Marka­laust jafn­tefli í fyrsta byrjunar­liðs­leik Ron­aldo í tvo mánuði

Atli Arason skrifar
Cristiano Ronaldo lék í 72 mínútur í dag áður en honum var skipt af leikvelli fyrir Marcus Rashford.
Cristiano Ronaldo lék í 72 mínútur í dag áður en honum var skipt af leikvelli fyrir Marcus Rashford. Getty Images

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var mættur aftur í byrjunarlið United þegar liðið tók á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Var þetta í fyrsta sinn sem Ronaldo var í byrjunarliði United frá því að liðið tapaði 4-0 gegn Brentford þann 13. ágúst en Portúgalinn hefur verið út í kuldanum hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag frá þeim leik. Leikurinn í dag var jafnframt fyrsti úrvalsdeildarleikurinn sem Manchester United tekst ekki að skora í síðan liðið tapaði fyrir Brentford í ágúst.

Anthony Martial gat ekki tekið þátt vegna meiðsla og þá var Marcus Rashford tæpur eftir að hafa jafnað sig á veikindum.

Ronaldo tókst ekki að setja mark sitt á leikinn og var skipt af leikvelli á 72. mínútu fyrir Rashford.

Úrslitin þýða liðin tvö halda sömu stöðu sinni í deildinni. Manchester United er í með 16 stig í 5. sæti á meðan Newcastle er með 15 stig í 6. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira