Nýr „bensínbíll“ Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. október 2022 14:00 Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Bílar Bensín og olía Orkuskipti Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Tæknihræðsla og íhaldssemi geta stundum hægt á framförum og þróun. Sjálfur þurfti ég að aðstoða kynslóðina fyrir ofan mig í ýmsum tæknimálum t.d. við innleiðingu sjónvarpsfjarstýringa en er nú sjálfur háður yngri kynslóðum í uppfærslum snjallsíma, svo dæmi sé tekið. Mér gekk vel með gömlu farsímana, þar sem rafhlaðan entist stundum í marga daga, ólíkt snjallsímum með sína endingarlitlu rafhlöðu. En þrátt fyrir aukna hleðsluþörf þá buðu snjallsímar upp á svo marga kosti og tækifæri framyfir gamla símann, að ég varð hreinlega að komast yfir tæknihræðsluna og íhaldssemina og taka stökkið. Bráðnauðsynleg innleiðing á rafbílum er nú í fullum gangi hérlendis en þrátt fyrir ævintýralegt úrval af frábærum rafbílum er enn nokkuð um að nýskráðir bensín- og dísilbílar laumi sér á göturnar. Það kemur mér nokkuð á óvart að þeir sem hafa á annað borð efni á nýjum bíl velji stundum glænýja bensín- og dísilbíla í stað sambærilegs rafbíls. Sumar ákvarðanir eiga sér örugglega eðlilegar skýringar, en getur verið að tæknihræðsla og íhaldssemi spili stundum inn í? Prófum aðeins að ímynda okkur að rafbíll sé í raun bara ný tegund af „bensínbíl“ og berum hann saman við hefðbundin bensínbíl. Viðskiptavinur kæmi þá á bílasölu og bæði sölumann um að lýsa þessum nýja „bensínbíl“ í samanburði við sambærilegan en hefðbundinn bensínbíl. Kostir nýja „bensínbílsins“ Þökk sé frábærri orkunýtni er þessi nýi „bensínbíll“ með rauneyðslu á bilinu 1-2 L/100km í samanburði við 5-8 L/100 km í hefðbundna bílnum. Hann er líka með nýja tækni þannig að í raun er hægt að setja upp eigin „bensínstöð“ á heimilinu sem tryggir að hann er alltaf með fullan tank á morgnana og þú þarft nánast aldrei að fara á bensínstöð. Svo er hann svo merkilegur að það er hægt að setja íslenskt „bensín“ á hann þannig að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því hvort bensínið komi frá Mið Austurlöndum eða Rússlandi. Svo er magnað að vélin í honum getur „hreinsað bensínið“ þannig að það losnar engin heilsuspillandi mengun eða gróðurhúsalofttegundir við keyrsluna. Þrátt fyrir þetta er vélin svo einföld að hún þarf miklu minna viðhald og þú þarft aldrei að kaupa smurningu og munt líklega borga almennt miklu minna í viðhaldskostnað. Svo er hann líka kraftmeiri með miklu betri hröðun en samt miklu hljóðlátari. Gallar nýja „bensínbílsins“ En gallarnir miðað við hefðbundna bílinn? Jú, ef þú ferð í mjög langar ferðir þá tekur bara 5 mínútur að setja bensín á hefðbundna bílinn en 15-30 mínútur að setja bensín á nýja „bensínbílinn“. Svo er nýi „bensínbílinn“ örlítið dýrari í innkaupum en heildarkostnaður er þó minni þegar innkaup og rekstur eru tekin saman. Stóra spurningin er hvort þessi gallar séu meiri en samanlagðir kostir hér að ofan? Getur verið að rafbílar myndu seljast enn betur ef þær væru ekki ný tækni heldur betrumbót á hefðbundnum bíl? Höfundur er sviðsstjóri Orkuskipta og loftsslagsmála hjá Orkustofnun.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun