Fjölbreytnin fer illa með íslenskan fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2022 08:00 Kvennalið Stjörnunnar snýr aftur í Evrópukeppni en of langt er síðan að liðið var síðast með til þess að það njóti fyrri árangurs. Evrópusæti blasir einnig við karlaliði KA sem hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi. Samsett/Hulda Margrét Um leið og það ætti kannski að vera gleðiefni að kvennalið Stjörnunnar og karlalið KA nái þeim tímamótum að komast í Evrópukeppni í fótbolta þá má segja að það sé alls ekki hagur íslensks fótbolta. Það er vegna fyrirkomulags UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, sem þjónar hag stærstu knattspyrnuvelda álfunnar. Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar. Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Fyrirkomulagið í Evrópukeppnum UEFA er nefnilega þannig að lið græða á því að hafa verið með árin á undan. Það gefur þeim möguleika á að mæta léttari andstæðingum en ella. Aðeins að takmörkuðu leyti er tekið tillit til þess úr hvaða deild þau koma. Bara fyrir það að vera með í undankeppnunum fá lið stig á styrkleikalista UEFA, og hver sigur og jafntefli gefur fleiri stig. Listinn er svo notaður til að raða í styrkleikaflokka áður en dregið er um hvaða lið mætast. Breiðablik hefði staðið mun betur en Stjarnan Núna er til að mynda orðið ljóst að kvennalið Stjörnunnar kemst í undankeppni Meistaradeildar Evrópu, eftir frábært tímabil í Bestu deildinni, en Breiðablik situr eftir með sárt ennið. Þegar dregið verður um andstæðinga á næsta ári verður Stjarnan í neðri styrkleikaflokki en Breiðablik hefði fengið sæti í efri styrkleikaflokki. Breiðablik lék í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu síðasta vetur en sá árangur gagnast öðrum íslenskum liðum aðeins að takmörkuðu leyti.VÍSIR/VILHELM Að sama skapi yrði karlalið KA með lágmarksfjölda stiga sem íslenskt lið gæti haft á styrkleikalista, áður en dregið yrði í undankeppni Sambandsdeildar, verði KA-menn með þar eins og útlit er fyrir. Þetta er vegna þess að á styrkleikalistanum er horft til árangurs liðanna síðustu fimm leiktíðir. Karlalið KA hefur ekki spilað í Evrópukeppni í tæpa tvo áratugi og á næsta ári strikast út stig úr síðustu Evrópukeppni sem kvennalið Stjörnunnar tók þátt í. Fyrirkomulag sem hentar einokunarliðum Það gerir því íslenskum félagsliðum erfiðara fyrir að ná alþjóðlegum árangri, með tilheyrandi tug- og hundraða milljóna króna verðlaunafé, hve dugleg þau eru að skiptast á um að vinna titla hér á landi. Kvennalið Breiðabliks hafði með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fyrra, og frekari árangri, skapað sér mjög sterka stöðu á styrkleikalista og stendur til að mynda mun ofar en Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, Valur. En það nýtist íslenskum liðum ekki nema að takmörkuðu leyti, í formi landsstiga (4,85 stig af 17,85 sem Breiðablik var með á síðasta lista). Að sama skapi hefðu KR og FH getað fengið auðveldari andstæðinga en KA í Evrópuleikjum næsta sumar. Eins gaman og fólki kann að finnast það vera hve mismunandi það er hvaða lið vinna titla eða ná öðrum árangri á Íslandi, þá gerir það íslenskum fótbolta erfiðara fyrir að ryðja sér til rúms á alþjóðlegum vettvangi. Vaduz frá Liechtenstein, sem alltaf kemst í Evrópukeppni sem bikarmeistari síns lands þrátt fyrir að engin deild sé í smáríkinu, er þannig ofar en öll íslensku karlaliðin, þrátt fyrir að hafa ekki náð neitt frábærum árangri, og það hjálpaði liðinu að komast alla leið í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í sumar.
Besta deild kvenna Besta deild karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira