Fara ætti allar aðrar leiðir áður en lögregla fær rafbyssur Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. september 2022 21:00 Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna. Stöð 2 Þingmaður Vinstri grænna hefur efasemdir um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu. Skoða eigi alla aðra möguleika til að auka öryggi lögreglumanna áður en þeim séu gefnar rafbyssur. Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram. Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Aukin harka kallar á betri varnir lögregluþjóna, sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra um boðaða rafbyssuvæðingu lögreglu í dag. Hann kvaðst jafnframt treysta lögreglu til að nota rafbyssurnar af festu og ábyrgð. Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður stjórnarflokksins Vinstri grænna segist vissulega skilja vel ákall lögreglu um bætt öryggi. „En ég hef samt efasamdir um það hvort þetta sé leiðin, ég myndi fremur vilja líta til þess að fjölga lögreglumönnum, að þeir séu alltaf tveir eða fleiri saman og fara allar aðrar leiðir en þær að auka vopnaburð lögreglunnar,“ segir Steinunn. Eitt aðaleinkenni hins góða samfélags á Íslandi sé einmitt sú staðreynd að almennir lögreglumenn eru ekki vopnum búnir. „Og ég tel að það sé mikilsvert að halda í það. En hins vegar þarf auðvitað að skoða alltaf á hverjum tíma hvernig samfélagið er og hvernig við getum tryggt bæði öryggi lögreglumanna en svo líka það hvort almennir borgarar treysti og hafi trú á lögreglunni,“ segir Steinunn. Straumur í fimm sekúndur Fjölnir Sæmundsson formaður Landssambands lögreglumanna hefur ekki áhyggjur af mögulegri hættu sem gæti fylgt byssunum. „Það er búið að gera margar skýrslur um það og lengi var sagt að þeim sem væru með gangráð væri hætta búin af þessu en það á ekki að vera sérstök hætta. Þetta er straumur í fimm sekúndur. Og það hefur verið sýnt fram á það í Bretlandi að í 80 prósent tilvika, þar sem er hótað að beita þessu þar, þarf ekki að beita þessu. Því fólk gefst upp,“ segir Fjölnir. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.Stöð 2 Rafbyssur hafi gefist vel í lögreglustarfi á Norðurlöndum og Bretlandi. „Þetta myndi fara í sama valdbeitingarstig og kylfa eða piparúði. Og við teljum, og ég held að það sé alveg öruggt, að það sé ekki meiri hætta af rafbyssu en því. Og jafnvel minni,“ segir Fjölnir. Sjö handteknir Á sama tíma og rafbyssuvæðingin er boðuð er rannsókn á meintum undirbúningi hryðjuverka í hámæli. Lögregla heldur þétt að sér spilunum en hélt blaðamannafund í gær. Þar kom fram að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókninni vegna ættingja hennar sem nefndur hefði verið í skýrslutöku. Sá reyndist faðir hennar, Guðjón Valdimarsson, og var húsleit gerð hjá honum fyrr í vikunni. Þá kom einnig fram á blaðamannafundinum að fleiri hefðu verið handteknir í tengslum við málið frá fyrstu aðgerðum lögreglu fyrr í mánuðinum, þar sem fjórir voru handteknir. Fréttastofa fékk upplýsingar um það í dag að alls hefðu sjö verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Enn eru þó aðeins tveir í gæsluvarðhaldi, eins og komið hefur fram.
Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Vörubifreið ekið á vegfarandann Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira