Segir að óvænta hetjan á Old Trafford eigi eftir að fá Jerry Maguire símtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2022 08:00 Francis Uzoho og svo Tom Cruise í hlutverki umboðsmannsins Jerry Maguire. Samsett/Getty Francis Uzoho sló í gegn með frammistöðu sinni í marki Omonia Nicosia á Old Trafford í gærkvöldi en þessi 23 ára gamli markvörður hefur stolið fyrirsögnunum eftir leikinn þrátt fyrir tap kýpverska liðsins. Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen. Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Manchester United var í stórsókn allan leikinn en Francis Uzoho varði hvert skotið á fætur og öðru og öll þar til að Scott McTominay skoraði sigurmark United í uppbótatíma. Uzoho hafði aðeins spilað í 134 mínútur á þessu tímabili en var í miklu stuði í gær og var búinn að verja tólf skot þegar McTominay kom boltanum fram hjá honum. Francis Uzoho made 12 saves against his boyhood club before being beaten in stoppage time pic.twitter.com/rZIlJ75qDm— GOAL (@goal) October 13, 2022 Sagan varð enn betri þegar kom í ljóst að Uzoho er mikill stuðningsmaður Manchester United. Francis Uzoho á að baki 26 landseliki fyrir Nígeríu og hélt hreinu á móti Íslandi á HM í Rússlandi sumarið 2018. Owen Hargreaves, knattspyrnusérfræðingur á BT Sport, telur að þessi frammistaða munu breyta ferli nígeríska markvarðarins. BBC segir frá. „Hann átti besta leik lífs síns og hann var stórkostlegur,“ sagði Owen Hargreaves. „Hann mun tryggja sér samning með þessu. Að hugsa sér að hann hafi verið varamarkvörðurinn þeirra. Hann var eins og veggur,“ sagði Owen. "It's a dream come true for me!"Omonia goalkeeper and Manchester United fan Francis Uzoho was delighted with the chance to play at Old Trafford... @DannyJamieson pic.twitter.com/xWVfy2D2NL— Football on BT Sport (@btsportfootball) October 13, 2022 „Umboðsmaðurinn hans verður mikið í símanum á næstunni og Francis mun fá Jerry Maguire símtal frá honum,“ sagði Owen. Hann vísaði þar til kvikmyndarinnar Jerry Maguire með Tom Cruise og Cuba Gooding Jr. þar sem Cruise leikur umboðsmann og Gooding Jr. leikmanninn. „Við höfum allir átt móment, leiki sem breyta lífi okkar. Nú munu allir þekkja nafnið hans. Þessi leikur mun gerbreyta ferli hans og líklegast breyta lífi hans. Hann sagði okkur svo margt með þessu stóra brosi sínu í viðtalinu,“ sagði Owen.
Evrópudeild UEFA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira