Verið stuðningsmaður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2022 23:01 Francis Uzoho átti frábæran leik í kvöld. Matthew Ashton/Getty Images „Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld. Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022 Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Það tók Manchester United rúmar 93 mínútur að brjóta ísinn en alls átti liðið 34 skot að marki og 12 á markið sjálft. Hinn 23 ára gamli Uzoho varði hvað eftir annað en var að lokum sigraður þegar skot Scott McTominay fór í gegnum þvögu af leikmönnum og í netið. Lokatölur 1-0 heimaliðinu í vil en Uzoho án alls efa maður leiksins. Today my dream came through Old traford I will never forget tonight GGMU IN CHRIST ALONE @ManUtd pic.twitter.com/P3BTuFi209— UZOHO FRANCIS ,M.O.N (@Uzohof) October 13, 2022 Aðspurður hvort hann væri mikill Manchester United aðdáandi þá gat Uzoho ekki annað en játað því og brosti áfram sínu breiðasta. „Það er draumi líkast, mig hefur dreymt um að spila hér í langan tíma. Þegar ég sá dráttinn og að við myndum spila á Old Trafford þá vildi ég spila þann leik og bað til guðs um að fá tækifæri til að spila. Ég fékk það og er ánægður með að hafa spilað vel,“ sagði markvörðurinn er hann var spurður út í að spila á Old Trafford. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Að öllum líkindum, ég held það allavega,“ sagði Uzoho þegar hann var spurður hvort þetta væri hans besta frammistaða á ferlinum. „Ég er mjög stoltur af liðsfélögum mínum því þetta var ekki eins manns verk í kvöld. Við gáfum allt sem lið og eins og ég sagði þá er ég ánægður með mína frammistöðu.“ Uzoho nýtti tækifærið eftir leik og fékk mynd af sér með Erik ten Hag, þjálfara Man United. Hver veit nema hann horfi til Kýpur þegar honum vantar næst markvörð. Uzoho gets a pic with Ten Hag #mufc pic.twitter.com/mKlEqnkcga— Samuel Luckhurst (@samuelluckhurst) October 13, 2022
Fótbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55 Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
McTominay hetja Man United eftir að þrjátíu skot höfðu farið forgörðum Manchester United vann eins nauman sigur og mögulegt er þegar Omonia Nicosia frá Kýpur heimsótti Old Trafford í kvöld. Lokatölur 1-0 þökk sé marki Scott McTominay í uppbótartíma þá á Man Utd enn möguleika á að vinna E-riðil. 13. október 2022 20:55