Boðorðin níu Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 13. október 2022 14:31 Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Auðbjörg K. Straumland Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30 Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það dregur til tíðinda í Garðabænum, en þar hafa boðorðin tíu verið uppfærð og stytt, þannig að auðveldara sér að læra þau. Það sem þó kannski mestu athyglina vekur er sú staðreynd að þeim hefur verið fækkað um eitt. Tíunda boðorðið, sem útleggst svo: „Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, ekki þræl hans eða ambátt, ekki uxa hans eða asna né nokkuð það sem náungi þinn á“ hefur nú verið fjarlægt. Í samtali við Vísi greindi Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðasókn, frá því að þetta hefði verið tilraun til að draga úr utanbókarlærdómi fermingarbarna. Síðasta boðorðið bæti litlu við það níunda að hennar mati, enda fjalli þau bæði um öfund og ágirnd. Skrifað í stein - og þó Samkvæmt Biblíunni talaði Drottinn ofan af Sínaí-fjalli til Ísraelslýðs og færði þeim steintöflur með boðorðunum tíu. Þau eru þó ekki endilega bókstaflega tíu og hinar mýmörgu greinar kristninnar skilgreina þau á mismunandi hátt. Þá hefur Biblían sjálf tvö misvísandi sett af boðorðum, í ýmsum mismunandi þýðingum. Það er kannski ekki eins fráleitt og mörgum kynni að þykja, að ein sókn á afskekktri eyju ákveði að uppfæra þessar árþúsundagömlu kennisetningar frá fjalli við Rauða hafið, sama hvað liggur þar að baki. Hugsunarglæpir og þrælahald Matthildur ítrekar í frétt Vísis „að markmiðið sé fyrst og fremst að að létta undir með börnunum enda geti utanbókarlærdómurinn reynst þeim um megn. Tíunda boðorðið er óumdeilanlega það lengsta.“ (Tíunda boðið er reyndar alls ekki óumdeilandlega það lengsta, enda hafa fyrsta og þriðja boðorðið verið stytt í þeirri útgáfu sem fermingarbörnin læra, en látum það liggja á milli hluta). Það má vel vera að páfagaukalærdómur sé eina ástæðan fyrir því að kirkjan velur að fækka boðorðunum, en að margra mati væri hæglega hægt að rökstyðja slíka uppfærslu með siðferðislegum rökum. Tíunda boðorðið er óhugnanlega karllægt, þar sem konur eru taldar upp með öðrum eignum karlmanna. Þá normalíserar boðorðið í raun fullkomlega úreld viðmið um þrælahald, eitthvað sem ekki öllum þætti viðeigandi páfagaukalærdómur fyrir unglinga. Þá verður að teljast vafasamt að vilja refsa fólki fyrir hugsanir, frekar en að refsa fólki fyrir gjörðir þeirra. Loforð - ekki boðorð Um leið og ég óska Þjóðkirkjunni til hamingju með þessa tímabæru uppfærslu, vil ég hvetja hana til að ganga enn lengra. Það er af nógu að taka í kennisetningum kristninnar sem ekki á erindi í nútímasamfélag og boðorðin bara byrjunin. Sjálf er ég ekki kristin og kæri mig ekki um að tilheyra félögum þar sem ekki má uppfæra viðhorfin í takt við þróun samfélagsins. Ég skilgreini mig sem húmanista og tilheyri Siðmennt, félagi siðrænna húmanista á Íslandi. Húmanistar leggja sig einmitt fram um að styðjast við nýjustu þekkingu hverju sinni, og hætta aldrei að rannsaka, læra meira og endurhugsa þekkingu okkar á heiminum og mannkyni öllu, eins og segir í nýuppfærðri Amsterdam yfirlýsingu alþjóðasamtaka húmanista. Þá hafa húmanistar kjarnað grunngildi húmanisma í tíu loforð, þar sem manneskjan sjálf heitir því að gera sitt besta til að lifa samkvæmt siðferðislegum gildum húmanista, frekar en að taka við boðum að ofan. Það væri gaman ef kirkjan myndi leyfa sér að uppfæra þessa ævafornu handbók. Stöðnun er nefnilega ekki hjálpleg. Það má skipta um skoðun. Og það hvet ég kirkjunnar fólk til að tileinka sér. Höfundur er formaður Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi og hefur oft skipt um skoðun (en er mjög íhaldssöm á bragðarefinn sinn).
Ekki lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náungans Fermingarfræðsla er hafin í Garðabæ og þar dregur það til tíðinda, að börnum eru ekki lengur kennd boðorðin tíu, heldur boðorðin níu. Breytingin er sú að ekki er lengur strangt til tekið bannað að girnast konu náunga síns, þræl hans, uxa eða asna. Breytingarnar gefa þó engan afslátt af góðu siðferði, að sögn prests. 13. október 2022 10:30
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar