Sprengjuhótunin barst til UPS í Bandaríkjunum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. september 2022 12:08 Fragtflugvél UPS var lent í Keflavík um klukkan ellefu í gærkvöld vegna sprengjuhótunar. epa Keflavíkurflugvelli var lokað í nótt eftir að flugvél var lent vegna sprengjuhótunar sem barst bandaríska flutningafyrirtækinu UPS og beindist að pakka um borð. Í honum reyndust vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem lögregla er með til rannsóknar. Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag. Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira
Fragtflugvél flutningafyrirtækinsins UPS var á leið frá Köln í Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum þegar áhöfn vélarinnar barst sprengjuhótun. Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, segir hótunina hafa borist til UPS í Bandaríkjunum. „Og þeir höfðu samband við áhöfnina og tilkynntu þeim um þennan pakka sem mögulega væri um borð í vélinni.“ Keflavíkurflugvöllur var á þessum tíma næsti völlur og því var óskað eftir leyfi til lendingar um klukkan ellefu í gærkvöld. Flugvélin var rýmd á flugbrautinni eftir lendingu. „Áhöfn vélarinnar skaut út neyðarrennum og yfirgaf vélina með þeim hætti,“ segir Ásmundur. Vellinum var í kjölfarið lokað um tíma og vísa þurfti frá fimm flugvélum sem voru væntanlegar. Tvær fóru til Egilsstaða, ein til Akureyrar og tvær til Skotands. Vélin var dregin inn á svokallað Hot cargo svæði þar sem hættulegur varningur er meðhöndlaður en svæðið er staðsett eins langt frá flugstöð og flugbrautum innan haftasvæðis og hægt er. Þar var viðbúnaðurinn mikill og um þrjátíu manns úr lögreglu, sprengjusveit ríkislögreglustjóra og landhelgisgæslu komu að aðgerðinni. Ásmundur segir sprengjusérfræðinga hafa farið um borð til að finna pakkann. Keflavíkurflugvelli var lokað á meðan aðgerðir lögreglu stóðu yfir.vísir/vilhelm Rannsaka vökva sem var í pakkanum Leitin er ekki sögð hafa tekið mjög langan tíma en við gegnumlýsingu á pakkanum kom í ljós að torkennilegir hlutir voru í honum. „Í pakkanum reyndist vera eftirlíkingar af skotvopnum, flugeldar og vökvi sem við vitum ekki hvað er, en rannsókn á honum stendur yfir.“ Rannsókn á því hver stóð að sprengjuhótuninni er á valdi bandarískra yfirvalda en íslenska lögregla rannsakar einhverja anga líkt og vökvann um borð. Málið verður því unnið í samvinnu. Aðgerðum lauk ekki fyrr en á níunda tímanum í morgun en Ásmundur segir ýmsa þætti hafa verið tímafreka, líkt og að færa flugvélina. Öllum vélum sem var snúið frá hefur verið lent í Keflavík og atvikið hefur ekki frekari áhrif á ætlunarflug í dag.
Fréttir af flugi Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Sjá meira