Tugir sagðir látnir eftir að Ian gekk yfir Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2022 17:53 Skemmdirnar urðu sérstaklega miklar í Fort Myers í Flórida. AP/Rebecca Blackwell Björgunarstörf er enn yfirstandandi í Flórída eftir að fellibylurinn Ian olli þar gífurlegu tjóni og mannskaða. Vitað er til þess að tugir hafi dáið vegna fellibylsins og þar af flestir í Flórída en enn er verið að leita í rústunum sem Ian skildi eftir sig. Fellibylurinn fór einnig yfir Suður-Karólínu, þar sem verið er að meta skaðann sem hann olli þar. Fyrst fór Ian þó yfir Kúbu þar sem hann skildi eftir sig mikla eyðileggingu og nokkur dauðsföll. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að Ian fari næst yfir Norður-Karólínu, Virginíu og svo New York en hann hefur misst mikinn kraft og er ekki líklegur til að valda miklum skaða. Honum mun þó fylgja mikil rigning. Sjá einnig: Fellibylurinn í myndskeiðum - Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída New York Times segir minnst 35 hafa dáið í Lee-sýslu í Flórída en þar er bærinn Fort Myers og Ian skildi eftir sig mikla eyðileggingu þar. Margir íbúar ríkisins eru án hreins drykkjarvatns og rafmagns vegna fellibylsins. Enn eru mikil flóð í Flórída og er búist við því að vatnið muni ekki sjatna fyrr en í næstu viku. Wall Street Journal sagði frá því í gær að yfirvöld á Kúbu hefðu sent Bandaríkjamönnum beiðni um aðstoð vegna eyðileggingarinnar sem Ian skildi eftir sig þar. Slíkar beiðnir eru sjaldgæfar en verið er að skoða hve mikla aðstoð íbúar Kúbu þurfa, samkvæmt gögnum sem blaðamenn WSJ hafa séð. Minnst tveir dóu þar og eyjan er enn rafmagnslaus. Þá hefur efnahagsástandið á Kúbu versnað töluvert að undanförnum og mun það ekki hafa verið verra í þrjá áratugi. Fellibylurinn Ian Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. 30. september 2022 21:45 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Fellibylurinn fór einnig yfir Suður-Karólínu, þar sem verið er að meta skaðann sem hann olli þar. Fyrst fór Ian þó yfir Kúbu þar sem hann skildi eftir sig mikla eyðileggingu og nokkur dauðsföll. Samkvæmt AP fréttaveitunni er búist við því að Ian fari næst yfir Norður-Karólínu, Virginíu og svo New York en hann hefur misst mikinn kraft og er ekki líklegur til að valda miklum skaða. Honum mun þó fylgja mikil rigning. Sjá einnig: Fellibylurinn í myndskeiðum - Ian skilur eftir sig mikla eyðileggingu í Flórída New York Times segir minnst 35 hafa dáið í Lee-sýslu í Flórída en þar er bærinn Fort Myers og Ian skildi eftir sig mikla eyðileggingu þar. Margir íbúar ríkisins eru án hreins drykkjarvatns og rafmagns vegna fellibylsins. Enn eru mikil flóð í Flórída og er búist við því að vatnið muni ekki sjatna fyrr en í næstu viku. Wall Street Journal sagði frá því í gær að yfirvöld á Kúbu hefðu sent Bandaríkjamönnum beiðni um aðstoð vegna eyðileggingarinnar sem Ian skildi eftir sig þar. Slíkar beiðnir eru sjaldgæfar en verið er að skoða hve mikla aðstoð íbúar Kúbu þurfa, samkvæmt gögnum sem blaðamenn WSJ hafa séð. Minnst tveir dóu þar og eyjan er enn rafmagnslaus. Þá hefur efnahagsástandið á Kúbu versnað töluvert að undanförnum og mun það ekki hafa verið verra í þrjá áratugi.
Fellibylurinn Ian Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. 30. september 2022 21:45 Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10 Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Hækkandi sjávarstaða og möguleiki á skyndiflóðum víða vegna Ian Fellibylurinn Ian kom til Georgetown í Suður-Karólínu um klukkan 18:00 á íslenskum tíma og hefur þegar látið til sín taka. Íbúar í Flórída eiga enn við afleiðingar veðursins sem geisaði þar þegar fellibylurinn átti leið hjá. 30. september 2022 21:45
Ian gæti orðið sá mannskæðasti í sögu Flórída Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 29. september 2022 20:10
Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum. 29. september 2022 09:05