Keflvíkingar taplausar og einar á toppnum eftir sigur á Haukum Siggeir F. Ævarsson skrifar 5. október 2022 20:30 Daniela Wallen Morillo fór mikinn í liði Keflavíkur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Hin taplausu topplið Subway-deildar kvenna, Keflavík og Haukar, mættust í Blue höllinni suður með sjó í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins yrðu því eina liðið á toppnum og jafnframt það eina taplausa þegar þrjár umferðir eru að baki. Það voru að lokum heimakonur sem sigldu sigrinum í höfn á seiglunni, lokatölur 75-66. Leikurinn var hnífjafn í byrjun og bæði lið greinilega mætt til að selja sig dýrt. Keflvíkingum gekk vel að finna glufur og leiðir bakdyramegin að körfu Hauka en á móti sýndu Haukakonur mikinn baráttuanda og vilja og náðu að slæma hendinni í ófáar sendingar. Í öðrum leikhluta komust Keflavíkurkonur svo í betri takt, þá ekki síst varnarmegin en þær pressuðu allan völlinn við hvert tækifæri frá upphafi leiks til enda. Staðan í hálfleik 40-35. Vakti það athygli í blaðamannastúkunni að Keflavík var að rúlla á 10 leikmönnum í upphafi leiks, sem hefur án vafa hjálpað til við að halda orkustiginu háu. Haukakonur lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir mótlætið og unnu sig jafn og þétt til baka inn í leikinn. Keflvíkingar lentu í smáræðis villuvandræðum og Haukar unnu 3. leikhlutann með 2 stigum. Allt galopið fyrir lokaátökin. En meðan Keflvíkingar náðu að dreifa álaginu vel á hópinn voru aðeins sjö leikmenn Hauka sem komu við sögu í kvöld, og mátti sjá að það var nokkuð dregið af þeim undir lokin. Opin skot ekki að detta og stíf pressa Keflvíkinga bar ítrekað árangur. Þrátt fyrir þennan stífa varnarleik heimakvenna voru þær engu að síður með 7 fleiri tapaða bolta en gestirnir, 26 á móti 19. Haukar jöfnuðu leikinn 59-59 í upphafi 4. leikhluta en þá sögðu Keflavík hingað og ekki lengra og settu 26 stig á móti aðeins 7 hjá gestum og sigurinn í heimahöfn, lokatölur 75-66. Af hverju vann Keflavík? Orkustigið var hátt í leiknum í kvöld en Keflavík náði að halda því í hæstu hæðum allan leikinn. Það má segja að þær hafi keyrt yfir þreytta gestina síðustu sjö mínúturnar, og því fór sem fór. Hvað gekk illa? Vítanýtingin hjá báðum liðum var áberandi slök, eða 65% hjá báðum liðum. Bæði lið komust oft á vítalínuna, Keflavík tók 26 víti og Haukar 23. Það munar um hvert stig í jöfnum leik eins og þessum Hverjar stóðu upp úr? Hjá Keflavík var Daniela Wallen atkvæðamikil eins og svo gjarnan. Hún var dugleg að finna glufur bakdyramegin á vörn Hauka og er ótrúlega góð í að staðsetja sig hárrétt í sókninni. Hún endaði stigahæst á vellinum með 26 stig og bætti við 11 fráköstum í sarpinn. Hjá Haukum var Keira Robinson stigahæst með 21 stig og tók 9 fráköst. Hvað gerist næst? Keflavík eru þá einar á toppnum og eina taplausa liðið í deildinni, en eins og Hörður Axel þjálfari þeirra sagði eftir leik þá er fullt snemmt að missa sig í gleðinni eftir þrjá leiki. Keflavík á næst leik eftir viku þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda, en Haukar eiga heimaleik þann 11. gegn Grindavík. Margt gott sem við gerðum, við bara hittum illa Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinnVísir/Vilhelm Keflavík lagði greinilega upp með að keyra upp orkustigið í Blue-höllinni í kvöld, þar sem Keflavík pressaði allan leikinn og liðin voru í tíðum ferðum á vítalínurnar. Bjarni Magnússon þjálfari Hauka tók undir að orkustigið hefði verið ansi hátt á köflum. „Já það var það. Þær gerðu vel á okkur að mörgu leyti en við fengum svo sem þau færi sem við vorum að leitast eftir. Á sæmilegum skotdegi hefðum við kannski getað snúið þessu aðeins betur við.“ Hörð pressa allan völlinn virðist ætla að verða aðalsmerki Keflavíkur í vetur. Hvernig fannst Bjarna hans lið ná að leysa úr pressunni? „Ágætlega. Það komu kaflar þar sem við fórum út úr því sem við ætluðum að gera og fórum að drippla of mikið í gegnum pressuna. En heilt yfir allt í lagi en í framhaldinu vorum við að fara oft út úr skipulagi af því að þær voru að pressa. En margt gott sem við gerðum, við bara hittum illa. Við vorum að þvinga þær í hátt í 30 tapaða bolta. Við erum að taka fleiri fráköst, margt fínt í þessum leik en bara hittum illa þegar öllu er á botninn hvolft.“ Það má kannski segja að það hafi vantað herslumuninn fyrir Haukana í lokin? „Já það var jafnt og þær fá stóra körfu til að detta og aðra ódýra í kjölfarið þar sem við töpum boltanum einmitt í einhverju drippli og þar skildu svolítið leiðir með liðunum. Hefðum við náð að setja þessar körfur hinum megin, þar sem við fengum sannarlega færin, þá hefði þetta kannski farið öðruvísi en svona er þetta.“ Aðeins sjö leikmenn Hauka fengu mínútur í kvöld meðan að Keflavík rúllaði á 10 leikmönnum. Er það ekki bara of lítið að dreifa álaginu á svona fáa leikmenn þegar orkustigið er jafn hátt og það var í kvöld? „Já kannski en það eru aðrar stelpur þarna sem eiga eftir að detta betur inn í róteringuna sem þurfa bara aðeins meiri tíma. Svo náttúrulega missum við Emmu líka í villuvandræði svo að við vorum eiginlega bara að rúlla á sex leikmönnum meira og minna. Það kannski sást í lokin, við vorum ekki að setja skotin og vorum þreyttar. Þær voru að pressa okkur allan tímann og gerðu vel, voru að rótera meira og gerðu bara mjög vel í því.“ Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Haukar Körfubolti
Hin taplausu topplið Subway-deildar kvenna, Keflavík og Haukar, mættust í Blue höllinni suður með sjó í kvöld. Sigurvegarar kvöldsins yrðu því eina liðið á toppnum og jafnframt það eina taplausa þegar þrjár umferðir eru að baki. Það voru að lokum heimakonur sem sigldu sigrinum í höfn á seiglunni, lokatölur 75-66. Leikurinn var hnífjafn í byrjun og bæði lið greinilega mætt til að selja sig dýrt. Keflvíkingum gekk vel að finna glufur og leiðir bakdyramegin að körfu Hauka en á móti sýndu Haukakonur mikinn baráttuanda og vilja og náðu að slæma hendinni í ófáar sendingar. Í öðrum leikhluta komust Keflavíkurkonur svo í betri takt, þá ekki síst varnarmegin en þær pressuðu allan völlinn við hvert tækifæri frá upphafi leiks til enda. Staðan í hálfleik 40-35. Vakti það athygli í blaðamannastúkunni að Keflavík var að rúlla á 10 leikmönnum í upphafi leiks, sem hefur án vafa hjálpað til við að halda orkustiginu háu. Haukakonur lögðu ekki árar í bát þrátt fyrir mótlætið og unnu sig jafn og þétt til baka inn í leikinn. Keflvíkingar lentu í smáræðis villuvandræðum og Haukar unnu 3. leikhlutann með 2 stigum. Allt galopið fyrir lokaátökin. En meðan Keflvíkingar náðu að dreifa álaginu vel á hópinn voru aðeins sjö leikmenn Hauka sem komu við sögu í kvöld, og mátti sjá að það var nokkuð dregið af þeim undir lokin. Opin skot ekki að detta og stíf pressa Keflvíkinga bar ítrekað árangur. Þrátt fyrir þennan stífa varnarleik heimakvenna voru þær engu að síður með 7 fleiri tapaða bolta en gestirnir, 26 á móti 19. Haukar jöfnuðu leikinn 59-59 í upphafi 4. leikhluta en þá sögðu Keflavík hingað og ekki lengra og settu 26 stig á móti aðeins 7 hjá gestum og sigurinn í heimahöfn, lokatölur 75-66. Af hverju vann Keflavík? Orkustigið var hátt í leiknum í kvöld en Keflavík náði að halda því í hæstu hæðum allan leikinn. Það má segja að þær hafi keyrt yfir þreytta gestina síðustu sjö mínúturnar, og því fór sem fór. Hvað gekk illa? Vítanýtingin hjá báðum liðum var áberandi slök, eða 65% hjá báðum liðum. Bæði lið komust oft á vítalínuna, Keflavík tók 26 víti og Haukar 23. Það munar um hvert stig í jöfnum leik eins og þessum Hverjar stóðu upp úr? Hjá Keflavík var Daniela Wallen atkvæðamikil eins og svo gjarnan. Hún var dugleg að finna glufur bakdyramegin á vörn Hauka og er ótrúlega góð í að staðsetja sig hárrétt í sókninni. Hún endaði stigahæst á vellinum með 26 stig og bætti við 11 fráköstum í sarpinn. Hjá Haukum var Keira Robinson stigahæst með 21 stig og tók 9 fráköst. Hvað gerist næst? Keflavík eru þá einar á toppnum og eina taplausa liðið í deildinni, en eins og Hörður Axel þjálfari þeirra sagði eftir leik þá er fullt snemmt að missa sig í gleðinni eftir þrjá leiki. Keflavík á næst leik eftir viku þegar þær heimsækja Val á Hlíðarenda, en Haukar eiga heimaleik þann 11. gegn Grindavík. Margt gott sem við gerðum, við bara hittum illa Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinnVísir/Vilhelm Keflavík lagði greinilega upp með að keyra upp orkustigið í Blue-höllinni í kvöld, þar sem Keflavík pressaði allan leikinn og liðin voru í tíðum ferðum á vítalínurnar. Bjarni Magnússon þjálfari Hauka tók undir að orkustigið hefði verið ansi hátt á köflum. „Já það var það. Þær gerðu vel á okkur að mörgu leyti en við fengum svo sem þau færi sem við vorum að leitast eftir. Á sæmilegum skotdegi hefðum við kannski getað snúið þessu aðeins betur við.“ Hörð pressa allan völlinn virðist ætla að verða aðalsmerki Keflavíkur í vetur. Hvernig fannst Bjarna hans lið ná að leysa úr pressunni? „Ágætlega. Það komu kaflar þar sem við fórum út úr því sem við ætluðum að gera og fórum að drippla of mikið í gegnum pressuna. En heilt yfir allt í lagi en í framhaldinu vorum við að fara oft út úr skipulagi af því að þær voru að pressa. En margt gott sem við gerðum, við bara hittum illa. Við vorum að þvinga þær í hátt í 30 tapaða bolta. Við erum að taka fleiri fráköst, margt fínt í þessum leik en bara hittum illa þegar öllu er á botninn hvolft.“ Það má kannski segja að það hafi vantað herslumuninn fyrir Haukana í lokin? „Já það var jafnt og þær fá stóra körfu til að detta og aðra ódýra í kjölfarið þar sem við töpum boltanum einmitt í einhverju drippli og þar skildu svolítið leiðir með liðunum. Hefðum við náð að setja þessar körfur hinum megin, þar sem við fengum sannarlega færin, þá hefði þetta kannski farið öðruvísi en svona er þetta.“ Aðeins sjö leikmenn Hauka fengu mínútur í kvöld meðan að Keflavík rúllaði á 10 leikmönnum. Er það ekki bara of lítið að dreifa álaginu á svona fáa leikmenn þegar orkustigið er jafn hátt og það var í kvöld? „Já kannski en það eru aðrar stelpur þarna sem eiga eftir að detta betur inn í róteringuna sem þurfa bara aðeins meiri tíma. Svo náttúrulega missum við Emmu líka í villuvandræði svo að við vorum eiginlega bara að rúlla á sex leikmönnum meira og minna. Það kannski sást í lokin, við vorum ekki að setja skotin og vorum þreyttar. Þær voru að pressa okkur allan tímann og gerðu vel, voru að rótera meira og gerðu bara mjög vel í því.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum