Sviptir réttindum í tíð eldri laga þurfa ekki að sitja námskeið Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2022 09:02 Þegar umferðarlögum var breytt árið 2019 var gerð krafa um að þeir sem eru sviptir réttindum vegna ölvunaraksturs þurfi að sitja námskeið og standast ökupróf til að fá skírteinið aftur. Vísir/Getty Ökumenn sem voru sviptir ökuréttindum áður en umferðarlögum var breytt fyrir þremur árum þurfa ekki lengur að sitja námskeið hjá Samgöngustofu til að geta fengið réttindin aftur eftir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu breytti lagatúlkun sinni. Innviðaráðuneytið vísaði frá kæru vegna slíks máls. Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd. Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Með breytingum sem voru gerðar á umferðarlögum árið 2019 var það skilyrði sett að þeir sem eru sviptir ökuréttindum í annað sinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna öðlist þau ekki að nýju að loknum sviptingartíma nema þeir hafi sótt sérstakt námskeið á vegum Samgöngustofu og staðist ökupróf að ný. Það sama á við um þá sem hafa fengið ákveðinn fjölda punkta samkvæmt punktakerfi vegna umferðarlagbrota eða verið sviptir ökuréttindum lengur en í tólf mánuði. Einstaklingur sem var sviptur ökuréttindum fyrir lagabreytinguna árið 2018 vildi ekki fella sig við þau svör Samgöngustofu að hann þyrfti að sitja slíkt námskeið til að öðlast réttindin aftur. Kærði hann meinta ákvörðun stofnunarinnar til innviðaráðuneytisins. Byggði ökumaðurinn á því að í stjórnarskrá segi að viðurlög við refsiverðri háttsemi megi ekki vera þyngri en heimilað var í lögum þegar háttsemin átti sér stað. Samgöngustofa benti á móti á að skilyrði fyrir umsókn um að fá ökuskírteini á ný eftir sviptingu væru ekki viðurlög við refsiverðri háttsemi. Ráðuneytið sammála breyttri túlkun laga Í úrskurði ráðuneytisins segir að það telji það ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði til þess að fólk geti öðlast ökurétt að nýju enda gefi stofnunin hvorki út ökuskírteini né veiti ökuréttindi að nýju. Það sé í höndum sýslumanns eða lögreglustjóra eftir atvikum. Skilyrðið um námskeiðið sé aðeins liður í meðferð umsóknar um að öðlast ökuréttindi á ný. Það feli ekki í sér sjálfstæða stjórnvaldsákvörðun sem hægt sé að kæra til ráðuneytisins. Svar Samgöngustofu til mannsins hafi aðeins falið í sér afstöðu hennar til ágreiningsefnisins en ekki verið eiginleg stjórnvaldsákvörðun. Vísaði ráðuneytið kærunni því frá. Þrátt fyrir niðurstöðuna tekur ráðuneytið fram að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni þannig að þeir sem voru sviptir réttindum í tíð eldri umferðarlaga þurfi ekki að sækja námskeiðið. Samgöngustofa hafi lýst sig sammála þeirri túlkun. Ráðuneytið lýsir sig einnig sammála þeirri afgreiðslu og segir hana í betra samræmi við lagaskilareglur en eldri framkvæmd.
Stjórnsýsla Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira