Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn: „Þetta er öflug tilfinning, ég skal viðurkenna það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2022 23:31 Íslandsmeistarinn Óskar Hrafn Þorvaldsson mætti á Suðurlandsbrautina í kvöld eftir að ljóst var að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan árið 2010. Vísir/Hulda Margrét „Ég veit það ekki, ég hef ekki verið út á velli og orðið Íslandsmeistari. Ég ætla að segja að það skipti engu máli hvar þú vinnur svo lengi sem það er í góðum hópi,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, þegar hann mætti til Guðmundar Benediktssonar í Stúkuna fyrr í kvöld. Breiðablik varð Íslandsmeistari karla í fótbolta fyrr í kvöld þegar nágrannar þeirra í Stjörnunni lögðu Víking 2-1 í Garðabæ. Víkingar voru eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliði Breiðabliks sem tryggði sér titilinn þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni. Óskar Hrafn horfði á leik kvöldsins í Smáranum ásamt leikmönnum, starfsliði og sjálfboðaliðum Breiðabliks. Hann renndi svo við á Suðurlandsbrautinni og fór yfir sumarið hjá liði sínu og margt fleira. Bensín á eldinn Óskar Hrafn var spurður út í lok síðasta tímabils en í næstsíðustu umferð deildarinnar tapaði Breiðablik fyrri FH í Kaplakrika á meðan Víkingur vann hádramatískan sigur á KR. „Það var þungt, ég skal viðurkenna það. Það var erfitt að láta það ekki skilgreina alla vinnuna sem við höfðum lagt í þetta. Svo hífur maður sig upp og heldur áfram.“ „Ég tel að styrkur þessa hóps hafi að stórum hluta falist í því að láta vonbrigði síðasta árs ekki draga sig niður heldur að nota það til að leggja meira á sig. Þó þetta hafi verið sárt í fyrra þá var þetta kannski nauðsynlegur hluti fyrir liðið, teymið og félagið að þroskast.“ Um þær breytingar sem teymið gerði milli ára „Við æfðum öðruvísi, æfðum meira. Það er alltaf hægt að æfa betur. Snýst meira um það. Það hentar að mörgu leyti íslenskum leikmönnum að æfa einu sinni á dag og gera það almennilega.“ „Menn æfðu vel og liðinu tókst að búa til góðan æfingakúltur. Það dreif veturinn áfram. Það breyttist lítið, varnarlínan hélst og markmaðurinn var sá sami og undanfarin ár.“ Óskar Hrafn sagði að liðið hefði saknað Alexanders Helga Sigurðarsonar og Árna Vilhjálmssonar en þeir yfirgáfu félagið síðasta vetur. Þá hrósaði hann þeim sem komu í staðinn. „Mikkel Qvist, spilaði ekki mikið en var í stóru hlutverki, mjög góður æfingafélagi. Allir sem hafa komið inn hafa komið með eitthvað að borðinu, allir hafa lagt sitt á vogarskálarnar.“ „Ég veit að einhverjir vilja meina að við höfum orðið pragmatískari í okkar nálgun, ekki jafn djarfir og áður,“ sagði Óskar Hrafn varðandi breytingar á leikstíl liðsins. „Ísak Snær [Þorvaldsson] dettur svo inn í hlutverkið sem Árni Vill var í á síðustu leiktíð. Til að vera í þessu hlutverki þarftu að vera með mikla hlaupagetu. Ég bjóst ekki við mörkunum hans Ísaks fyrr en mótið byrjaði og hann sýndi hvað í honum býr.“ „Hann tekur þessa stöðu og neglir hana, með tíma skildi stöðuna betur og við fórum að skilja hann. Hann er með svakalega líkamlega burði ásamt því að vera góður drengur. Hann er duglegur og æfir vel, þakið er mjög hátt,“ sagði Óskar Hrafn um Ísak Snæ en hann hefur þegar samið við Rosenborg í Noregi um mun fara út að tímabilinu loknu. Jason Daði Svanþórsson, hægri vængmaður Breiðabliks, fékk einnig hrós frá þjálfara liðsins í kvöld. Þessi lunkni leikmaður þarf að fara undir hnífinn eftir tímabil þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Um titilinn og að vera Íslandsmeistari „Ég er ekkert búinn að ná að hugsa út í það. Þetta er öflug tilfinning, ég skal viðurkenna það. Sérstaklega að sjá þessa drengi, sem eru búnir að leggja mikla vinnu á sig, og hversu miklu máli þetta skiptir fyrir þá, félagið og sjálfboðaliðana sem voru þarna í kvöld. Þetta er mjög öflug tilfinning og það verður gaman í kvöld en vinna á morgun, það er leikur á laugardaginn.“ „Þurfum að passa okkur á því að fara ekki fram úr sjálfum okkur, það er leikur á laugardaginn,“ ítrekaði þjálfarinn. „Við erum að fara inn í þriggja leikja mót sem við ætlum að vinna. Við höfum verið að einhverju leyti að keppa við sjálfa okkur undanfarnar vikur. Þurfum að passa að verða ekki værukærir og passa okkur að halda að við séum ekki betri en við erum.“ „Við erum búnir að vinna þennan titil. Næstu þrír leikir hafa enga þýðingu fyrir mótið en hafa það fyrir liðið. Ákveðið próf á hungur manna, treysti á við séum enn glorsoltnir í að spila vel og vinna leiki,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Viðtalið í heild sinni verður birt á Vísi í fyrramálið. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stúkan Kópavogur Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira
Breiðablik varð Íslandsmeistari karla í fótbolta fyrr í kvöld þegar nágrannar þeirra í Stjörnunni lögðu Víking 2-1 í Garðabæ. Víkingar voru eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná toppliði Breiðabliks sem tryggði sér titilinn þó enn séu þrjár umferðir eftir af Bestu deildinni. Óskar Hrafn horfði á leik kvöldsins í Smáranum ásamt leikmönnum, starfsliði og sjálfboðaliðum Breiðabliks. Hann renndi svo við á Suðurlandsbrautinni og fór yfir sumarið hjá liði sínu og margt fleira. Bensín á eldinn Óskar Hrafn var spurður út í lok síðasta tímabils en í næstsíðustu umferð deildarinnar tapaði Breiðablik fyrri FH í Kaplakrika á meðan Víkingur vann hádramatískan sigur á KR. „Það var þungt, ég skal viðurkenna það. Það var erfitt að láta það ekki skilgreina alla vinnuna sem við höfðum lagt í þetta. Svo hífur maður sig upp og heldur áfram.“ „Ég tel að styrkur þessa hóps hafi að stórum hluta falist í því að láta vonbrigði síðasta árs ekki draga sig niður heldur að nota það til að leggja meira á sig. Þó þetta hafi verið sárt í fyrra þá var þetta kannski nauðsynlegur hluti fyrir liðið, teymið og félagið að þroskast.“ Um þær breytingar sem teymið gerði milli ára „Við æfðum öðruvísi, æfðum meira. Það er alltaf hægt að æfa betur. Snýst meira um það. Það hentar að mörgu leyti íslenskum leikmönnum að æfa einu sinni á dag og gera það almennilega.“ „Menn æfðu vel og liðinu tókst að búa til góðan æfingakúltur. Það dreif veturinn áfram. Það breyttist lítið, varnarlínan hélst og markmaðurinn var sá sami og undanfarin ár.“ Óskar Hrafn sagði að liðið hefði saknað Alexanders Helga Sigurðarsonar og Árna Vilhjálmssonar en þeir yfirgáfu félagið síðasta vetur. Þá hrósaði hann þeim sem komu í staðinn. „Mikkel Qvist, spilaði ekki mikið en var í stóru hlutverki, mjög góður æfingafélagi. Allir sem hafa komið inn hafa komið með eitthvað að borðinu, allir hafa lagt sitt á vogarskálarnar.“ „Ég veit að einhverjir vilja meina að við höfum orðið pragmatískari í okkar nálgun, ekki jafn djarfir og áður,“ sagði Óskar Hrafn varðandi breytingar á leikstíl liðsins. „Ísak Snær [Þorvaldsson] dettur svo inn í hlutverkið sem Árni Vill var í á síðustu leiktíð. Til að vera í þessu hlutverki þarftu að vera með mikla hlaupagetu. Ég bjóst ekki við mörkunum hans Ísaks fyrr en mótið byrjaði og hann sýndi hvað í honum býr.“ „Hann tekur þessa stöðu og neglir hana, með tíma skildi stöðuna betur og við fórum að skilja hann. Hann er með svakalega líkamlega burði ásamt því að vera góður drengur. Hann er duglegur og æfir vel, þakið er mjög hátt,“ sagði Óskar Hrafn um Ísak Snæ en hann hefur þegar samið við Rosenborg í Noregi um mun fara út að tímabilinu loknu. Jason Daði Svanþórsson, hægri vængmaður Breiðabliks, fékk einnig hrós frá þjálfara liðsins í kvöld. Þessi lunkni leikmaður þarf að fara undir hnífinn eftir tímabil þar sem hann hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Um titilinn og að vera Íslandsmeistari „Ég er ekkert búinn að ná að hugsa út í það. Þetta er öflug tilfinning, ég skal viðurkenna það. Sérstaklega að sjá þessa drengi, sem eru búnir að leggja mikla vinnu á sig, og hversu miklu máli þetta skiptir fyrir þá, félagið og sjálfboðaliðana sem voru þarna í kvöld. Þetta er mjög öflug tilfinning og það verður gaman í kvöld en vinna á morgun, það er leikur á laugardaginn.“ „Þurfum að passa okkur á því að fara ekki fram úr sjálfum okkur, það er leikur á laugardaginn,“ ítrekaði þjálfarinn. „Við erum að fara inn í þriggja leikja mót sem við ætlum að vinna. Við höfum verið að einhverju leyti að keppa við sjálfa okkur undanfarnar vikur. Þurfum að passa að verða ekki værukærir og passa okkur að halda að við séum ekki betri en við erum.“ „Við erum búnir að vinna þennan titil. Næstu þrír leikir hafa enga þýðingu fyrir mótið en hafa það fyrir liðið. Ákveðið próf á hungur manna, treysti á við séum enn glorsoltnir í að spila vel og vinna leiki,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Viðtalið í heild sinni verður birt á Vísi í fyrramálið.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Stúkan Kópavogur Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Sjá meira