Vandi hverfur ekki þótt hann sé hunsaður Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. október 2022 12:00 Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4. 10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar. Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án þjónustu aukast líkur á að vandi þeirra taki á sig alvarlegri myndir og verði jafnvel flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi að sjálfsmyndin beri hnekki. Málþroskaröskun eða önnur talmein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á barnið og dregið úr félagslegu öryggi þess. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við vanda og vanlíðan. Ef börnum er ekki hjálpað má vænta þess að kvíði og depurð aukist og leiði jafnvel til sjálfsskaða eða neyslu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir að fá faglega þjónustu skóla og útskrifast jafnvel úr grunnskóla án þess að fá fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það má telja víst að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Ekkert bólar á innleiðingu Barnasáttmálans í Reykjavík Málefni barna í vanda eru einfaldlega ekki í forgangi í Reykjavík, alla vega ekki eins ofarlega og þau þyrftu að vera. Engu að síður segja ráðamenn að stefnt sé að því að Reykjavíkurborg verði fyrsta „Barnvæna höfuðborgin á heimsvísu.“ Hvernig má þetta verða þegar staðan er svona? Barnasáttmálinn er ekki einu sinni í innleiðingarferli í Reykjavík. Flokkur fólksins lagði fram í borgarstjórn 18. jan. sl. tillögu þess efnis að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún situr enn. Nýjar rannsóknir hræða Nýlega kom út Ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda og málþroskavanda. Einbeitingarvandi hefur aukist mikið hjá börnum. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist s.s. vegna lesskilningsvanda. Biðlisti barna eftir fagfólki skólanna telur nú 2017 en var árið 2018 400 börn. Skortur á sálfræðingum Aukning á biðlistum kemur til af tvennu, fjölgun beiðna eftir aðstoð og að ekki hafa verið ráðnir nægilega margir fagaðilar til að takast á við fjölgunina. Stöðugildum sálfræðinga hjá skólum hefur ekki fjölgað árum saman. Skólar eru misstórir og þarfir þeirra mismunandi til sálfræði- og talmeinaþjónustu. Algengt er að sálfræðingur sinni 1-3 skólum eftir stærð og þörfum. Erfitt er að ráða sálfræðinga og má án efa rekja ástæðuna til launamála. Á þessu þarf að finna lausn. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hef ég barist árum saman fyrir því að aðsetur sálfræðinga verði út í skólunum en ekki á þjónustumiðstöðvum. Gjá hefur myndast á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Tillögur mínar í þessum efnum sem hafa verið felldar auk tillögur um fjölgun stöðugilda sálfræðinga og talmeinafræðinga er að Skólaþjónustan athugaði með formlegt samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg. Þetta á t.d. helst við börn sem eru með ADHD röskun. Með samstarfi sem þessu myndi létta mjög á biðlistum á öllum stigum þjónustunnar. Ábyrgðin er okkar allra Börn hafa ekki sterka rödd, eru ekki hávær hópur eðli málsins samkvæmt. Foreldrar þeirra eru einnig í misjafnri stöðu með að láta heyra í sér og berjast. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að málefni barna verði að hafa meiri forgang í Reykjavík. Það er ótækt að börn í vanlíðan séu sett á bið. Hvert barn á biðlista er einu barni ofaukið. Börn sem fá ekki þessa þjónustu eru í hættu. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Borgarstjórn Flokkur fólksins Réttindi barna Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Umræða um langa biðlista eftir sálfræði- og talmeinaþjónustu í Reykjavík var í borgastjórn 4. 10 að beiðni borgarfulltrúa Flokks fólksins. Ég hef rætt biðlistavandann nánast sleitulaust frá 2018 og lagt fram tillögur til úrlausnar. Ef tilfinninga-, vitsmuna- og/eða félagslegur vandi barna er hunsaður, hverfur hann ekki. Því lengur sem börn bíða án þjónustu aukast líkur á að vandi þeirra taki á sig alvarlegri myndir og verði jafnvel flóknari og erfiðari viðureignar. Ef barn fær ekki hjálp við hæfi að sjálfsmyndin beri hnekki. Málþroskaröskun eða önnur talmein sem ekki fá fullnægjandi meðhöndlun geta haft afar neikvæð áhrif á barnið og dregið úr félagslegu öryggi þess. Verið er að leika sér að eldinum með því að láta börn bíða eftir viðeigandi aðstoð við vanda og vanlíðan. Ef börnum er ekki hjálpað má vænta þess að kvíði og depurð aukist og leiði jafnvel til sjálfsskaða eða neyslu. Biðin er foreldrunum ekki síður erfið og óvissan með öllu óþolandi. Fjölmörg dæmi eru um að börn hafa beðið í allt að 2 ár á biðlista eftir að fá faglega þjónustu skóla og útskrifast jafnvel úr grunnskóla án þess að fá fyrstu hjálp. Efnaminni foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Það má telja víst að ákveðinn hópur barna með náms-, félags- og tilfinningalegan vanda haldi út í lífið án þess að hafa fengið nokkra aðstoð. Ekkert bólar á innleiðingu Barnasáttmálans í Reykjavík Málefni barna í vanda eru einfaldlega ekki í forgangi í Reykjavík, alla vega ekki eins ofarlega og þau þyrftu að vera. Engu að síður segja ráðamenn að stefnt sé að því að Reykjavíkurborg verði fyrsta „Barnvæna höfuðborgin á heimsvísu.“ Hvernig má þetta verða þegar staðan er svona? Barnasáttmálinn er ekki einu sinni í innleiðingarferli í Reykjavík. Flokkur fólksins lagði fram í borgarstjórn 18. jan. sl. tillögu þess efnis að skipaður verði stýrihópur sem greini og leggi mat á hvað vanti upp á til að hægt sé að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Tillögunni var vísað til borgarráðs þar sem hún situr enn. Nýjar rannsóknir hræða Nýlega kom út Ársskýrsla velferðarsviðs. Í skýrslunni eru birtar upplýsingar um algengustu ástæður tilvísana eftir faglegri þjónustu fyrir börn. Langmesta aukningin milli ára er vegna tilfinninga- og félagslegs vanda og málþroskavanda. Einbeitingarvandi hefur aukist mikið hjá börnum. Fjölgun tilvísana/beiðna vegna vitsmunaþroskavanda hefur einnig aukist s.s. vegna lesskilningsvanda. Biðlisti barna eftir fagfólki skólanna telur nú 2017 en var árið 2018 400 börn. Skortur á sálfræðingum Aukning á biðlistum kemur til af tvennu, fjölgun beiðna eftir aðstoð og að ekki hafa verið ráðnir nægilega margir fagaðilar til að takast á við fjölgunina. Stöðugildum sálfræðinga hjá skólum hefur ekki fjölgað árum saman. Skólar eru misstórir og þarfir þeirra mismunandi til sálfræði- og talmeinaþjónustu. Algengt er að sálfræðingur sinni 1-3 skólum eftir stærð og þörfum. Erfitt er að ráða sálfræðinga og má án efa rekja ástæðuna til launamála. Á þessu þarf að finna lausn. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi Flokks fólksins hef ég barist árum saman fyrir því að aðsetur sálfræðinga verði út í skólunum en ekki á þjónustumiðstöðvum. Gjá hefur myndast á milli barna og sálfræðiþjónustu og hana þarf að brúa. Tillögur mínar í þessum efnum sem hafa verið felldar auk tillögur um fjölgun stöðugilda sálfræðinga og talmeinafræðinga er að Skólaþjónustan athugaði með formlegt samstarfi við Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) í þeim tilgangi að vinna saman að málum barna þar sem t.d. aðkoma barnalæknis er nauðsynleg. Þetta á t.d. helst við börn sem eru með ADHD röskun. Með samstarfi sem þessu myndi létta mjög á biðlistum á öllum stigum þjónustunnar. Ábyrgðin er okkar allra Börn hafa ekki sterka rödd, eru ekki hávær hópur eðli málsins samkvæmt. Foreldrar þeirra eru einnig í misjafnri stöðu með að láta heyra í sér og berjast. Flokkur fólksins hefur ítrekað bent á að málefni barna verði að hafa meiri forgang í Reykjavík. Það er ótækt að börn í vanlíðan séu sett á bið. Hvert barn á biðlista er einu barni ofaukið. Börn sem fá ekki þessa þjónustu eru í hættu. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun