á toppi alþjóðlegra lista sem mæla stöðu jafnréttis meðal kvenna og karla. Ef við skoðum hins vegar stöðuna út frá einstaka þáttum birtist okkur önnur mynd. Í samanburði sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum má sjá að launamunur kynjanna er meiri á Ísland en sem nemur meðaltali OECD ríkjanna allra. Þannig er Ísland í 26. sæti á lista yfir 38 lönd. Þó að vissulega verði að árétta að atvinnuþátttaka kvenna er mjög ólík milli landanna verður seint sagt að árangur okkar í jafnlaunabaráttunni sé beysinn. Íslenskar og norrænar rannsóknir sýna að kynskiptur vinnumarkaður er ein helsta skýringin á launamuni kynjanna. Í því felst meðal annars að konur og karlar gegna ólíkum störfum á vinnumarkaði og kynjaskipting milli starfsgreina er áberandi. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á opinberum vinnumarkaði líkt og í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntakerfinu. Laun karla eru þó alltaf hærri en kvenna óháð því hvort þeir starfa á almennum eða opinberum vinnumarkaði. Launamunur kynjanna er staðreynd Þegar fjallað er um launamun kynjanna er gjarnan litið til mismunandi mælikvarða og sitt sýnist hverjum hvað ber að líta til hverju sinni. Sú staðreynd að ekki er til einn algildur mælikvarði á launamun kynjanna hefur gert umræðunni erfitt fyrir þar sem hártoganir um tölfræðilegar skilgreiningar vandans hafa tafið fyrir áherslu á lausnir. Launamunur kynjanna endurspeglar flókin samfélagsleg viðfangsefni sem erfitt getur reynst að túlka með einni tölu. Því er þörf á mismunandi mæliaðferðum sem endurspegla mismunandi sjónarhorn. Í rannsókn Hagstofu Íslands um launamun karla og kvenna frá 2021 kemur fram að launamunurinn er til staðar óháð því hvort litið er til atvinnutekna, óleiðrétts eða leiðrétts launamunar. Bent er á að ein leið sé ekki réttari en önnur heldur þurfi að velja leið eftir því hvað á að skoða hverju sinni en æskilegt sé að skoða mismunandi mælikvarða og athuga vel hvaða þættir útskýra þann launamun sem er enn til staðar og nauðsynlegt sé að horfa á heildarmyndina. Mikilvægt sé að velta upp spurningum á borð við af hverju laun í svokölluðum kvennastéttum séu lægri en laun í hefðbundnum karlastéttum. Þá er vert að árétta að leiðréttur launamunur metur atvinnugrein sem málefnalega skýribreytu. Það þýðir að þegar horft er til leiðrétts launamunar er í raun búið að útskýra launamuninn með starfsvali kvenna sem skipa að meirihluta til ákveðnar starfstéttir sem oft eru nefndar kvennastéttir. Niðurstaðan er samt ótvíræð, launamunur kynjanna er staðreynd óháð því við hvaða mælikvarða er notast. Af hverju gengur svona hægt að útrýma launamuninum? Ástæðuna fyrir því hve hægt gengur að draga úr launamun kynjanna má meðal annars rekja til þess að fram til þessa hefur verið lögð rík áhersla á jafnrétti innan vinnustaðarins líkt og með jafnlaunavottun en ekki þvert á vinnustaði. Fram til þessa hefur því lítil sem engin áhersla verið lögð á að vinna gegn launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði s.s. að meta þá þætti í störfum kvennastétta sem gjarnan eru vanmetnir líkt og sköpun óáþreifanlegra verðmæta, tilfinningalegs álags, ábyrgðar á velferð fólks og krefjandi vinnuumhverfis. Þetta er kerfisbundið misrétti og „kerfið“, þ.e. stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins verða að grípa til framsækinna aðgerða sem vinna markvisst að því að útrýma launamisrétti. Fjölmargar erlendar rannsóknir sýna að ein skilvirkasta aðgerðin til að stuðla að jöfnum launum fyrir jafnverðmæt störf felst í virðismati starfa. Konur og karlar vinna ólík störf á ólíkum vinnustöðum og því er næsta skref að útvíkka samanburðinn til að meta megi heildstætt virði ólíkra starfa sem heyra undir sama atvinnurekanda en unnin eru á mismunandi vinnustöðum. Í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB og ríkis og sveitarfélaga í mars 2020 skipaði forsætisráðherra starfshóp sem skilaði tillögum að aðgerðum til að útrýma launamun sem stafar af kynskiptum vinnumarkaði. Í kjölfar tillagnanna skipaði forsætisráðherra aðgerðahóp um launajafnrétti sem hefur það hlutverk að byggja upp þekkingu, prufa sig áfram í nýjum leiðum að virðismati og búa til verkfæri til að leiðrétta skakkt verðmætamat kvennastarfa á grundvelli tillagnanna. Gárum vatnið Í þeirri viðleitni að finna fyrirmyndir í baráttunni fyrir launajafnrétti hefur verið rannsakað hvaða aðgerða önnur lönd hafa gripið til. Flest eru þau enn að vinna að því markmiði að tryggja jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf innan vinnustaða en eftir því sem næst verður komist eru bara tvö önnur lönd sem hafa lagt áherslu á að bregðast við launamisrétti sem skapast af kynskiptum vinnumarkaði. Í Nýja-Sjálandi og Kanada hefur jafnréttislöggjöf verið breytt að því markmiði að setja á oddinn vinnu við að leiðrétta sögulegt vanmat á virði starfa svokallaðra kvennastétta en aðferðir landanna tveggja eru mjög ólíkar. Lítil reynsla er enn sem komið er í Kanada þar sem löggjöfin er nýbúin að taka gildi og þriggja ára aðlögunartímabil vinnustaða að löggjöfinni er hafið. Reynsla Nýja-Sjálands sýnir að með því að leggja áherslu á að leiðrétta kerfisbundið vanmat á virði starfa kvennastétta megi taka stærsta mögulega stökkið í áttina að því að útrýma launamun kynjanna. Á árstímabili, þ.e. frá júní 2020 þegar byrjað var að vinna við að breyta virðismatskerfi hjá ríkinu og þar til í maí 2021 minnkaði launamunur kynjanna um 4,3 prósent eða úr 13,4 prósent í 9,09 prósent. Virðismatskerfið þeirra heitir „Te Orowaru“ sem þýðir að gára vatnið. Markmið verkfærisins er að gera öllum vinnustöðum kleift að draga fram ósýnilegar, óviðurkenndar og vanmetnar kröfur í störfum kvennastétta, meta störf með heildstæðum hætti og gera samanburð á störfum þvert á vinnustaði. Með nafngiftinni er undirstrikað markmið þeirra um að gára vatnið til að stuðla að breytingum í gegnum kerfið í heild sinni, fyrir vinnustaðina og samfélagið allt. Heimsfaraldurinn hefur varpað skýru ljósi á mikilvægi starfa stórra kvennastétta en flestar þeirra starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Verkefnið framundan er að vinna bug á því sögulega og kerfisbundna misrétti sem þessar mikilvægu stéttir hafa búið við frá því störfin komu fyrst til og leiðrétta skakkt verðmætamat á virði kvennastarfa með aðgerðum. Þannig má vinna gegn viðvarandi og fyrirsjáanlegum mönnunarskorti og stuðla að því að Ísland verði í forystu á alþjóðavettvangi þegar kemur að jafnlaunamálum. Höfundur er formaður BSRB.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun