Jonni hefði ekki veifað eins og Milka: „Þarf að taka Drungilas út úr hausnum á sér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2022 12:01 Dominykas Milka horfir á Adomas Drungilas sem er þarna að mótmæla brottrekstrarvillu sinni. S2 Sport Einvígið á milli litháísku miðherjanna Dominykas Milka hjá Keflavík og Adomas Drungilas hjá Tindastóli setti stóran svip á stórleik fyrstu umferðar Subway deildar karla í körfubolta. Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór. Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Keflavík hafði betur í leiknum en það fór ekkert á milli mála að þetta verða lið sem berjast á toppnum í vetur. Það eru flestir körfuboltaáhugamenn sem muna enn eftir einvígi þeirra Drungilas og Milka í lokaúrslitunum 2021 þegar Drungilas hjálpaði Þórsurum að vinna óvænt fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Keflavík tapaði ekki leik fyrir úrslitin en Milka átti ekki svar við Drungilas á stærsta sviðinu. Klippa: Subway Körfuboltakvöld: Einvígi Milka og Drungilas Lokaleikurinn endaði á því að Drungilas hnyklaði vöðvana fyrir framan Milka þegar sigurinn var í höfn eða alveg eins og Dominykas var vanur að gera við sína mótherja. Þeir mættust aftur í Keflavík í fyrstu umferðinni og Subway Körfuboltakvöld skoðaði betur einvígi þessara öflugu leikmanna. Drungilas byrjaði leikinn mun betur en Milka en Milka hafði hins vegar betur á endanum. Dómarar leiksins ákváðu nefnilega að reka Drungilas út úr húsi fyrir sóknarbrot á landa sínum. Var gjörsamlega að éta hann „Það er ekki oft sem svona stór karl er með svona rosalega mikið presence yfir bæði Milka og að [David] Okeke að einhverju leyti líka en sérstaklega Milka til að byrja með í fyrra hálfleik. Hann var gjörsamlega að éta hann í sóknarfráköstum og var að draga Milka aðeins út,“ sagði Matthías Orri Sigurðarson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Drungilas var frábær til að byrja með þangað til að þetta kom,“ sagði Matthías og þá skoðuðu þeir brotið sem kostaði Drungilas snemmbúna ferð í sturtu. „Hann var bara með sálræna yfirburði yfir honum þangað til að þetta gerðist,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. Kann að espa hann upp „Milka liggur á honum og kann að espa hann upp,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds. „Þeir eru búnir að berjast áður og þekkjast. Hann er að spila inn á veikleikann hjá honum. Eins leiðinlegt og það hljómar fyrir Drungilas þá heppnaðist það í kvöld,“ sagði Jón Halldór. „Mér finnst Milka ótrúlega kurteis. Ég er ekki viss um að ég hefði veifað honum,“ sagði Jón. „Svo við tölum hreina íslensku þá var Milka að spila á móti Drungilas í þessum leik og hann var í vandræðum. Drungilas bar höfuð og herðar yfir hann á meðan hann var inn á vellinum. Milka þarf að mínu mati að taka þennan Drungilas út úr hausnum á sér, hætta þessu og fara bara að spila körfu,“ sagði Jón Halldór.
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti