Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 15:21 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex. Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Í kjölfar bankahrunsins lagði þingmannanefnd sem fór yfir rannsóknarskýrslu Alþings fram þingsályktunartillögu um að ákæra fjóra ráðherra fyrir landsdómi árið 2010. Auk Geirs var lagt til að ákæra Árna M. Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra, og Björgvin G. Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra. Þingmenn samþykktu þó aðeins að ákæra Geir fyrir vanrækslu á starfsskyldum sínum í aðdraganda hrunsins. Landsdómur sakfelldi Geir fyrir að hafa vanrækt embættisskyldur sínar með því að halda ekki ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni í aðdraganda bankahrunsins 2008 en sýknaði af fimm öðrum ákæruliðum. Honum var ekki gerð refsing. Þetta var í fyrsta og eina skipti sem landsdómur hefur komið saman. Í tillögu til þingsályktunar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason frá Miðflokki og Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki hafa nú lagt fram er lagt til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja fram tillögu um að höfða mál gegn ráðherrunum fjórum og að þeir verðskuldi afsökunarbeiðni vegna þess. Þetta er í fjórða skipti sem tillagan er flutt. Hún var síðast lögð fram árið 2020 en var þá ekki tekin til annarrar umræðu. Flutningsmennirnir fjórir halda því fram að niðurstaða landsdóms hafi sýnt að ekki hafi verið tilefni til að gefa út ákæru. Ekki hafi verið gætt samræmis við beitingu laga um landsdóm þar sem lögunum um hann hafi ekki verið beitt í öðrum tilvikum. Atkvæðagreiðsla um málshöfðunina hafi borið þess merki að niðurstaða um hverja skyldi ákæra hefði annað hvort verið tilviljanakennd eða skipulögð eftir flokkspólitískum línum. Þá telja þeir að lýðræðislegu stjórnarfari standi ógn af því ef reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálanmenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um ásetning hafi verið að ræða. „Ýmsar stjórnmálalegar stefnur og ákvarðanir, eða aðgerðaleysi, geta verið skaðlegar hagsmunum ríkisins án þess að ætlunin hafi verið að valda tjóni. Slíkt álitamál ber að leiða til lykta í kosningum en ekki fyrir dómstólum,“ segir í ályktuninni. Uppfært 28.9.2022 Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var ranghermt að Geir H. Haarde hefði verið sýknaður af öllum sakargiftum. Hann var sakfelldur fyrir einn ákærulið af sex.
Landsdómur Alþingi Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49