Haaland eldri telur að sonurinn vilji spila í öllum sterkustu deildum Evrópu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2022 17:31 Erling Braut Haaland hefur vægast sagt farið vel af stað í ensku úrvalsdeildinni. Simon Stacpoole/Offside/Offside via Getty Images Alfie Haaland, fyrrum leikmaður Manchester City og faðir norsku markamaskínunnar Erling Braut Haaland, telur að sonur sinn muni ekki stopp lengi hjá Englandsmeisturum Manchester City þar sem hann vilji prófa sig í öllum sterkustu deildum Evrópu. Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri. Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Erling Haaland hefur hafið feril sinn af ótrúlegum krafti, en þessi 22 ára gamli framherji hefur skorað hvorki fleiri né færri en 90 mörk í jafn mörgum deildarleikjum frá því að hann var keyptur frá Molde í heimalandi sínu, Noregi. Haaland skoraði 17 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Red Bull Salzburg í austurrísku úrvalsdeildinni, 62 mörk í 67 deildarleikjum fyrir Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni og hefur nú skorað 11 mörk í aðeins sjö deildarleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ef marka má orð föður hans geta stuðningsmenn Manchester City þó ekki farið að láta sér dreyma um að Norðmaðurinn verði til staðar fyrir þá þangað til ferli hans lýkur. Haaland eldri telur að sonur sinn vilji reyna fyrir sér í öllum stærstu deildum Evrópu og segir að ætli hann sér að gera það geti hann í mesta lagi verið í þrjú til fjögur ár á hverjum stað. Erling Haaland is ready to conquer the world 💪 pic.twitter.com/EGn3RfcPUt— ESPN FC (@ESPNFC) September 30, 2022 „Ég held að Erling [Braut Haaland] vilji prófa og sjá hvað hann getur gert í öllum deildum,“ sagði Haaland eldri í samtali við Viaplay. „Til þess getur hann í mesta lagi stoppað í hverri deild í þrjú til fjögur ár. Hann gæti verið í tvö og hálft ár í Þýskalandi, tvö og hálft ár á Englandi og svo á Spáni, Ítalíu og Frakklandi, er það ekki?“ bætti faðir markamaskínunnar við. Eins og áður segir hefur Haaland farið gríðarlega vel af stað með Englandsmeisturum Manchester City og haldi hann áfram að skora eins og hann hefur gert í upphafi tímabils er þetta ekki spurning um hvort, heldur hvenær hann slær markametið á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Haaland og félagar hans mæta Manchester United í nágrannaslag á sunnudaginn. Fari það svo að Tottenham taki stig af Arsenal í fyrramálið geta Englandsmeistararnir tyllt sér á topp deildarinnar með sigri.
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira