Stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð Ragnars Þórs til forseta ASÍ Hópur stjórnarmanna í VR skrifar 7. október 2022 22:30 Í ljósi umræðu og greinaskrifa stjórnarfólks í 12 aðildarfélögum innan ASÍ hér á Vísi.is í gær þar sem veist er að formanni VR með afar ósmekklegum hætti viljum við stjórnarfólk í VR koma því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þór sem við þekkjum mörg býsna vel eftir margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns. Þar sem fyrirkomulagið í 15 manna stjórn VR er með þeim hætti að helmingur stjórnar kosinn árlega til tveggja ára skiptir miklu máli að vanda til verka innan stjórnar þannig að góður liðsandi myndist og styrkleikar stjórnarinnar fái að njóta sín. Við stjórnarfólk í VR erum ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála og vissulega langir stjórnarfundir oft á tíðum en Ragnari Þór hefur tekist að byggja upp góðan liðsanda í hópi stjórnar þar sem frjáls og opin skoðanaskipti eiga sér stað og allar raddir fá að heyrast. Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður Harpa Sævarsdóttir, ritari Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður Fríða Thoroddsen, stjórnarmaður Helga Ingólfsdóttir, stjórnarmaður Jón Steinar Brynjarsson, stjórnarmaður Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, stjórnarmaður Selma Björk Grétarsdóttir, stjórnarmaður Sigríður Lovísa Jónsdóttir, stjórnarmaður Sigrún Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Sigurður Sigfússon, stjórnarmaður Þorvarður Bergmann Kjartansson, stjórnarmaður Þórir Hilmarsson, stjórnarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál ASÍ Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta. 6. október 2022 14:01 Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðu og greinaskrifa stjórnarfólks í 12 aðildarfélögum innan ASÍ hér á Vísi.is í gær þar sem veist er að formanni VR með afar ósmekklegum hætti viljum við stjórnarfólk í VR koma því á framfæri að þetta er ekki sá Ragnar Þór sem við þekkjum mörg býsna vel eftir margra ára stjórnarsetu saman í stjórn VR. Ragnar Þór hefur verið formaður VR í næstum þrjú kjörtímabil frá því hann var kosinn formaður félagsins árið 2017. Hann hefur endurnýjað sitt umboð frá félagsmönnum á tveggja ára fresti og ávallt fengið mjög góðan stuðning í embætti formanns. Þar sem fyrirkomulagið í 15 manna stjórn VR er með þeim hætti að helmingur stjórnar kosinn árlega til tveggja ára skiptir miklu máli að vanda til verka innan stjórnar þannig að góður liðsandi myndist og styrkleikar stjórnarinnar fái að njóta sín. Við stjórnarfólk í VR erum ólíkur hópur og alls ekki alltaf sammála og vissulega langir stjórnarfundir oft á tíðum en Ragnari Þór hefur tekist að byggja upp góðan liðsanda í hópi stjórnar þar sem frjáls og opin skoðanaskipti eiga sér stað og allar raddir fá að heyrast. Ragnar Þór hefur verið öflugur formaður VR og stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við framboð hans til forseta ASÍ. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, varaformaður Harpa Sævarsdóttir, ritari Bjarni Þór Sigurðsson, stjórnarmaður Fríða Thoroddsen, stjórnarmaður Helga Ingólfsdóttir, stjórnarmaður Jón Steinar Brynjarsson, stjórnarmaður Jónas Yngvi Ásgrímsson, stjórnarmaður Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir, stjórnarmaður Selma Björk Grétarsdóttir, stjórnarmaður Sigríður Lovísa Jónsdóttir, stjórnarmaður Sigrún Guðmundsdóttir, stjórnarmaður Sigurður Sigfússon, stjórnarmaður Þorvarður Bergmann Kjartansson, stjórnarmaður Þórir Hilmarsson, stjórnarmaður
Við höfnum gerræði og hótunum innan ASÍ Línur eru teknar að skýrast varðandi framtíð Alþýðusambandsins. Ragnar Þór Ingólfsson hefur tilkynnt um forsetaframboð og lýst yfir stuðningi við Kristján Þórð Snæbjarnarson, Sólveigu Önnu Jónsdóttur og Vilhjálm Birgisson í embætti varaforseta. 6. október 2022 14:01
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar