Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2022 16:47 Frá vettvangi á Ólafsfirði á mánudaginn. Vísir/Tryggvi Páll Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að rannsóknin sé í fullum gangi og miði vel. Fjórir voru handteknir vegna málsins aðfaranótt mánudags og síðdegis þann dag gerð krafa um vikulangt gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einkum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofa er önnur konan eiginkona hins látna. Hin tvö eru vinir konunnar; konan búsett á Ólafsfirði en karlmaðurinn búsettur í Reykjavík en í heimsókn fyrir norðan. Tvö kærðu úrskurðinn Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði öll þrjú í gæsluvarðhald á mánudag og var tekin ákvörðun um að flytja þau suður í gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Í tilkynningunni kemur fram að tvö hinna þriggja hafi kært gæsluvarðhaldið til til Landsréttar. Rétturinn hafi staðfest varðhald yfir öðrum aðilanum en ekki hinum. Viðkomandi hafi verið látið laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur konan verið látin laus sem bjó í húsinu við Ólafsveg þar sem karlmaðurinn lést. Lögregla segir að skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag. Þá hafi réttarkrufning farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið geti verið eftir niðurstöðum. Ýmis atriði sögð óljós Rannsókn lögreglu er sögð miða að því að leiða í ljós hvað átti sér stað aðfaranótt mánudagsins. Enn séu ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. „Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í tilkynningunni. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að rannsóknin sé í fullum gangi og miði vel. Fjórir voru handteknir vegna málsins aðfaranótt mánudags og síðdegis þann dag gerð krafa um vikulangt gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einkum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofa er önnur konan eiginkona hins látna. Hin tvö eru vinir konunnar; konan búsett á Ólafsfirði en karlmaðurinn búsettur í Reykjavík en í heimsókn fyrir norðan. Tvö kærðu úrskurðinn Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði öll þrjú í gæsluvarðhald á mánudag og var tekin ákvörðun um að flytja þau suður í gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Í tilkynningunni kemur fram að tvö hinna þriggja hafi kært gæsluvarðhaldið til til Landsréttar. Rétturinn hafi staðfest varðhald yfir öðrum aðilanum en ekki hinum. Viðkomandi hafi verið látið laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur konan verið látin laus sem bjó í húsinu við Ólafsveg þar sem karlmaðurinn lést. Lögregla segir að skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag. Þá hafi réttarkrufning farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið geti verið eftir niðurstöðum. Ýmis atriði sögð óljós Rannsókn lögreglu er sögð miða að því að leiða í ljós hvað átti sér stað aðfaranótt mánudagsins. Enn séu ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. „Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í tilkynningunni.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29
Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53