33 prósenta hækkun en aðrir í verri stöðu Snorri Másson skrifar 6. október 2022 23:31 Augljóst er að einhverjir munu ekki ráða við þá auknu greiðslubyrði sem fylgir sífellt hækkandi vöxtum að sögn varaformanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Þess eru dæmi að mánaðarleg greiðsla fólks sé að hækka um meira en hundrað þúsund krónur. Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld: Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
Frá því í maí á síðasta ári hafa meginvextir Seðlabankans hækkað úr 0,75% í 5,75%. Áhrifin á lífsafkomu venjulegs fólks eru veruleg. Dæmi um það má finna hjá sjálfum varaformanni Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann tók í maí lán upp á 50 milljónir króna, óverðtryggt með breytilegum vöxtum, og síðan hafa þrjár vaxtahækkanir verið tilkynntar. „Sú síðasta tekur gildi í nóvember. Þá mun greiðslubyrðin fara í 300 þúsund krónur en hún var 225.000 krónur þegar lánið var tekið samkvæmt lántökuforsendum. Þetta þýðir hækkun á mánaðarlegri greiðslubyrði um 75.000 krónur, sem er þriðjungur af því sem hún var í upphafi,“ segir Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna, í samtali við fréttastofu. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður Hagsmunasamtaka heimilanna.stöð 2 Guðmundur segir þetta rétt svo þolanlegt og getur brúað bilið með því að ganga á sparnaðinn á meðan hann endist, en það geta ekki allir. „Ég hef heyrt mikið verri dæmi hjá þeim sem eru með öðruvísi forsendur þar sem þetta er jafnvel yfir 100.000 krónum á mánuði. Það er bara ekkert sem venjulegt heimili á aukalega í sínu heimilisbókhaldi. Ég held að það sé augljóst að einhverjir muni ekki ráða við þetta,“ segir Guðmundur. Líður eins og þetta sé gildra Áhyggjurnar eru ekki minni hjá öðrum skuldurum sem fréttastofa hefur rætt við. Einn borgaði 118 þúsund krónur á mánuði þegar hann keypti íbúð fyrir tveimur árum og borgar nú 207 þúsund krónur. Maður fær á tilfinninguna að maður hafi verið leiddur í gildru segir viðkomandi. Annar borgaði fyrir nokkrum mánuðum 157.000 krónur á mánuði, nú 240 þúsund krónur. Launin hafa ekki hækkað með - og viðkomandi spyr: Er hægt að lifa á þessu? Sá þriðji borgaði fyrr á þessu ári 129 þúsund krónur og sér nú fram á að borga meira en 180.000 krónur. Þeir taka líklega undir með Guðmundi, sem segir: „Ég bind bara einfaldlega vonir við að þetta ástand verði ekki langvarandi.“ Fjallað var um vaxtahækkanir, nýju snjóhengjuna og rætt var við Konráð Guðjónsson ráðgjafa SA í Íslandi í dag í gærkvöld:
Íslenskir bankar Seðlabankinn Fjármál heimilisins Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Fleiri fréttir Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent