Ian búinn að ná landi á Kúbu Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2022 10:19 Sjómenn vörðu gærdeginum í að ná bátum sínum á þurrt. AP/Milexsy Duran Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. Sérfræðingar óttast að Ian muni hækka sjávarmál við Kúbu um allt að 4,3 metra, sem gæti valdið miklum flóðum. Þá fylgir mikil rigning fellibylnum. AP fréttaveitan segir frá því að sjómenn hafi dregið báta sína á þurrt og á landi hafi fólk gengið úr skugga um að niðurföll væru hrein. Enn sem komið er hafa litlar fregnir borist af fellibylnum á Kúbu. Þegar þetta er skrifað er klukkan þar rétt rúmlega sex að morgni. Hér má sjá myndband af Iansem tekið var upp á myndavélar sem eru utan á Alþjóðlegu geimstöðinni. #HurricaneIan is seen about 260 miles below the space station as the storm was gaining strength south of Cuba and moving toward Florida at around 3pm ET on Monday, Sept 26, 2022. pic.twitter.com/GNef1ptraA— International Space Station (@Space_Station) September 26, 2022 Veðurstofa Bandaríkjanna segir líf í hættu á Kúbu vegna vinda, skyndiflóða og mögulegra aurskriða í dag. Það sama megi segja um sjávarflóð við stendur Flórída. Flóðin gætu reynst lífshættuleg og þá sérstaklega í Fort Myers og Tampa Bay. Íbúar á Kúbu sögðu blaðamönnum AP að þeir væru óttaslegnir vegna Ians og þá sérstaklega vegna sjávarflóða sem eiga að fylgja honum. Vindhraði þar sem fellibylurinn náði landi er talinn vera um 57 metrar á sekúndu. Here are the 5 AM EDT Key Messages for Major Hurricane #Ian. More: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/0uzMONna9h— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2022 Náttúruhamfarir Kúba Bandaríkin Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Sérfræðingar óttast að Ian muni hækka sjávarmál við Kúbu um allt að 4,3 metra, sem gæti valdið miklum flóðum. Þá fylgir mikil rigning fellibylnum. AP fréttaveitan segir frá því að sjómenn hafi dregið báta sína á þurrt og á landi hafi fólk gengið úr skugga um að niðurföll væru hrein. Enn sem komið er hafa litlar fregnir borist af fellibylnum á Kúbu. Þegar þetta er skrifað er klukkan þar rétt rúmlega sex að morgni. Hér má sjá myndband af Iansem tekið var upp á myndavélar sem eru utan á Alþjóðlegu geimstöðinni. #HurricaneIan is seen about 260 miles below the space station as the storm was gaining strength south of Cuba and moving toward Florida at around 3pm ET on Monday, Sept 26, 2022. pic.twitter.com/GNef1ptraA— International Space Station (@Space_Station) September 26, 2022 Veðurstofa Bandaríkjanna segir líf í hættu á Kúbu vegna vinda, skyndiflóða og mögulegra aurskriða í dag. Það sama megi segja um sjávarflóð við stendur Flórída. Flóðin gætu reynst lífshættuleg og þá sérstaklega í Fort Myers og Tampa Bay. Íbúar á Kúbu sögðu blaðamönnum AP að þeir væru óttaslegnir vegna Ians og þá sérstaklega vegna sjávarflóða sem eiga að fylgja honum. Vindhraði þar sem fellibylurinn náði landi er talinn vera um 57 metrar á sekúndu. Here are the 5 AM EDT Key Messages for Major Hurricane #Ian. More: https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/0uzMONna9h— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2022
Náttúruhamfarir Kúba Bandaríkin Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. 26. september 2022 11:53