Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 30. september 2022 21:45 Bíll á ferð í Charleston í Suður-Karólínu. AP/Alex Brandon Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn. Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Íbúar á öðrum svæðum hafa einnig orðið varir við fellibylinn en mikið vatn hefur safnast saman á götum Charleston. Þar að auki voru meira en tvær milljónir án rafmagns í Flórída, Suður-Karólínu og Norður-Karólínu. Þessu greinir CNN frá. Fellibylurinn var í fjórða flokki þegar hann kom til Flórída nú á dögunum en bandaríska veðurstofan hefur fimm flokka yfir hámarks vindhraða fellibyla. Flokkunin taki ekki til greina snögg stig þeirra, flóð vegna rigningar eða aðrar hættulegar afleiðingar. Fimmta stigið er það hæsta. Þegar bylurinn kom til Suður-Karólínu fyrr í dag var hann metinn sem fyrsta flokks en sjávarstaða hækkaði til dæmis um 1,2 metra við Myrtle Beach í Suður-Karólínu og meira en 2 metra við eyju 112 kílómetra norður af Charleston. Fellibylurinn er enn talinn geta valdið skyndiflóðum og miklu regni, að minnsta kosti fram á morgundaginn í Suður- og Norður-Karólínu ásamt Virginíu og Vestur-Virginíu. #Ian - now referred to as Post-Tropical Cyclone Ian - will continue to bring heavy rain and potential flash flooding to parts of the North Carolina, South Carolina, Virginia and West Virginia through at least tomorrow morning. Visit https://t.co/VyWINDBEpn for the latest. pic.twitter.com/gpSlL7rBjK— National Weather Service (@NWS) September 30, 2022 Íbúar í Flórída eiga nú margir um sárt að binda í kjölfar veðursins og eiga 34 þúsund manns nú að hafa skráð sig á aðstoðarlista bandarískra almannavarna (FEMA). Freista þau þess að fá aðstoð við það að fá tjón vegna stormsins bætt frá tryggingum. Washington Post greinir frá þessu. Einnig sé eldsneytisskortur í Flórída vegna fellibylsins. Langar raðir hafi myndast hjá þeim bensínstöðvum sem ekki eru rafmagnslausar og standa enn.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Fellibylurinn Ian Tengdar fréttir Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Sjá meira
Ian stefnir hraðbyri að Suður-Karólínu Íbúar við strendur Suður-Karólínu í Bandaríkjunum hafa flúið heimili sín og leitað á hærri svæði í aðdraganda þess að fellibylurinn Ian nær þar landi. Fellibylurinn hefur þegar valdið gífurlegum skaða á Kúbu og í Flórída en hefur safnað krafti á nýjan leik og veðurfræðingar búast við miklum flóðum í Charleston og víðar. 30. september 2022 16:31
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10
Fellibylurinn í myndskeiðum: Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída Útlit er fyrir að fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hafi valdið gífurlegum skemmdum í sjávarbyggðum þar. Myndbönd frá Flórída sem tekin voru í gær og í nótt sýna að sjór gekk langt inn á land og olli mikilli eyðileggingu. 29. september 2022 11:38