Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þ. 90-84 | Annar sigur nýliðanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. október 2022 22:40 Hilmar Smári Henningsson treður með tilþrifum. Hann var stigahæsti maður vallarins. vísir/diego Nýliðar Hauka unnu sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum þegar þeir lögðu Þór Þ. að velli, 90-84, í Ólafssal í Subway-deild karla í kvöld. Þórsarar hafa aftur á móti tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu. Styrmir Snær Þrastarson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór síðan þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Hann kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun og var eðlilega ryðgaður. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum í kvöld. Styrmir Snær Þrastarson er kominn aftur heim eftir eitt tímabil hjá Davidson háskólanum í Bandaríkjunum.vísir/diego Þrátt fyrir að vera án leikstjórnandans síns, Darwin Davis, spiluðu Haukar glimrandi sóknarleik í fyrri hálfleik. Þar fóru þeir Hilmar Smári Henningsson, Norbertas Giga og Róbert Sigurðarson fremstir í flokki. Í seinni hálfleik slökknaði á þeim í sókninni en Haukavörnin var áfram sterk. Hafnfirðingar sýndu svo styrk undir lokin, settu niður stór skot og lönduðu sex stiga sigri, 90-84. Hilmar Smári skoraði 23 stig fyrir Hauka og Norbertas var með tuttugu stig og sautján fráköst. Róbert skoraði sextán stig, Daniel Mortensen skoraði fimmtán og Orri Gunnarsson þrettán, flest á afar mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik. Alonzo Walker skoraði átján stig og tók ellefu fráköst fyrir Þórsara sem komust aldrei á almennilegt flug í sókninni eins og þeir eru frægir fyrir. Til marks um það skoraði Þór aldrei meira en níu stig í röð í leiknum. Róbert Sigurðarson skoraði sextán stig, þar af þrettán í fyrri hálfleik.vísir/diego Þórsarar voru með frumkvæðið framan af leik en Haukar enduðu 1. leikhlutann af krafti, skoruðu tíu af síðustu tólf stigum hans og leiddu með fimm stigum í leikhlutaskiptunum, 29-24. Heimamenn héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta. Vörnin efldist og sóknarleikurinn gekk skínandi vel þar sem þremenningarnir Hilmar Smári, Norbertas og Róbert drógu vagninn. Haukar skoruðu 22 körfur í fyrri hálfleik og voru með sautján stoðsendingar. Átta af sautján þriggja stiga skotum Hafnfirðinga í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið sem gerir tæplega fimmtíu prósent nýtingu. Þeir töpuðu boltanum svo bara þrisvar sinnum. Josep Pérez Tomás sækir að vörn Hauka.vísir/diego Haukar náðu mest fimmtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Þór kom muninum niður í tíu stig fyrir hálfleik, 55-45. Átta Þórsarar komust á blað í fyrri hálfleik en enginn skoraði meira en átta stig (Walker). Allt annað var að sjá til Þórsliðsins í upphafi seinni hálfleiks. Það skoraði sjö fyrstu stig hans og minnkaði muninn í þrjú stig, 55-52. Það var samt skammvinnt áhlaup því Haukar hleyptu Þórsurum ekki nær í bili. Það var þó aðallega góðri vörn að þakka en eins góð og sókn Hauka var í fyrri hálfleik var hún afleit í þeim seinni. Norbertas Giga var með 31 framlagsstig í leiknum, flest allra.vísir/diego Tómas Valur Þrastarson kom Þór yfir í fyrsta sinn síðan í 1. leikhluta, 63-65, en Haukar svöruðu með fjórum stigum í röð. Þeir leiddu fyrir lokaleikhlutann, 67-65. Þórsarar náðu að slökkva á Norbertas og Hilmari Smára sem skoruðu aðeins þrjú stig samtals í 3. leikhluta. Haukar fengu aftur á móti gott framlag frá Orra og Mortensen. Og þegar fimm og hálf mínúta setti Alexander Ósvald Knudsen niður þrist og jók muninn í tíu stig, 80-70. Það voru fyrstu og einu stig Hauka af bekknum í kvöld. Walker minnkaði muninn í þrjú stig, 87-84, en þristur frá Hilmari Smára þegar hálf mínúta var eftir gulltryggði sigur Hauka. Hafnfirðingar fögnuðu vel og innilega eftir 90-84 sigur þar sem þeir sýndu á sér ólíkar hliðar. Í fyrri hálfleik var sóknin frábær en hökti all svakalega í þeim seinni. Vörn Hauka hélt hins vegar og þeir hleyptu Þór aldrei á skrið sem skipti sköpum. Maté: Menn rifu sig í gang í vörninni Nýliðar Hauka eru með fullt hús stiga.vísir/diego Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var kátur eftir sigur nýliðanna á Þór Þ. í kvöld. Honum fannst sínir menn verða full ragir í seinni hálfleik eftir frábæran sóknarleik í þeim fyrri. „Við vorum það passívir og ragir í sókninni í seinni hálfleik að mér fannst koma mikil ákefð í vörnina hjá okkur,“ sagði Maté í leikslok. „Það var svo erfitt að skora. En menn rifu sig í gang í vörninni og við kreistum þetta út eins og 1-0 sigur í fótbolta. Það var eins og við ætluðum bara á hanga á forystunni og það gengur aldrei. Þótt því gangi ekki vel skorar hitt liðið alltaf nógu mörg stig. En vörnin var góð.“ Haukar spiluðu ljómandi góðan sóknarleik í fyrri hálfleik þar sem boltinn gekk vel á milli manna og heimamenn hittu vel. „Við erum án aðalleikstjórnandans okkar [Darwin Davis] en fengum frábært framlag frá varaleikstjórnandanum [Róberti Sigurðarsyni]. Við vorum að spila á mjög fáum mönnum en höfðum þetta,“ sagði Maté. Hann er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu enda hafa Haukar unnið báða leiki sína. „Ég er mjög ánægður og nú þurfum við bara að halda áfram,“ sagði Maté að endingu. Lárus: Hef áhyggjur Strákarnir hans Lárusar Jónssonar eru enn án stiga.vísir/diego Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu ekki náð að tengja vörn og sókn saman í leiknum í kvöld. „Vörnin þéttist í seinni hálfleik en við komumst aldrei á almennilegt skrið. Þeir settu síðan stór skot niður undir lokin,“ sagði Lárus eftir leik. Styrmir Snær Þrastarson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór í rúmt ár í kvöld, bókstaflega nýlentur. „Hann gaf okkur mikið. Hann kom bara með flugi frá Bandaríkjunum klukkan níu í morgun en miðað við það var hann flottur,“ sagði Lárus. Þórsarar hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa á tímabilinu sem veldur þjálfaranum hugarangri. „Ég hef áhyggjur. Það jákvæða úr þessum leik er orkan í seinni hálfleik og vörnin í 3. leikhluta. En mér finnst við alltof hægir í sókninni og ekki að fá það sem ég vil,“ sagði Lárus að lokum. Subway-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn Körfubolti
Nýliðar Hauka unnu sinn annan sigur í jafn mörgum leikjum þegar þeir lögðu Þór Þ. að velli, 90-84, í Ólafssal í Subway-deild karla í kvöld. Þórsarar hafa aftur á móti tapað báðum leikjum sínum á tímabilinu. Styrmir Snær Þrastarson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór síðan þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Keflavík 26. júní í fyrra. Hann kom með flugi frá Bandaríkjunum í morgun og var eðlilega ryðgaður. Styrmir skoraði sex stig og tók átta fráköst í leiknum í kvöld. Styrmir Snær Þrastarson er kominn aftur heim eftir eitt tímabil hjá Davidson háskólanum í Bandaríkjunum.vísir/diego Þrátt fyrir að vera án leikstjórnandans síns, Darwin Davis, spiluðu Haukar glimrandi sóknarleik í fyrri hálfleik. Þar fóru þeir Hilmar Smári Henningsson, Norbertas Giga og Róbert Sigurðarson fremstir í flokki. Í seinni hálfleik slökknaði á þeim í sókninni en Haukavörnin var áfram sterk. Hafnfirðingar sýndu svo styrk undir lokin, settu niður stór skot og lönduðu sex stiga sigri, 90-84. Hilmar Smári skoraði 23 stig fyrir Hauka og Norbertas var með tuttugu stig og sautján fráköst. Róbert skoraði sextán stig, Daniel Mortensen skoraði fimmtán og Orri Gunnarsson þrettán, flest á afar mikilvægum augnablikum í seinni hálfleik. Alonzo Walker skoraði átján stig og tók ellefu fráköst fyrir Þórsara sem komust aldrei á almennilegt flug í sókninni eins og þeir eru frægir fyrir. Til marks um það skoraði Þór aldrei meira en níu stig í röð í leiknum. Róbert Sigurðarson skoraði sextán stig, þar af þrettán í fyrri hálfleik.vísir/diego Þórsarar voru með frumkvæðið framan af leik en Haukar enduðu 1. leikhlutann af krafti, skoruðu tíu af síðustu tólf stigum hans og leiddu með fimm stigum í leikhlutaskiptunum, 29-24. Heimamenn héldu uppteknum hætti í 2. leikhluta. Vörnin efldist og sóknarleikurinn gekk skínandi vel þar sem þremenningarnir Hilmar Smári, Norbertas og Róbert drógu vagninn. Haukar skoruðu 22 körfur í fyrri hálfleik og voru með sautján stoðsendingar. Átta af sautján þriggja stiga skotum Hafnfirðinga í fyrri hálfleik rötuðu rétta leið sem gerir tæplega fimmtíu prósent nýtingu. Þeir töpuðu boltanum svo bara þrisvar sinnum. Josep Pérez Tomás sækir að vörn Hauka.vísir/diego Haukar náðu mest fimmtán stiga forskoti í fyrri hálfleik en Þór kom muninum niður í tíu stig fyrir hálfleik, 55-45. Átta Þórsarar komust á blað í fyrri hálfleik en enginn skoraði meira en átta stig (Walker). Allt annað var að sjá til Þórsliðsins í upphafi seinni hálfleiks. Það skoraði sjö fyrstu stig hans og minnkaði muninn í þrjú stig, 55-52. Það var samt skammvinnt áhlaup því Haukar hleyptu Þórsurum ekki nær í bili. Það var þó aðallega góðri vörn að þakka en eins góð og sókn Hauka var í fyrri hálfleik var hún afleit í þeim seinni. Norbertas Giga var með 31 framlagsstig í leiknum, flest allra.vísir/diego Tómas Valur Þrastarson kom Þór yfir í fyrsta sinn síðan í 1. leikhluta, 63-65, en Haukar svöruðu með fjórum stigum í röð. Þeir leiddu fyrir lokaleikhlutann, 67-65. Þórsarar náðu að slökkva á Norbertas og Hilmari Smára sem skoruðu aðeins þrjú stig samtals í 3. leikhluta. Haukar fengu aftur á móti gott framlag frá Orra og Mortensen. Og þegar fimm og hálf mínúta setti Alexander Ósvald Knudsen niður þrist og jók muninn í tíu stig, 80-70. Það voru fyrstu og einu stig Hauka af bekknum í kvöld. Walker minnkaði muninn í þrjú stig, 87-84, en þristur frá Hilmari Smára þegar hálf mínúta var eftir gulltryggði sigur Hauka. Hafnfirðingar fögnuðu vel og innilega eftir 90-84 sigur þar sem þeir sýndu á sér ólíkar hliðar. Í fyrri hálfleik var sóknin frábær en hökti all svakalega í þeim seinni. Vörn Hauka hélt hins vegar og þeir hleyptu Þór aldrei á skrið sem skipti sköpum. Maté: Menn rifu sig í gang í vörninni Nýliðar Hauka eru með fullt hús stiga.vísir/diego Maté Dalmay, þjálfari Hauka, var kátur eftir sigur nýliðanna á Þór Þ. í kvöld. Honum fannst sínir menn verða full ragir í seinni hálfleik eftir frábæran sóknarleik í þeim fyrri. „Við vorum það passívir og ragir í sókninni í seinni hálfleik að mér fannst koma mikil ákefð í vörnina hjá okkur,“ sagði Maté í leikslok. „Það var svo erfitt að skora. En menn rifu sig í gang í vörninni og við kreistum þetta út eins og 1-0 sigur í fótbolta. Það var eins og við ætluðum bara á hanga á forystunni og það gengur aldrei. Þótt því gangi ekki vel skorar hitt liðið alltaf nógu mörg stig. En vörnin var góð.“ Haukar spiluðu ljómandi góðan sóknarleik í fyrri hálfleik þar sem boltinn gekk vel á milli manna og heimamenn hittu vel. „Við erum án aðalleikstjórnandans okkar [Darwin Davis] en fengum frábært framlag frá varaleikstjórnandanum [Róberti Sigurðarsyni]. Við vorum að spila á mjög fáum mönnum en höfðum þetta,“ sagði Maté. Hann er að vonum sáttur með byrjunina á tímabilinu enda hafa Haukar unnið báða leiki sína. „Ég er mjög ánægður og nú þurfum við bara að halda áfram,“ sagði Maté að endingu. Lárus: Hef áhyggjur Strákarnir hans Lárusar Jónssonar eru enn án stiga.vísir/diego Lárus Jónsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu ekki náð að tengja vörn og sókn saman í leiknum í kvöld. „Vörnin þéttist í seinni hálfleik en við komumst aldrei á almennilegt skrið. Þeir settu síðan stór skot niður undir lokin,“ sagði Lárus eftir leik. Styrmir Snær Þrastarson lék sinn fyrsta leik fyrir Þór í rúmt ár í kvöld, bókstaflega nýlentur. „Hann gaf okkur mikið. Hann kom bara með flugi frá Bandaríkjunum klukkan níu í morgun en miðað við það var hann flottur,“ sagði Lárus. Þórsarar hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa á tímabilinu sem veldur þjálfaranum hugarangri. „Ég hef áhyggjur. Það jákvæða úr þessum leik er orkan í seinni hálfleik og vörnin í 3. leikhluta. En mér finnst við alltof hægir í sókninni og ekki að fá það sem ég vil,“ sagði Lárus að lokum.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum