Sterka amman áfram sú sterkasta í heimi: Elsa varði HM-titilinn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 08:31 Elsa Pálsdóttir með öll verðlaunin sem hún vann á heimsmeistaramótinu og svo auðvitað Íslands spjaldið líka. Fésbókin Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitilinn sinn á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem stendur þessa dagan yfir í St. Johns í Kanada. Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki. Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Þessi 62 ára leikskólakennari úr Garðinum hafði titil að verja og gerði það með glæsibrag. Síðustu ár hafa verið frábær hjá henni þar sem hún hefur safnað að sér fjölda Íslandsmeistaratitlum, heimsmeistaratitlum og Evrópumeistaratitlum. Það bættist enn frekar í hópinn um helgina. Nú var komið að því hjá Elsu að verja heimsmeistaratitilinn sem hún vann í í Halmstad í Svíþjóð í september í fyrra. Hún keppti í 76 kílóa flokki í kraftlyftingum öldunga sextíu ára og eldri en hún vann þar þrenn gullverðlaun og eitt silfur á HM í St. Johns. Elsa fékk silfur í bekkpressu en fékk gullverðlaun í hnébeygju, réttstöðu og samanlögðu. Elsa lyfti alls 357,5 kílóum og vann öruggan sigur en sú næsta á eftir henni lyfti alls 322,5 kílóum í samanlögðu. Elsa lyfti 132,5 kílóum í hnébeygju, 62,5 kílóum í bekkpressu og 160,0 kílóum í réttstöðulyftu. Það er ekki nóg með að Elsa hafi varið heimsmeistaratitla sína frá 2021 heldur lyfti hún 2,5 kílóum meira samanlagt en hún gerði fyrir ári síðan. Munaði þar um það að hún bætti sig í bekkpressunni og sló þar Íslandsmet sitt. Í öðru sæti í samanlögðu var hin bandaríska Barbara Beaudin sem er einu ári yngri en Elsa. Þriðja varð síðan heimakonan Pamela King frá Kanada. King var sú eina sem fékk gull eins og Elsa því hún vann bekkpressuna. Elsa gerði tilraun til að bæta heimsmet sitt í hnébeygjunni í síðustu tilrauninni en það tókst ekki.
Kraftlyftingar Suðurnesjabær Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira