Hannes valdi hornið kvöldið áður en hann varði vítið frá Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 10:00 Það var löngu ákveðið að Hannes Þór Halldórsson myndi skutla sér til hægri í víti á móti Lionel Messi. Getty/Mike Hewitt Alþjóða knattspyrnusambandið hitar upp fyrir komandi heimsmeistaramót í Katar með því að rifja upp Íslandsævintýrið frá HM í Rússlandi 2018. Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér. HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið tók þá þátt í HM í fyrsta sinn og varð fámennasta þjóðin til að keppa á heimsmeistaramótinu. Ný heimildarmynd um Íslandsævintýrið er nú aðgengileg inn á heimasíðu FIFA en þar er rætt við sex Íslendinga um uppkomu karlalandsliðsins. Relive the Thunderclap of 2018 in Iceland | The Debut , exclusively (and free!) on FIFA+ pic.twitter.com/GQClAWO5Ss— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) May 14, 2022 Þetta eru þau Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands á þessum tíma, Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins á þessum tíma, Margrét Lára Viðarsdóttir, lykilmaður íslenska kvennalandsliðsins sem komst á undan karlalandsliðinu í úrslitakeppni stórmóts. Þarna er líka rætt við Magnús Örn Helgason, þjálfara sautján ára landsliðs kvenna og Tólfu-meðlimina Benjamín Hallbjörnsson og Svein Ásgeirsson. Í myndinni er farið yfir ævintýrið með hjálp þessara aðila allt frá því að það byrjaði með frábærum árangri á EM í Frakklandi allt þar til að íslenska liðið komst í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn. Heimsmeistarakeppnin í Rússlandi er auðvitað í aðalhlutverki og ekki síst fyrsti leikurinn á móti Lionel Messi og félögum í Argentínu. Það eftirminnilegasta við þann leik er kannski ekki markið sem Alfreð Finnbogason skoraði heldur miklu frekar vítaspyrnan sem Hannes Þór Halldórsson varði frá Lionel Messi í seinni hálfleik og tryggði um leið íslenska liðinu jafntefli. Hannes sagði frá því í myndinni hvenær hann ákvað hvað hann myndi gera ef Messi fengi víti á móti honum. „Þegar dómarinn blés í flautuna og dæmdi vítið þá hugsaði ég: Ó guð þeir eru að fara að skora,“ sagði Hannes. Vítaspyrnan fær mikið pláss í heimildarmyndinni. „Svo áttaði ég mig á því að þetta væri tækifæri og ef þú ætlaðir að búa til eitthvað ævintýri þá væri góð hugmynd að láta markvörðinn verja víti frá Messi,“ sagði Hannes. „Það er pressa á markverðinum allan leikinn með einni undantekningu og það er í vítaspyrnu. Þar hefur markvörðurinn engu að tapa og ef hann ver vítið þá er hann hetja dagsins. Ef leikmaðurinn skorar þá er búist við því,“ sagði Hannes. „Ég var ekkert stressaður, þetta var bara tækifæri,“ sagði Hannes. Iceland - The Debut er komin út á streymisveitu FIFA, FIFA+. There is a first time for everything and a nation's first World Cup experience is hardly a forgettable one.#fyririslandhttps://t.co/oHgcLBpV7n pic.twitter.com/GBxq0TzvXO— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 18, 2022 Vítadómurinn og þá sérstaklega vítaspyrnan sjálf eru sýnd með mjög dramatískum hætti og frá öllum mögulegum sjónarhornum. „Ákvörðunin mín um að skutla mér til hægri var tekin kvöldið fyrir leikinn. Hann tók síðasta vítið sitt á undan þessu einmitt svona og þá skoraði hann,“ sagði Hannes. „Rétt áður en hann tók vítið þá sló ég saman höndunum og bjó til hljóð. Ég veit ekki hvort það gerði eitthvað,“ sagði Hannes. Farið er yfir restin af mótinu og ástæðurnar fyrir uppkomu íslenska landsliðsins sem menn skrifa bæði á betri aðstöðu en ekki síst á betri þjálfun. Það má horfa á alla myndina hér.
HM 2018 í Rússlandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti