Blautur furðuleikur skemmdi fyrir Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 27. september 2022 09:31 Benjamin Kallman og Nikola Vukcevic í baráttunni í einum af pollunum á vellinum í Podgorica í gærkvöld. Getty/Filip Filipovic Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni EM í Þýskalandi. Vonin um sæti í næstefsta flokki hvarf í ansi furðulegum leik Svartfjallalands og Finnlands í Þjóðadeildinni í gærkvöld. Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri. Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Ísland hefði með sigri gegn Albaníu í kvöld mögulega getað komist í 2. styrkleikaflokk, með liðum á borð við England og Frakkland, en þarf að gera sér að góðu sæti í 3. flokki. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli á Evrópumótið, og nú er ljóst að Ísland þarf að minnsta kosti að slá við tveimur liðum sem eru hærra skráð en Ísland. En af hverju skipti einhver leikur í Svartfjallalandi máli í þessu sambandi? Málið er að lokastaða í Þjóðadeildinni, sem er að klárast í þessari viku (fyrir utan úrslitakeppni sem skiptir ekki máli í þessu sambandi), ræður röðun í styrkleikaflokka. Tíu efstu liðin úr A-deild Þjóðadeildar fara því í efsta styrkleikaflokk. Þýskaland er ekki talið með vegna þess að liðið er gestgjafi EM og fer ekki í undankeppnina. Fimm áminntir og einn fékk rautt í fyrri hálfleik Síðustu fimm liðin í A-deildinni fara svo í 2. styrkleikaflokk ásamt liðunum fjórum sem vinna sinn riðil í B-deildinni, og liðinu með bestan árangur í 2. sæti í B-deildinni (í því sambandi eru úrslit gegn neðsta liði hvers riðils strokuð út vegna þess að Rússland, sem dróst í riðil með Íslandi, var rekið úr keppni). Ísland hefði getað orðið það lið sem náði bestum árangri í 2. sæti í B-deild en með 2-0 útisigri sínum í gær eru Finnar öruggir um 2. sæti í sínum riðli og betri árangur en Ísland. Leikur Svartfjallalands og Finnlands í gær vakti athygli því heimamenn virtust eitthvað vanstilltir í fyrri hálfleik og uppskáru fjölda spjalda. Þar af fékk Zarko Tomasevic tvö gul og þar með rautt strax á 17. mínútu, en auðvelt var að renna til á rennblautum vellinum. Fimm aðrir fengu áminningu í fyrri hálfleiknum. Is there a war between Montenegro and Finland I didn t know about? pic.twitter.com/kdG4SPGkq4— Joshua Picken (@pickjo_507) September 26, 2022 Manni fleiri náðu Finnar svo að skora tvö mörk snemma í seinni hálfleik. Lætin voru ekki þau sömu og í fyrri hálfleik en þó fékk þjálfari Svartfjallalands, Miodrag Radulovic, rautt spjald fyrir kjaftbrúk. Lærisveinar hans náðu hins vegar ekki að jafna metin sem hefði getað reynst íslenska landsliðinu svo dýrmætt, og Finnar fögnuðu kærkomnum sigri.
Þjóðadeild UEFA Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira