Lögmál leiksins: Allur körfuboltaheimurinn fékk sjokk því hann hefði getað drepið hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2022 15:46 Draymond Green og Stephen Curry fyrir fyrsta leik Golden State Warriors eftir að Green snéri aftur eftir höggið. Getty/Thearon W. Henderson Það styttist í að NBA-deildin í körfubolta fari aftur af stað og í kvöld verður fyrsti þáttur tímabilsins af Lögmáli leiksins. Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Í þessum vikulega þætti er farið vel yfir gang mála í NBA-deildinni í körfubolta en nýtt tímabil hefst annað kvöld með tveimur leikjum sem verða báðir í beinni á Stöð 2 Sport.. Þátturinn verður frumsýndur klukkan 20.45 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Eitt af umfjöllunarefnum þáttarins í kvöld en mál Draymond Green sem lét hnefana tala á æfingu NBA-meistara Golden State Warriors. „Ein af stærstu fréttunum á þessu sumri voru slagsmál á milli Draymond Green og Jordan Poole á æfingu Golden State. Fyrst heyrði maður af þessu og maður hugsaði: Green hefur látið hann hafa fyrir því og hamrað hann eitthvað aðeins. Maður heyrði eitthvað um högg og hélt kannski að hann hefði hrint honum eða eitthvað,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Lögmálsins á Stöð 2 Sport. „Svo sér maður myndbandið og ég held að allur körfuboltaheimurinn hafi fengið sjokk,“ sagði Kjartan Atli. „Ég get blandað saman NBA og MMA áhuga mínum og þetta er kallað í MMA Súperman-höggið. Hoppa upp á báðum og hann smellhittir hann þarna,“ sagði Tómas Steindórsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Þetta er rosalegt,“ skaut Kjartan Atli inn í. „Sjáið lappirnar á Poole, þær verða bara eins og spaghettí,“ sagði Hörður Unnsteinsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Það er algjör mildi að hann slasaðist ekki,“ sagði Kjartan. „Hann hafði alveg getað drepið hann,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson, sérfræðingur Lögmálsins í NBA-deildinni. „Ég held að við séum ekki að ýkja með þetta. Þetta er högg sem drepur,“ sagði Hörður. „Draymond Green er ekki 175 sm fótboltamaður að kýla annan. Þetta er tveggja metra skrokkur og nautsterkur. Hann getur dekkað hvaða fimmu sem er. Að lenda þessu höggi, já hann hefði getað drepið hann,“ sagði Tómas. Það má sjá þetta högg og brot úr þætti kvöldsins hér fyrir neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Hnefahögg Draymond Green
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira