Einn leikur verður á dagskrá í Olís-deild kvenna í handbolta í dag, en klukkan 17:50 hefst bein útsending frá Vestmannaeyjum þar sem heimakonur taka á móti Val á Stöð 2 Sport. Klukkan 22:00 er svo komið að Seinni bylgjunni þar sem farið verður yfir allt það helsta úr liðinni umferð.
Þá eru tveir leikir á dagskrá í Subway-deild kvenna í körfubolta og verða þeir báðir sýndir á Stöð 2 Sport 4. Klukkan 18:05 taka Grindvíkingar á móti Val áður en Fjölnir tekur á móti Haukum klukkan 20:05.
Úrvalsdeildin í pílukasti heldur göngu sinni áfram á Stöð 2 Sport og líkt og áður hefst bein útsending klukkan 20:00.
Að lokum fer Blast Premier mótið í CS:GO af stað af fullum þunga í dag og verður þétt dagskrá á Stöð 2 eSport fram á kvöld. Upphitun fyrir daginn hefst klukkan 13:30 áður en Team Vitality mætir TYLOO klukkustund síðar.
Klukkan 17:30 er svo komið að viðureign Astralis og Eternal Fire áður en Complexity og Sharks Esports loka deginum klukkan 20:30.