Tölur um fjölda látinna í kjölfar Ians eru enn á reiki en samkvæmt AP fréttaveitunni hafa sjö dauðsföll verið staðfest. Embættismenn búast þó við því að þeim muni fjölga. Minnst þrír dóu á Kúbu.
Veðurstofa Bandaríkjanna segir að Ian muni ná landi í kvöld en þegar er mikill vindur og rigning á svæðinu. Búist er við því að sjávarstaða muni hækka um allt að 2,1 metra og að allt að tuttugu sentímetra rigning muni fylgja fellibylnum.
11 am EDT 9/30 - #Ian is accelerating toward the South Carolina coast with life-threatening storm surge and damaging winds expected soon. Here are the key messages for the hurricane. You can view the latest advisory at https://t.co/tW4KeFW0gB pic.twitter.com/WawAl84AxT
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 30, 2022
Björgunarsstörf eru komin af stað í Flórída og er unnið að því að koma þúsundum sem hafa setið föst á heimilum sínum til bjargar. Einn þeirra sem vitað er að dó var 67 ára maður en hann var að bíða eftir björgun en lögregluþjónar náðu ekki til hans vegna flóða.
Meðal þeirra byggða sem Ian fór hvað verst með er Fort Myers. Þar eru heimili og hús nærri strandlengjunni rústir einar.