„Skandall að hún sé að hætta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. september 2022 13:00 Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik KA/Þórs og Hauka sem Norðankonur unnu 26-25. Vísir/Hulda Margrét Martha Hermannsdóttir var heiðruð fyrir leik Þórs/KA og Hauka í Olís-deild kvenna í handbolta um helgina en hún tilkynnti nýverið að skórnir væru komnir upp í hillu. Hún var því til umræðu í Seinni bylgjunni. Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira
Martha verður 39 ára á árinu og ákvað að láta gott heita eftir að hafa glímt við meiðsli síðustu tvö ár. Hún er hins vegar komin út í þjálfun og var á skýrslu hjá KA/Þórs liðinu í leiknum auk þess sem hún sinnir yngri flokkum hjá KA. Það er viðeigandi að hún hafi verið heiðruð fyrir þennan leik þar sem Haukar eru liðið sem hún lék með í bænum á sínum tíma. Þar vann hún bæði Íslands- og bikarmeistaratitil, sem hún náði svo að endurtaka uppeldisfélaginu á þarsíðasta tímabili. „Það er skandall að hún sé að hætta,“ sagði Einar Jónsson í Seinni bylgjunni. „Hún á að taka allavega þrjú til fimm ár í viðbót,“ bætti hann við. Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir benti þá á það að eiginmaður hennar, Heimir Örn Árnason, fyrrum leikmaður KA, hefði verið jafn gamall þegar hann hætti. „Ég hefði tekið allavega eitt í viðbót og gæti þá alltaf sagt: „Heimir, manstu að ég spilaði lengur en þú? Og ég gekk með öll börnin“,“ sagði Svava. „Gekk ekki Heimir með eitt? Mig minnir það,“ sagði Einar þá sposkur. Klippa: Seinni bylgjan: Martha heiðruð Fer treyjan upp í rjáfur? Þá var því velt upp hvort að áttan, númerið sem Martha bar fyrir félagið, yrði lagt til hliðar til að heiðra hana. „Mér finnst hún 100 prósent eiga það skilið og mér finnst bara mjög líklegt að þeir geri það. Hún er algjör fyrirmynd fyrir yngri konur og bara fólk í íþróttum yfirhöfuð. Ég fæ bara gæsahúð,“ „Þetta er frábær íþróttamaður og það er bara leiðinlegt að hún sé að hætta. En við verðum bara að sýna því skilning,“ sagði Einar þá. Umræðuna má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Þór Akureyri KA Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Sjá meira