Þrír íslenskir kappar í topp tíu í ofurhlaupi í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2022 22:27 Þorbergur ásamt þeim Þorsteini (fyrir miðju) og Snorra til hægri. Þorbergur Jónsson, Snorri Björnsson og Þorsteinn Roy urðu allir á meðal tíu efstu af um fimmtán hundruð keppendum í 59 kílómetra fjallahlaupi í Suður-Frakklandi í dag. Þorbergur hafnaði í öðru sæti í keppinni. Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins. Frakkland Hlaup Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Mótið heitir Nice 50k og er hluti af sterkustu fjallahlaupamótaseríu í heimi. Kapparnir flugu utan fyrr í vikunni og hafa notið blíðskaparveðurs. Þangað til í morgun. Við ræsingu rigndi eins og hellt væri úr fötu. Fimmtán íslendingar voru skráðir til leiks. Vegalengdin, 59 kílómetrar, segir ekki alla söguna. Í hlaupinu er 3300 metra hækkun sem svarar um það bil til sex ferða upp að Steini á Esjunni og niður aftur. Þá eru stórgríttir kaflar og ýmsar áskoranir. Íslensku strákarnir fóru ekki hraðast af stað en unnu sig upp um sæti allt hlaupið. Þeir virðast þannig greinilega hafa ráðið vel við bæði vegalengdina og aðstæðurnar. Þorbergur er þeirra reynslumesti hlaupari og raunar þjálfari þeirra. Hann kláraði á sex klukkustundum og átta mínútum. Fram kemur í tilkynningu að Þorbergur hafi talið sig vera í 10-15 sæti en engin leið hafi verið að vita hverjir væru fyrir aftan og framan. Kom honum því á óvart að enda svo ofarlega. Hann var fjórtán mínútum á eftir kínverska hlauparanum Tao Luo. Kapparnir tíndust svo í mark hver á fætur öðrum. Þorsteinn hafnaði í áttunda sæti og Snorri í því níunda. Þeir voru um tuttugu mínútum á eftir Þorbergi. Snorri var rúmri mínútu á eftir Þorsteini. Sólveig Sigurðardóttir crossfitstjarna var á meðal annarra Íslendinga og kom í mark eftir um fjórtán tíma hlaup. Fleiri Íslendingar kepptu í öðrum flokkum en einnig er boðið upp á hundrað kílómetra hlaup og sömuleiðis hundrað mílna hlaup, um 160 kílómetra. Hægt er að fylgjast með gangi mála og sjá úrslit á heimasíðu hlaupsins.
Frakkland Hlaup Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Fleiri fréttir Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira