Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 22:31 Arndís Anna segir lögreglu þegar hafa mjög rúmar eftirlitsheimildir. Vísir/Arnar Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í dag að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu og bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp fljótlega um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna en hann telur þær heimildir mjög rýrar í dag. „Við erum mjög langt á eftir öllum samstarfslöndum okkar þegar kemur að heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hann frumvarpið ekki tengjast rannsókn lögreglu á meintri hryðjuverkaógn, sem greint var frá í gær. Fram hefur komið að lögregla hafi haft eftirlit með mönnunum fjórum sem voru handteknir í því máli á miðvikudag vegna tengsla við annað mál sem kom upp fyrr á árinu. Eftirlit með mönnunum hefur því að öllum líkindum varað í einhvern tíma. Lögregla hafi þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir Þingmaður Pírata segir mjög varhugavert að bæta eigi við heimildir lögreglu til eftirlits. Fram ber að taka að frumvarpið hefur ekki verið birt eins og til stendur að leggja það fram og því erfitt, að mati þingmannsins, að gagnrýna nema orð ráðherrans um fyrirætlanirnar. „Lögreglan hefur nú þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir og valdbeitingaheimildir og það er mjög takmarkað eftirlit með störfum lögreglu og beitingu lögreglu á mjög matskenndum heimildum sem mjög auðvelt er að misbeita,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. „Það er algjörlega ótækt í mínum huga að auka þessar heimildir sem eru nú þegar mjög víðtækar án þess að tryggja að eitthvað eftirlit sé með þeim. Einhverjir ferlar til að ganga úr skugga um að þeim sé beitt með ábyrgum hætti.“ Heimildir þegar mjög íþyngjandi Með forvirkum rannsóknarheimildum sé ekki aðeins verið að tala um auknar heimildir heldur nýja tegund rannsóknarheimilda, sem víkki möguleika lögreglu á beitingu valds. „Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til að hafa eftirlit með fólki sem hefur ekki gert neitt af sér. Og mjög víðtækar heimildir til mats á því hvenær er nauðsynlegt að fylgjast með almennum borgurum og það á sannarlega við okkur öll,“ segir Arndís. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir lögreglu nú þegar hafa mjög rúmar og víðtækar heimildir til að fylgjast með fólki. „Það má hlera síma, það má hlera bíla og setja hlustunarbúnað í húsnæði,“ segir Sigurður. Það eigi jafnvel við um bifreið eða húsnæði sem er ekki í eigu hins grunaða. Margir skjólstæðinga Sigurðar hafi verið beittir mjög íþyngjandi aðgerðum af lögreglu í marga mánuði og jafnvel ár. „Þetta hefur varað langtímum saman höfum við séð í mörgum málum þannig að dómstólar hafa afgreitt þetta án mikillar skoðunar,“ segir Sigurður. Réttargæslumenn, sem skipaðir eru þolendum íþyngjandi aðgerða lögreglu, geri til að mynda sjaldnast athugasemdir við slíka beitingu valds. Óvíst sé í hverju þessar auknu heimildir felist og kallar Sigurður eftir því að skýrt verði frá því og af hvaða ástæðu talið sé tilefni til aukinna heimilda hjá lögreglu. „Ég sé ekki beint þörf á því að lögreglan fái ríkari heimildir en hún hefur í dag.“ Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í dag að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu og bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp fljótlega um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna en hann telur þær heimildir mjög rýrar í dag. „Við erum mjög langt á eftir öllum samstarfslöndum okkar þegar kemur að heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hann frumvarpið ekki tengjast rannsókn lögreglu á meintri hryðjuverkaógn, sem greint var frá í gær. Fram hefur komið að lögregla hafi haft eftirlit með mönnunum fjórum sem voru handteknir í því máli á miðvikudag vegna tengsla við annað mál sem kom upp fyrr á árinu. Eftirlit með mönnunum hefur því að öllum líkindum varað í einhvern tíma. Lögregla hafi þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir Þingmaður Pírata segir mjög varhugavert að bæta eigi við heimildir lögreglu til eftirlits. Fram ber að taka að frumvarpið hefur ekki verið birt eins og til stendur að leggja það fram og því erfitt, að mati þingmannsins, að gagnrýna nema orð ráðherrans um fyrirætlanirnar. „Lögreglan hefur nú þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir og valdbeitingaheimildir og það er mjög takmarkað eftirlit með störfum lögreglu og beitingu lögreglu á mjög matskenndum heimildum sem mjög auðvelt er að misbeita,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. „Það er algjörlega ótækt í mínum huga að auka þessar heimildir sem eru nú þegar mjög víðtækar án þess að tryggja að eitthvað eftirlit sé með þeim. Einhverjir ferlar til að ganga úr skugga um að þeim sé beitt með ábyrgum hætti.“ Heimildir þegar mjög íþyngjandi Með forvirkum rannsóknarheimildum sé ekki aðeins verið að tala um auknar heimildir heldur nýja tegund rannsóknarheimilda, sem víkki möguleika lögreglu á beitingu valds. „Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til að hafa eftirlit með fólki sem hefur ekki gert neitt af sér. Og mjög víðtækar heimildir til mats á því hvenær er nauðsynlegt að fylgjast með almennum borgurum og það á sannarlega við okkur öll,“ segir Arndís. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir lögreglu nú þegar hafa mjög rúmar og víðtækar heimildir til að fylgjast með fólki. „Það má hlera síma, það má hlera bíla og setja hlustunarbúnað í húsnæði,“ segir Sigurður. Það eigi jafnvel við um bifreið eða húsnæði sem er ekki í eigu hins grunaða. Margir skjólstæðinga Sigurðar hafi verið beittir mjög íþyngjandi aðgerðum af lögreglu í marga mánuði og jafnvel ár. „Þetta hefur varað langtímum saman höfum við séð í mörgum málum þannig að dómstólar hafa afgreitt þetta án mikillar skoðunar,“ segir Sigurður. Réttargæslumenn, sem skipaðir eru þolendum íþyngjandi aðgerða lögreglu, geri til að mynda sjaldnast athugasemdir við slíka beitingu valds. Óvíst sé í hverju þessar auknu heimildir felist og kallar Sigurður eftir því að skýrt verði frá því og af hvaða ástæðu talið sé tilefni til aukinna heimilda hjá lögreglu. „Ég sé ekki beint þörf á því að lögreglan fái ríkari heimildir en hún hefur í dag.“
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09
Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39