„Mjög skrýtið fyrirkomulag“ en hentar vel Sindri Sverrisson skrifar 6. október 2022 15:01 Glódís Perla Viggósdóttir var að vonum afar svekkt eftir tapið gegn Hollandi í síðasta mánuði en vill nýta það svekkelsi til að knýja fram sigur næsta þriðjudag. vísir/Arnar Glódís Perla Viggósdóttir segir að skrýtið fyrirkomulag undankeppni HM í fótbolta sé á vissan hátt ágætt fyrir íslenska landsliðið sem þessa dagana geti skerpt á ákveðnum atriðum sem liðið þurfi að bæta, sama hver andstæðingurinn sé. Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Glódís og stöllur í íslenska landsliðinu æfa þessa dagana í Algarve í Portúgal fyrir úrslitaleikinn næsta þriðjudag um sæti á HM. Það ræðst í kvöld hvort sá leikur verður í Portúgal eða Belgíu, því Ísland mætir sigurliðinu úr leik þessara þjóða. Ísland var hársbreidd frá því að losna við umspilið og komast beint á HM þegar það mætti Hollandi í síðasta mánuði en tapaði þar 1-0 með marki í uppbótartíma: „Ég held að aðallega tökum við með okkur þessa svekkelsistilfinningu og reynum að nýta hana í eitthvað gott, breyta henni í jákvæða tilfinningu og vonandi komast á HM,“ segir Glódís í viðtali á samfélagsmiðlum KSÍ. KSÍ TV heyrði í Glódísi Perlu í dag.,,Við náum bara að fókusera meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga og skiptir ekki máli á móti hverjum það er."#dottir #alltundir pic.twitter.com/TN2S8KQxut— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 6, 2022 Hún segir það vissulega sérstakt að undirbúa sig núna fyrir leik sem enn er ekki vitað gegn hverjum verður. „Þetta er mjög skrýtið fyrirkomulag hjá UEFA, FIFA, eða hverjum sem setur þetta upp. Allt öðruvísi en maður er vanur. En ég held að þetta sé fínt. Við náum þá að fókusa meira á okkur og einbeita okkur að því sem við þurfum að laga, og það skiptir ekki máli á móti hverjum það er. Þetta eru grundvallaratriði sem við þurfum að fínpússa og það er jákvætt fyrir okkur að vissu leyti að geta hundrað prósent einbeitt okkur að okkur sjálfum, alla vega fyrstu dagana,“ segir Glódís en íslenska landsliðið fær svo á föstudaginn ítarlega skýrslu um verðandi andstæðinga sína frá Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara U21-landsliðs karla, sem verður á leik Portúgals og Belgíu í kvöld. Mætir liðunum tveimur sem hún vildi mæta Glódís er ekki bara lykilmaður í íslenska landsliðinu heldur á hún einnig fast sæti í vörn Bayern München sem spilar í Meistaradeild Evrópu í vetur. Liðið dróst í riðil með Barcelona, sem varð Evrópumeistari í fyrra, og á því fyrir höndum leik á sjálfum Camp Nou. Í riðlinum eru einnig lið Rosengård, sem Glódís spilaði áður með, og Benfica. „Mér líst mjög vel á riðilinn,“ segir Glódís. „Ég held að allir riðlarnir séu sterkir og þetta verði mikið af góðum leikjum. Ég vildi sjálf fá Barcelona og Rosengård, svo ég er mjög ánægð með þetta. Maður vill alltaf spila á móti þeim bestu, svo það er mjög gaman að mæta Barcelona, og svo verður mjög gaman að fara „heim“ til Malmö að spila. Við vorum svo í riðli með Benfica í fyrra og þekkjum þær. Við vorum í styrkleikaflokki tvö og gerum þá kröfu á okkur að við förum upp úr þessum riðli og í átta liða úrslitin,“ segir Glódís.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira