Ætlar örugglega að ræða mál Gylfa innan utanríkismálanefndar Bjarki Sigurðsson skrifar 18. október 2022 08:36 Njáll Trausti Friðbertsson segist örugglega ætla að ræða mál Gylfa Þórs Sigurðssonar innan utanríkismálanefndar. Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson, 1. varaformaður utanríkismálanefndar, segist örugglega ætla að ræða málefni Gylfa Þórs Sigurðssonar á fundi nefndarinnar. Hann segir tímann sem málið hefur tekið vera erfiðastan fyrir Gylfa. Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti. Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson ræddi við Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann er á ráðstefnu Atlantshafsbandalagsins í Finnlandi. Ræddi hann um ráðstefnuna en Heimir Karlsson nýtti tækifærið og spurði Njál um málefni knattspyrnumannsins Gylfa Þór Sigurðssonar. Njáll sagði mál Gylfa vera leiðindamál en benti á að íslenska ríkið gæti varla farið að skipta sér af dómstólum Bretlands með beinum hætti. „Það sem er leiðinlegt í þessu máli er aðallega þessi tímalengd. Hún er ótrúleg. Þetta eru orðnir fimmtán mánuðir,“ segir Njáll. „Auðvitað á viðkomandi aðili, sama hvernig þetta mál fer, rétt á því að tala fyrir sínum réttindum. Fá bætur eða annað ef illa hefur verið farið með viðkomandi í dómskerfinu.“ Umræðan um málefni Gylfa hefst á 8. mínútu myndbandsins hér fyrir neðan. Heimir benti á að ríkisstjórnir um allan heim hafi beitt sér fyrir eða hjálpað þegnum sínum sem hafa lent í fangelsi hér og þar um heiminn. Þá spurði hann hvort Njáll myndi taka málið upp innan utanríkismálanefndar. „Ég mun örugglega ræða þetta innan nefndar og sjá hvernig staðan er á þessu máli og hvað er hægt að gera. En mig grunar að þarna séum við með einn af okkar nánustu vinaþjóðum og þeir eru með sitt kerfi. Við förum ekki inn í það. En ég skal svo sannarlega reyna að fá betri upplýsingar um þetta í nefndinni og kannski ræða þetta þar. Fá upplýsingar hvernig er farið með þessi mál,“ segir Njáll. Hann bendir þó á að það verði sömu reglur að gilda um alla, sama hvort þeir séu þekktir eða ekki. Það sé punkturinn sem fólk þurfi að hafa í huga. Í gær var greint frá því hér á Vísi að fjölskylda Gylfa hafi sótt um að færa lögheimili hans frá Bretlandi til Íslands. Faðir Gylfa sagði að verið væri að brjóta á mannréttindum Gylfa en hann hefur verið í farbanni frá Bretlandi í um fimmtán mánuði. Gylfi er grunaður um kynferðisbrot gegn einstaklingi undir lögaldri. Engin ákæra hefur verið gefin út á þeim fimmtán mánuðum sem hafa liðið síðan Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester. Hann hefur þó sætt farbanni allan þann tíma. Gauti B. Eggertsson, prófessor í hagfræði við Brown-háskóla í Bandaríkjunum, ræddi mál Gylfa á Facebook í gær þar sem hann sagðist einnig telja að bresk yfirvöld væru að brjóta á mannréttindum knattspyrnukappans. „Það er algerlega furðulegt, og hreinræktað hneyksli, að bresk yfirvöld hafa haldið Gylfa nánast í stofufangelsi án þess að fram sé komin nein ákæra eða nokkur skapaður hlutur um þetta sakamál eftir eitt og hálft ár. Neita að tjá sig um málið! Ég get ekki betur séð en þetta sé brot á mannréttindum og almennum reglum sem gilda eiga í venjulegum réttarríkjum,“ skrifaði Gauti.
Bretland Utanríkismál England Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Bítið Alþingi Enski boltinn Tengdar fréttir Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans. 17. október 2022 14:15